Morgunblaðið - 25.03.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 25.03.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ákvað í vikunni að selja Bedford-slökkvi- bifreið, árgerð 1962, á 150 þúsund krónur. Tvö tilboð bárust og var hitt upp á 102 þúsund. Þá bauðst Samgöngusafnið í Stóragerði í Skagafirði til að taka bílinn án end- urgjalds, samkvæmt bæjarplöggum. Bíllinn var áður staðsettur á Suð- ureyri, en síðasta haust var annar slökkvibíll seldur, einnig gamall Bedford, og var þá líka ákveðið að taka tilboði hæstbjóðanda, sem bauð 101 þúsund krónur í bílinn. Sá bíll hafði verið á Flateyri. Ein- hverjir af eldri bílum Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar eru nú komnir í eigu Slökkviliðsminjasafnsins í Reykjanesbæ. Síðasta haust var floti Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar endurnýjaður, m.a. með tilstyrk frá Vegagerðinni, en auk hinna nýju Dýrafjarðarganga eru Vestfjarðagöng, Bolungarvík- urgöng og göngin í Arnardalshamri á starfssvæði Slökkviliðs Ísafjarð- arbæjar. Nýir slökkvibílar eru komnir á Þingeyri og Flateyri og fram kom í Morgunblaðinu í haust að endurnýja ætti slökkvibílinn á Suðureyri með notuðum bíl frá Ísa- fjarðarstöðinni. Á áttunda áratugnum voru nokkrir tugir notaðra Bedford- slökkvibíla fluttir til landsins frá Bretlandi, margir árgerð 1962. Þessir bílar og aflmiklar dælur þeirra voru meðal helstu tækja slökkviliða víða um land í fjölda ára, en hafa smátt og smátt týnt tölunni. aij@mbl.is Bedford ’62-slökkvibíll Flat- eyringa seldur á 150 þúsund - Voru fluttir inn í tugatali - Hafa týnt tölunni síðustu ár Flateyri Gamli Bedford-slökkvibíllinn, árgerð 1962, hefur skilað sínu. Ljósmynd/Slökkvilið Ísafjarðar Fyrstu grásleppubátarnir lögðu net- in á miðvikudag, fyrsta dag vertíð- arinnar. Aðrir ákváðu að bíða átekta, m.a. vegna þess að veðurútlit er ekki sérlega gott. Í gær höfðu 19 bátar fengið heimild til að hefja veið- ar. Rúmur þriðjungur þeirra er gerður út frá Ólafsfirði, þrír frá Árskógssandi og tveir frá Dalvík. Aðrir röðuðu sér jafnt á eftirtalda staði: Bakkafjörð, Grímsey, Greni- vík, Akureyri, Hólmavík, Drangs- nes, Patreksfjörð og Kópasker. Í fyrra mátti byrja veiðar 10. mars og vertíðin var komin á nokkurt skrið þann 24. mars og 56 bátar þá farnir til veiða. „Vertíðin nú er hlaðin óvissu þar sem kaupendur og umsýsluaðilar með grásleppuhrogn hafa enn ekki gefið út verð eða hversu mikið magn þeir þurfa að fá til sín. Búkurinn sem undanfarnar vertíðir hefur skilað góðu verði er verðlaus í dag sökum mikilla birgða í Kína frá síðustu ver- tíð. Af þeim sökum og ýmsum öðrum orsökum verður ekki skylt að landa grásleppunni á vertíðinni og líklegt að þeir sem hafi aðstöðu til muni skera hana úti á sjó,“ segir m.a. á heimasíðu Landssambands smá- bátaeigenda. Aflaverðmæti á vertíðinni 2020 nam um 1,2 milljörðum og útflutn- ingsverðmæti um 2,45 milljörðum. Þar af var verðmæti frystrar grá- sleppu 502 milljónir, hrognin skiluðu 670 milljónum og grásleppukavíar um 1,3 milljörðum. Reiknað er með að Hafrann- sóknastofnun kynni ráðgjöf um grá- sleppuveiðar 31. mars. aij@mbl.is Þeir fyrstu hafa lagt grá- sleppunetin Við höfnina Húsvíkingar gera klárt fyrir grásleppuvertíðina á síðasta ári. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR Fyrir vor- veislurnar Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Buxur Str. 36-48 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Nýjar vörur frá Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is FALLEGIR KJÓLAR FRÁ DANSKA MERKINU ST. 34-46 Tveir einstaklingar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurð- aðir í tíu vikna farbann, eða til mið- vikudagsins 2. júní, að kröfu lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mann- drápi í austurborginni í síðasta mánuði. Báðir höfðu áður sætt gæslu- varðhaldi, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi varðhald. Einn maður situr í gæsluvarð- haldi vegna málsins en hann var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald, eða til miðviku- dagsins 14. apríl. Lögregla telur að manndrápið hafi verið framið í samverknaði nokkurra og jafnvel með hlutdeild annarra líkt og gögn og umfang málsins beri með sér. Fram kom í síðustu viku að lögregla telur sig hafa fundið byssu sem notuð var við verknaðinn. Sleppt úr varðhaldi en settir í farbann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.