Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
S
treitan safnast upp og fólk
þarf að vera vakandi fyrir
einkennunum kulnunar,
sem eru mjög lúmsk,“ seg-
ir Pétur Guðjónsson verkfræð-
ingur. „Umræða síðustu missera
hefur veitt okkur meiri þekkingu á
því, hve alvarlegt er þegar fólk á
besta aldri hreinlega brennur út,
tapar starfsorku og áhuga á dag-
legum viðfangsefnum sem áður
veittu ánægju. Ég vænti að meiri
og betri skilningur leiði af sér vit-
undarvakningu, til dæmis í starfs-
mannastjórn fyrirtækja því fyrir
atvinnulífið er mjög dýrt að tapa
góðu fólki sem hefur reynslu og
mikilvæga þekkingu. En fyrst og
síðast þarf hver og einn að hlúa að
sjálfum sér og finna mörkin. Ella
getur hætta verið á ferðum.“
Óskað ráða og
viljað segja sögu sína
Pétur Guðjónsson var meðal
viðmælenda í bókinni Þegar karlar
stranda – og leiðin í land sem út
kom fyrir síðustu jól. Þar ræddi
Sigríður Arnardóttir fjölmiðlakona
við nokkra karla, menn á miðjum
aldri, sem urðu að játa sig sigraða
vegna mikils og langvarandi álags í
starfi.
Efni þetta hefur verið í deiglu
og umræðu á síðustu árum, svo
sem í atvinnulífinu og hjá sam-
tökum og stofnunum vinnumark-
aðarins. Mestu hefur þó sennilega
skipt að þeir sem reynt hafa stíga
fram og segja sögu sína, rétt eins og
Pétur gerði.
„Mér hefur fundist vænt um að
geta miðlað af reynslu minni og eftir
að bókin góða kom út í haust – sem
aftur fylgdi umfjöllun í fjölmiðlum –
hafa ýmsir sett sig í samband við
mig. Óskað ráða og líka viljað segja
mér sína sögu,“ segir Pétur sem var
stjórnandi hjá Marel í 36 ár. Stýrði á
árunum 1985-1991 fyrstu útrás
fyrirtækisins og bjó þá með fjöl-
skyldu sinni í Halifax í Kanada.
Kom svo heim og stýrði sölu- og
markaðsmálum fyrirtækisins, meðal
annars sölu og þjónustu á starfs-
stöðvum víða um heiminn. Utan-
landsferðir með krefjandi fundum
voru tíðar og á tímabili var Pétur
með um 800 starfsmenn undir sinni
stjórn í erilsömu starfi sem tók sinn
toll.
Listinn tæmdist aldrei
„Áreitið í starfinu var mikið og
langvarandi, verkefnalistinn tæmd-
ist aldrei og alltaf kom upp eitthvað
nýtt og spennandi. Staðreyndin var
samt sú að álagið og vandinn jókst
án þess að ég veitti því næga at-
hygli,“ segir Pétur og heldur áfram:
„Árið 2017 sem í minn hlut kom
að þurfa að segja upp fram-
kvæmdastjóra okkar í Rússlandi,
frábærum manni sem hafði starfað
hjá okkur lengi og gert allt upp á
10. Vegna skipulagsbreytinga var
uppsögn óhjákvæmileg. Þetta tók á
mig og klukkustund eftir að ég
sagði manninum upp símleiðis leið
yfir mig og ég féll í gólfið. Fór með
sjúkrabíl á bráðamóttöku, þar sem
læknar greindu mig með gáttatif
sem streitan fyrr um daginn hafði
framkallað.“
Árið 2017 gerði Pétur sér grein
fyrir að í óefni stefndi, var með
sterk streitu- og kvíðaeinkenni. Eft-
ir að hafa ráðfært sig við geðlækni
var niðurstaðan að fara í tveggja til
þriggja mánaða pásu. Fljótt kom þó
í ljós að meira þurfti. Kvíði, hjart-
sláttaróregla, erfiðleikar með rök-
hugsun og skammtímaminni, skert
úthald og þunglyndi. Allt þetta var í
pakka Péturs sem einnig átti erfitt
með að höndla áreiti. Hann var því
áfram frá vinnu. Ætlaði að koma
aftur til starfa vorið 2019 en fann
sig ekki. Pétur segist því hafa gert
sér ljóst að hann ætti ekki aft-
urkvæmt og lét endanlega af störf-
um hjá Marel fyrir ári.
Vel mér hófleg viðfangsefni
„Síðustu mánuðir hafa verið
frábærir. Streitan er minni og ég
get valið mér viðfangsefni, eins og
ég hef fjárhagslegt svigrúm til.
Fjölskyldan á sitt annað heimili í
Kjósinni og þar hef ég verið að að-
stoða sveitunga mína við að koma
upp hitaveitu og ljósleiðara á
sveitabæi og sumarhús. Það er
verkefni sem dugar mér og er hóf-
legt. Í dag finn ég til dæmis gleðina
aftur í því að grípa í gítarinn, vinna
við smíðar og útiverkefni. Áhuga-
málin eru endalaus. Þetta eru póst-
ar sem ég hafði meira og minna
misst áhugann á þegar kulnunar-
einkennin kikkuðu inn. Í dag tel ég
mig vera kominn með 80-90% af
þeirri orku andlegri og líkamlegri
sem kulnunin tók af mér. Aldurinn
ræður því að ég kem aldrei 100% til
baka og ekkert við því að segja
nema brosa framan í veröldina.“
Tvíbent heimavinna
Aðstæður á vinnumarkaði hafa
breyst mikið á síðasta árinu vegna
kórónuveirunnar. Æ fleiri starfa að
einhverju leyti heima. „Heimavinna
getur verið tvíbent, sbr. að skil milli
einkalífs og starfs þurfa að vera til
staðar. Sumir eru háðir símum og
þurfa bókstaflega alltaf að vera í
sambandi við netheima sem getur
verið hættulegt. Því er mikilvægt að
einkenni kulnunar og hvort fólk sé
hreinlega að brenna út vegna álags
sé öllum ljóst,“ segir Pétur Guð-
jónsson að síðustu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tilvera Háð síma og þurfa bókstaflega alltaf að vera í sambandi sem getur verið hættulegt, segir Pétur Guðjónsson
um streituvalda nútímans. Hann telur þörf á vitundarvakningu um og að hver og einn þekki sín eigin takmörk.
Kulnun er dýr og einkennin lúmsk
Streita í starfi tók sinn
toll. Þörf er á vitund-
arvakningu um hættuna
á því að fólk bókstaflega
brenni út, segir Pétur
Guðjónsson verkfræð-
ingur. Hver og einn þarf
að hlúa að sjálfum sér og
finna mörkin.
Í dag tel ég mig vera
kominn með 80-90% af
þeirri orku andlegri og
líkamlegri sem kulnunin
tók af mér. Aldurinn
ræður því að ég kem
aldrei 100% til baka
Hleypt hefur verið
af stokkunum verk-
efninu Brottfluttir
Hólmarar – vel-
komnir heim sem
miðar að því að fá
fólk sem á rætur í
Stykkishólmi til
þess að hverfa aft-
ur til búsetu og
starfa í heimahögum. Þessu tengist að
fyrirtækið Suðureyjar ehf. mun leigja
út skrifstofuaðstöðu til fólks og fyr-
irtækja að Aðalgötu 10, þar sem útibú
Arion-banka og forvera hans hafa
lengi verið. Skrifstofusetrið verður
opnað í maí nk.
„Við viljum hvetja fólk úr Stykk-
ishólmi, á aldrinum 25-40 ára, til þess
að skoða með opnum huga að koma
aftur vestur og setjast þar að. Ég
áætla að þetta séu nálægt 200 manns,“
segir Halldór Árnason, talsmaður
verkefnisins. Starf þetta hefur fengið
500 þúsund króna styrk frá atvinnu-
og nýsköpunarráðuneytinu og fyrir þá
fjármuni verður blásið til sóknar.
„Margt af þessu unga fólki, sem við
viljum ná til, fór að heiman til náms,
til dæmis á Reykjavíkursvæðinu.
Þegar skóla lauk réð það sig í vinnu
syðra, enda ekki komnar aðstæður til
að sinna sínum skyldum í fjarvinnu
eins og svo margir hafa gert á tímum
kórónuveirunnar. Núna eru miklu
betri möguleikar til þess. Fyrirtæki
og stofnanir auglýsa í ríkari mæli en
áður störf án staðsetningar. Þar með
gefst tækifæri til þess að flytja út á
land, svo sem í Stykkishólm,“ segir
Halldór Árnason.
Stykkishólmsbær hefur látið útbúa
myndband fyrir vefmiðla þar sem
kynnt verður fjölbreytt þjónusta í
Stykkishólmi, afþreying og vistvænt
umhverfi og fleira sem gerir Stykk-
ishólm að eftirsóttum stað til að búa
og starfa, að mati Halldórs.
Reynt verður að hafa persónulegt
samband við brottflutta Hólmara og
þeir hvattir til að flytja í Stykkishólm
í krafti verkefnisins. Alls búa í dag
um 1.200 manns í Stykkishólmi, um
100 fleiri en fyrir tíu árum.
Stykkishólmur Fallegur bær og römm er taug margra föðurtúna til.
Halldór Árnason
Hólmarar komi aftur heim
ER PLANIÐ SKÍTUGT?
Fáðu tilboð í s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
www.gamafelagid.is