Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 16

Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari. Sími 630 9000 heimir@logheimili.is Kristín Skjaldardóttir Löggiltur fasteignasali Sími 824 4031 kristin@logheimili.is Ásgeir þór Ásgeirsson Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur Sími 772 0102 asgeir@logheimili.is Guðmundur Ólafs Kristjánsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Sími 847 0306 gudmundur@logheimili.is Unnur Alexandra Nemi til löggildingar fasteignasala og viðskiptalögfræðingur Sími 788 8438 unnur@logheimili.is Sólrún Aspar Hefur lokið námi til fasteignasala. Sími 862 2531 solrun@logheimili.is Jónas H. Jónasson Nemi til löggildingar fasteignasala Sími 842 1520 jonas@logheimili.is Skipholti 50d, 105 Reykjavík Skólabraut 26, 300 Akranesi 530 9000 • www.logheimili.is Ertu í sölu- hugleiðingum? Getum bætt við eignum á söluskrá Fagmennska og traust í meira en áratug Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og þótt við séum með gott úrval veit- ingastaða hér finnum við að það er hægt að bæta við,“ segir Sólveig And- ersen, einn eigenda Mathallar Höfða. Á næstunni verður ráðist í stækk- un mathallarinnar. Tveir nýir mat- sölustaðir munu bætast við þá átta sem fyrir eru. Auk þess verður bætt við lager, vörumóttöku og starfs- mannaaðstöðu sem til þessa hefur verið annars staðar á lóðinni. Til þess að koma þessu fyrir tekur Mathöllin yfir hluta þess rýmis sem heilsurækt- in Sparta er með í dag. Í vikunni fögnuðu Sólveig og fé- lagar hennar því að tvö ár eru síðan Mathöll Höfða var opnuð á Bílds- höfða 9. Sólveig segir að vegna ástandsins í þjóðfélaginu verði af- mælisfögnuður að bíða betri tíma. Hún segir að bjart sé þó fram undan í rekstrinum og stækkunin sýni það. „Hverfið er að fara að stækka mikið á næstu árum og við teljum að þessi stækkun muni halda okkur í foryst- unni á þessu svæði með gott úrval veitingastaða. Fyrirhuguð uppbygg- ing í hverfinu gerir ráð fyrir álíka mörgum íbúum og allur Grafarvogur er í dag. Þetta ásamt borgarlínunni sem kemur þarna rétt hjá gefur okk- ur ástæðu til að stækka núna þegar tækifæri gefst.“ Fjölbreytt úrval veitingastaða er í Mathöll Höfða; Hipstur, Sætir snúð- ar þar sem einnig eru seldar Maika’i- skálar, Íslenska flatbakan, Culiacan, Svangi Mangi, Wok on, Gastro Truck og Indican. Sólveig segir að þegar hafi verið gengið frá því að annar af stöðunum sem bætast við verði nýr og ferskur pastastaður en hinu rým- inu hafi ekki verið ráðstafað. „Þessir nýju staðir verða vonandi opnaðir í byrjun maí,“ segir Sólveig og bendir á að áhugasamir veitingamenn geti sent umsókn á mathollhofda@mat- hollhofda.is. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vel sótt Mathöll Höfða hefur notið vinsælda á fyrstu tveimur starfsárunum. Tveir nýir stað- ir bætast við í Mathöll Höfða - Stækka til að mæta fjölgun í hverfinu - Öðru plássinu þegar verið ráðstafað Nýlega voru kynnt áform um að breyta gamla Pósthúsinu í miðbæ Reykjavíkur í mathöll. Pósthús Mathöll verður opnuð í lok árs gangi allt að óskum. Sömuleiðis stendur til að hús- næði Kaffis Reykjavíkur við Vesturgötu verði mathöll. Þá á ný mathöll að rísa í Borgartúni og önnur í Hafnarfirði þar sem Súfistinn hefur verið rekinn. Í sumar stendur til að opna mathöll með átta veitinga- stöðum í endurreistu Mjólkur- búi Flóamanna í miðbæ Selfoss. Mathallir spretta upp VINSÆLT REKSTRARFORM Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er afskaplega þungbært í þessu árferði,“ segir Hjörleifur Björnsson, framkvæmdastjóri bíla- leigunnar Icerrental 4x4 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrirtæki hans hefur ítrekað orðið fyrir miklu tjóni þegar hvarfakútar hafa verið teknir undan bílum þess. Nú síðast voru notaðar öflugar vökvaklippur til að klippa kútana undan nýjum bílum. Nokkuð hefur verið um að hlutum hafi verið stolið af bílaleigubílum á geymslusvæðum á Suðurnesjum þar sem stórir flotar standa og bíða betri tíðar í ferðaþjónustunni. Í sumum tilvikum hafa bílar nánast verið strípaðir með því að tekin hafa verið ljós, útvörp, felgur og jafnvel bíla- tölvur. Selja góðmálmana Eitt stórtækasta innbrotið var á Ásbrú í haust þegar hvarfakútar voru teknir undan þrjátíu bíla- leigubílum á svæði Icerrental 4x4. Þjófarnir hafa ekki fundist, eftir því sem næst verður komist. Hvarfa- kútar eru mengunarvarnabúnaður og í þeim eru nokkrar gerðir eðal- málma sem talið er að þjófarnir hafi tekið úr og komið í verð erlendis. Hræ af kútum fundust síðar í fjöru á Kjalarnesi og telur Hjörleifur víst að þar á meðal hafi verið hlutir úr hans bílum. Bílaleigurnar reyna að verjast þjófnaði af þessu tagi með ýmsum hætti, girðingum, ljósum, mynda- vélum og sum hafa samið við örygg- isfyrirtæki eða starfsmenn um að vakta svæðin. Icerrental 4x4 varð fyrir því að fyrir um þremur vikum komu þjófar og klipptu hvarfakúta undan sautján nýjum bílum. Bílunum hafði verið lagt þétt saman til að síður væri hægt að komast að þeim en þjófarnir náðu aðallega að komast undir öft- ustu röðina. Þeir voru með öflug og dýr verkfæri, svokallaðar vökva- klippur sem slökkvilið nota til að klippa fólk út úr bílum eftir umferð- arslys og einnig eru væntanlega til hjá fyrirtækjum sem taka við bílum í endurvinnslu. Það er ekki aðeins að dýrir hvarfakútar tapist heldur skemmist pústkerfi bílanna og skynjarar. Kostar hátt í hálfa milljón að koma þessu í samt lag. Bílaleigan ber tjón- ið ein og óstudd því tryggingar bæta ekki slík tjón, auk þess sem sjálfs- ábyrgð bílaleigubíla í kaskótrygg- ingu er um hálf milljón. Vandinn var nægur Hjörleifur segir erfitt að lenda í tjóni sem þessu í því ástandi sem ríkir í ferðaþjónustunni. Fjárhags- vandinn hafi verið nægur fyrir. Seg- ir hann lítið upp úr því að hafa að til- kynna þjófnaði til lögreglu, reynslan sýni að hún hafi engan áhuga á þess- um málum. Haft var samband við nokkrar aðrar bílaleigur á Suðurnesjum. Sumir forsvarsmenn höfðu orðið fyr- ir þjófnaði á hlutum úr bílum, en ekki að undanförnu og ekki hafði verið sóst sérstaklega eftir hvarfa- kútum. Morgunblaðið/Eggert Bið Stórir flotar bílaleigubíla bíða verkefnalausir víða um Suðurnesin. Þjófar valda bílaleigunum miklu tjóni. Tóku hvarfakúta und- an með vökvaklippum - Annar stórþjófnaðurinn frá sömu bílaleigunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.