Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR SSANGYONG benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 Bílaríkið Akureyri Lónsbakka Sími: 461 3636 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 B ir t m e ð fy ri rv a ra u m t e x t a - o g m y n d a b re n g l. Elskar íslenskar aðstæður Komdu og sjáðu Korando. Hér er á ferðinni ótrúlega vel heppnaður sportjeppi sem er eins og sérhannaður fyrir Ísland. + 163 hestöfl / 280 Nm + 2WD eða 4WD + Hægt að læsa millikassa í 4WD Verð: 4.390.000 kr. Fimm ára ábyrgð BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt leigu- samning vegna húsnæðis fyrir leik- skóla á jarðhæð fjölbýlishússins Bríetartúns 11. Bríetartún 9-11 er 94 íbúða fjölbýlishús á sjö og tólf hæð- um. Íbúðum hefur fjölgað á svæðinu á undanförnum árum og telja borg- aryfirvöld eðlilegt að leikskóli sé í þessu hverfi borgarinnar. 60 börn verða tekin inn í leikskólann. Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að hefja form- legan undirbúning að starfsemi skól- ans. Reykjavíkurborg rekur nú 63 leik- skóla þar sem dvelja 5.395 börn. Að auki eru 1.260 börn í sjálfstætt starf- andi leikskólum í borginni. Það eru engin nýmæli að leikskóli sé starf- ræktur í fjölbýlishúsum upplýsir Sig- rún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs Reykjavík- urborgar. Má til dæmis benda á leik- skólann Klambra í stúdentagörðum við Háteigsveg og leikskóla stúdenta við Eggertsgötu á svæði Háskóla Ís- lands. Þá mun ný leikskóli á Hall- gerðargötu 1 á Kirkjusandi verða með sama sniði. Algengast er þó að leikskólarnir séu starfræktir í sér- byggingum. Fjölmargar ungbarnadeilir Enginn svokallaður ungbarna- leikskóli er rekinn af hálfu Reykja- víkurborgar, en á þriðja tug leikskóla er með svokallaðar ungbarnadeildir, segir Sigrún. Leikskólinn í Bríetar- túni verður fyrsti leikskóli borg- arinnar sem alfarið er ætlaður ung- um börnum. Dæmi eru hins vegar um einkarekna ungbarnaleikskóla í borginni. Börn, sem hefja dvöl á ung- barnadeildum, geta hafið leikskóla- dvöl allt frá 12-24 mánaða aldri og er miðað við að þau flytjist á deild fyrir eldri börn þriggja ára. Börn innritast á ungbarnadeildir eftir kennitölu, þau elstu fyrst, enda uppfylli þau ald- ursviðmið. Sigrún segir að ungbarnaleikskól- inn við Bríetartún verði opnaður í lok þessa árs í björtu og nútímalegu hús- næði sem verður innréttað sérstak- lega fyrir yngstu leikskólabörnin. Þá verður annar leikskóli opnaður við Kleppsveg og í Safamýri í byrjun næsta árs, og sá fjórði á Kirkjusandi um mitt næsta ár. Einnig stendur til að stækka leikskólana Hof og Lauga- sól í Laugardal og Kvistaborg í Foss- vogi. Jafnan er efnt til samkeppni um nafn á leikskólum meðal barna, for- eldra og starfsfólks. Væntanlega verður það gert um leið og leikskól- inn tekur til starfa, segir Sigrún. Miðað við nafnahefð leikskóla í borginni ætti nafnið Bríetarborg að koma sterklega til greina. Fram kemur í greinargerð fjár- mála- og áhættustýringarsviðs- Reykjavíkurborgar, sem lögð var fram í borgarráði, að borgin hafi aug- lýsti eftir húsnæði og lóð á leigu fyrir leikskóla í lok október. Tvær um- sóknir bárust og uppfyllti umsókn Íþöku fasteignafélags ehf. skilyrði auglýsingar en hin umsóknin ekki. Gengið var til samninga við Íþöku og var leigusamningur undirritaður hinn 12. mars sl. með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Samkvæmt honum skal Íþaka afhenda Reykja- víkurborg fullbúið leikskólahúsnæði með sérútbúnu afgirtu útileiksvæði án lauss búnaðar hinn 1. nóvember nk. Um er að ræða leigu á 676 fer- metra húsnæði á 1. hæð. Leigusamn- ingurinn er tímabundinn og gildir í 10 ár frá afhendingu húsnæðisins. Reykjavíkurborg hefur þó forleigu- rétt við lok leigutímans. Leigugjald greiðist frá afhendingu húsnæðisins og er það krónur 2.666.000 á mánuði. Útileiksvæði verður útbúið Að auki mun Íþaka útbúa 520-530 fermetra afgirt útileiksvæði áfast við húsið sunnan- og austanvert. Einnig mun leikskólinn hafa aðgang að 300 fermetra útileiksvæði hússins á þjón- ustutíma leikskólans. Þá mun leik- skólinn hafa aðgang að innisvæði Höfðatorgs, þar sem útbúið verður 250 fermetra leiksvæði fyrir börn, eigi síðar en 2023. Leikskólinn verður í fjölbýlishúsi - Fyrsti ungbarna- leikskóli Reykjavík- urborgar opnaður í Bríetartúni 11 Morgunblaðið/sisi Bríetartún Leikskólinn verður á jarðhæðinni og útileiksvæði þar fyrir framan. Þar verður tekið á móti 60 börnum á aldrinum frá 12 mánaða til þriggja ára. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.