Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 32
verði um borð í skipinu fiskleitar-
tæki, sem komi ekki á markað fyrr
en eftir einhverjar vikur. Þá séu ný
þrívíddar-sónartæki um borð, einn-
ig ný tæki á markaðnum, öll frá
Furuno.
Tvær aðalvélar
Tvær aðalvélar eru í skipinu og
að sögn Kristjáns eru þær nægi-
lega stórar til að nota aðeins aðra
þeirra við rétt álag og spara þann-
ig gríðarlega mikið eldsneyti.
Nýja skipið er 4.139 brúttótonn,
ætlað til flotvörpu- og hring-
nótaveiða. Það er 89 metrar að
lengd, breiddin 16,6 metrar og
dýptin 9,6 m. Aðalvélar eru tvær,
3.600 kW hvor, af gerðinni Bergen
Engines og öxulrafalar skipsins
eru tveir, 2.320 kW hvor. Þá er í
skipinu 820 kW Mitsubishi-
hjálparvél og John Deere-
neyðarvél. Tvö kerfi, hvort um sig
1.500 kW, eru í skipinu til að kæla
aflann, en samtals eru kælitank-
arnir 13 og eru þeir alls 3.420 rúm-
metrar. Burðargeta skipsins verð-
ur vel yfir 3.000 tonn af kældum
afla.
Skipstjórar á Vilhelm verða þeir
Guðmundur Jónsson og Birkir
Hreinsson, en þeir voru áður með
eldri Vilhelm EA 11 sem kom nýr
til landsins árið 2000, en var seldur
til Rússlands sumarið 2018. Yfir-
vélstjóri verður Stefán P. Hauks-
son en alls er miðað við 8-12
manna áhöfn eftir því hvaða veið-
arfæri eru notuð hverju sinni. Stór
hluti áhafnarinnar hefur undan-
farið verið í Skagen í Danmörku til
að læra á skipið og undirbúa sig
fyrir siglinguna heim og veiðar.
Afhendingu skipsins seinkaði að-
eins vegna kórónuveikinnar, en
Kristján segir að smíðin hafi þó
gengið ótrúlega vel. Síðustu mán-
uði hafa margir fundir verið á
Teams og Zoom, en margar stórar
ákvarðanir var búið að taka áður
en faraldurinn skall á.
Hjá Karstensens í Skagen er
einnig verið að ljúka smíði á nýjum
Berki NK, skipi Síldarvinnslunnar
í Neskaupstað, og er um syst-
urskip að ræða. Börkur er vænt-
anlegur til landsins í vor. Skrokkar
beggja skipanna voru smíðaðir í
Gdynia í Póllandi. Hjá Kar-
stensens í Skagen var Þórunn
Sveinsdóttir smíðuð fyrir Ós í
Vestmannaeyjum 2010.
Skipaflotinn endurnýjaður
Samherji og ÚA gera nú út fimm
togara og línuskipið Önnu. Björg
EA, Björgúlfur EA 312 og Kald-
bakur EA 1 voru smíðuð í Tyrk-
landi 2017 og eru 62 metrar að
lengd. Harðbakur EA 3 var smíð-
aður í Noregi 2019 og er tæplega
30 metra ferskfisktogari. Línuskip-
ið Anna EA 305 var byggt 2001,
endurnýjað 2008 og kom til Ak-
ureyrar 2013.
Þá er ótalinn togarinn Björgvin
EA 311, rúmlega 50 metra skip,
smíðað í Noregi 1988. Spurður um
hvort uppi séu áform um endurnýj-
un þess skips segir Kristján að svo
sé, en ekki sé alveg komið að
ákvörðun.
Loks bætist Oddeyrin EA í flot-
ann á næstunni, væntanlega í maí-
mánuði. Verið er að lengja skipið,
útbúa nýja fiskilest og breyta
tönkum og einnig er unnið að
margþættu viðhaldi og endur-
bótum á skipinu hjá Karstensens í
Skagen. Þegar skipið kemur til
landsins verður m.a. settur nýr
vinnslubúnaður frá Slippnum í
skipið. Síðan er ráðgert að fara til
veiða með botntroll og koma með
fiskinn lifandi að landi.
Tæknivætt skip Skipstjórarnir Birkir
Hreinsson og Guðmundur Jónsson í brúnni í
gærmorgun. Ekki vantar tæknina um borð
þar sem allt er fullt af tölvuskjám og tækjum.
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
Samningar um smíði nýs Vilhelms
Þorsteinssonar voru fullfrágengn-
ir 4. september 2018, en þann dag
hefðu tvíburabræðurnir Baldvin
og Vilhelm Þorsteinssynir orðið
90 ára. Báðir voru þeir þjóðkunnir
aflaskipstjórar og feður þeirra
Þorsteins Más forstjóra og Krist-
jáns, framkvæmdastjóra útgerðar-
sviðs Samherja. Baldvin lést 21.
desember 1991 og Vilhelm hinn
22. desember 1993.
Kristján var spurður hvernig
gamla skipstjóranum, föður hans,
hefði orðið við ef hann hefði átt
þess kost að heimsækja brú nýja
skipsins:
„Hann sigldi með okkur á Bald-
vin Þorsteinssyni nýsmíðuðum yfir
hafið 1992,“ segir Kristján. „Sá
gamli fylgdist vel með þegar
Steini [Þorsteinn Vilhelmsson,
bróðir Kristjáns] setti stefnuna
eins og GPS-mælirinn sagði hon-
um, en þetta var pínulítið tæki.
Pabbi gekk um gólf í brúnni í
smástund áður en hann sagði:
„Strákar, ég ætla ekki að sigla
með ykkur yfir hafið án þess að
við höfum sjókort.“ Við fundum
sjókort, hann stakk út leiðina og
teiknaði sínar línur eins og hann
var vanur.
Þegar við vorum hálfnaðir var
skipið 30 mílum norðar en hann
hefði siglt. Hann varð að viður-
kenna að litla tækið var snjallara
en hann hélt, því það fór sporbaug
en hann beint. Litla tækið fór þar
af leiðandi styttri leið.
Nú myndi ég halda að hann
spyrði hvar sjókortin væru og
svarið við því er að þau eru ekki
til, það eru engin pappírskort um
borð í Vilhelm. Við erum hins veg-
ar með tvöfalt Ectis-korta- tölvu-
kerfi með innbyggðum korta- og
botnupplýsingagrunni. Það teikn-
ar upp leiðina og gerir það ekki
bara miðað við hafflötinn heldur
sneiðir fram hjá grunnum og
skerjum. Í þeim skipum okkar
sem hafa tekið þetta kerfi í notk-
un eru menn steinhættir að nota
gömlu kortin,“ segir Kristján.
Strákar, við siglum ekki án sjókorta
Skipstjórar Tvíburabræðurnir
Baldvin (t.v.) og Vilhelm Þor-
steinssynir í Hlíðarfjalli.
Afurðaverð á markaði
23. mars 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 339,20
Þorskur, slægður 321,47
Ýsa, óslægð 381,94
Ýsa, slægð 349,88
Ufsi, óslægður 106,10
Ufsi, slægður 160,36
Gullkarfi 204,93
Blálanga, slægð 50,00
Langa, óslægð 86,00
Langa, slægð 141,43
Keila, slægð 66,05
Steinbítur, óslægður 79,00
Steinbítur, slægður 167,20
Skötuselur, slægður 828,07
Grálúða, slægð 669,42
Skarkoli, slægður 385,35
Þykkvalúra, slægð 742,02
Langlúra, óslægð 145,00
Langlúra, slægð 27,00
Bleikja, flök 1.567,19
Regnbogasilungur, flök 3.176,00
Gellur 1.178,64
Grásleppa, óslægð 215,81
Hlýri, óslægður 71,00
Hlýri, slægður 255,45
Hrogn/ýsa 375,29
Hrogn/þorskur 472,85
Lúða, slægð 455,21
Lýsa, slægð 132,65
Rauðmagi, óslægður 210,00
Skata, slægð 44,49
Undirmálsýsa, slægð 255,00
Undirmálsþorskur, óslægður 234,69
Undirmálsþorskur, slægður 224,98
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum