Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
PÁSKALAMB
Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér!
Heilt lambalæri á gamla mátann
• Koníaksbætt sveppa-piparsósa,
kartöflugratín, rauðkál og salat
• Marengsbomba
Fyrir 4-6 manns
Verð 14.990 kr.
Pantið fyrir laugardaginn 3. apríl á netfangi
info@matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000.
Afhent milli 17:00 og 19:00 sunnudaginn 4. apríl
Takmarkað
magn í
boði
Páska
Matarpakki
•Humarsúpa
•Hægeldaður lambaskanki
•Súkkulaði „Lion Bar”
Verð 5.900 kr.
á mann fyrir 3 rétti
(Lágmarkspöntun fyrir 2 manns)
Pantið á info@matarkjallarinn.is
eða í síma 558 0000 fyrir
laugardaginn 3. apríl
Ég mætti í fyrsta
skipti lífs míns í
héraðsdóm Reykja-
víkur hinn 23. mars
síðastliðinn og
ástæðan var sú, að
dóttir mín, Elín-
borg Harpa Önund-
ardóttir, var sótt til
saka af opinberu
ákæruvaldi fyrir
meint brot gegn
valdstjórninni!
Ofan í kaupið átti dóttir mín, 27
ára gömul, grönn og hógvær, að hafa
valdið lögreglumanni líkamstjóni;
lögreglumanni sem ásamt fjölda
annarra lögreglumanna handtók
hana við friðsamleg mótmæli á Aust-
urvelli. Kæruefnið: „eymsli í sköfl-
ungi“. Að vísu mundi lögreglumað-
urinn ekki í vitnahaldi á hvorum
fætinum hann hafði eymsli, enda
ekki skrýtið, þar sem hann missti
ekki dag úr vinnu, að eigin sögn.
Þetta gerðist við friðsamleg mót-
mæli framan við Dómkirkjuna, hús
friðar og sátta, þar sem dóttur minni
var kippt út úr hópi mótmælenda og
dregin liggjandi, til skiptis á hönd-
um og fótum, þar sem síðan sex lög-
reglumenn lögðust af samanlögðum
þunga yfir hana og færðu í handjárn.
Ég er friðarins maður og mér er
annt um lýðræði og lýðréttindi. Ég á
dóttur sem brennur fyrir réttlæti og
réttindi fólks, almenn mannréttindi,
ekki síst þeirra sem höllum fæti
standa; ól hana upp við þá mann-
elsku. Þar á meðal hælisleitenda.
Hún er virk í þeirri viðleitni sinni og
fyrir það er ég þakklátur.
Það kann vel að vera að lögreglu-
menn hafi lítið þol gagnvart slíkum
einstaklingum, enda hafa þeir í ýmis
horn að líta, þar sem alvarlegir
glæpir í samfélagi okkar hafa því
miður farið vaxandi. Nú síðast of-
beldismaður sem ógnað hefur blá-
saklausri fjölskyldu og engum bönd-
um verður á komið, að best verður
séð.
En eitt er það, að handtaka dóttur
minnar hafi átt sér stað með líkam-
legu ofbeldi, sem var algjörlega
ástæðulaust. Hitt er öllu verra, að
yfirmenn lögreglu og síðan ákæru-
vald ríkisins hafi talið sérstaka
ástæðu til að sækja mál á hendur
dóttur minni og krefjast refsingar
fyrir friðsamleg mótmæli, baráttu
fyrir réttlæti og frelsi. Myndskeið
eru til af þessum atburðum sem taka
af öll tvímæli í þessum efnum.
Gríðarlegur kostnaður hefur safn-
ast upp við þennan undarlega mála-
rekstur á alla vegu; lögreglustjóra-
embættisins, ríkissaksóknara-
embættisins og síðan fórnarlambs-
ins, dóttur minnar, sem þarf að
kosta til löglærða aðila til að taka til
varna gegn „verndurum frelsis“ í
okkar litla samfélagi. Og
ekki má gleyma sam-
félagskostnaðinum sem
fólginn er í tíma saksókn-
ara og þeirra lögreglu-
manna sem mættu fyrir
réttinn, svo fáeinir séu
nefndir til leiks.
Er þetta það réttlæti
sem valdstjórnin, svoköll-
uð, telur í forgangi til að
tryggja öryggi borgara
þessa lands?
Hvað hefði átt að reka
mörg ámóta mál, þegar
„Íslandshrunið“ 2008 átti sér stað
með eftirfylgjandi réttmætum mót-
mælum almennings á Austurvelli og
víðar? Þar sem eldar loguðu og átök
áttu sér stað um mánaða skeið.
Ömurlegt tímabil í sögu þjóðar okk-
ar. Þar var almenningur fylltur rétt-
látri reiði vegna misgjörða opinbers
valds. Og því miður lentu almennir
lögreglumenn þar í millum. Sú saga
hefur verið rituð að hluta til.
Ég minnist ekki margra lögsókna
hins opinbera gagnvart almenningi
vegna þessa. Enda engin ástæða til.
En nú bregður svo við, að afleið-
ingar friðsamlegra mótmæla og
háttvísra eru skyndilega þess eðlis,
að gerðar eru harðar kröfur á fólk
og því stefnt fyrir dómstóla og kraf-
ist peninga og jafnvel fangelsunar,
vegna skoðana fólks og vilja til þess
að réttlætið nái fram að ganga gagn-
vart okkar minnstu bræðrum og
systrum; hælisleitendum og fólki á
flótta.
Ég spyr: Hvert er réttarfar okkar
komið og hvert stefnir það, verði
dóttir mín dæmd sek fyrir réttlætis
sakir?
Ég hef alla samúð gagnvart lög-
reglumönnum þessa lands. Þekki þá
marga og langflesta að góðu einu.
Þeir eru í erfiðu starfi um margt. En
þeir taka rangar ákvarðanir líka eins
og almenningur í landinu. Þeir eru
ekki friðhelgir menn.
Valdstjórn er vont orð og vægðar-
laust! Þingmenn: komið því út úr
okkar bókum.
Ég skrifa þessa grein vegna þess
að mér ofbýður. Ekki bara vegna
dóttur minnar heldur vegna þess, að
hér er verið að misbeita valdi þess
sterka gegn hinum veika. Þannig
samfélag vil ég ekki sjá. Og ég er
viss um að stór meirihluti Íslendinga
er mér sammála.
Valdstjórnin
gegn Elínborgu
Eftir Önund S.
Björnsson
Önundur Björnsson
»Er þetta það
réttlæti sem vald-
stjórnin, svokölluð,
telur í forgangi til
að tryggja öryggi
borgara þessa lands?
Höfundur er pastor emeritus.
Það er gott að heyra
og sjá að landsmenn
eru ekki sáttir við þá
skyndihugdettu annars
frábærs jarðvísinda-
manns að kalla eldgosið
okkar ræfil. Þetta gos á
mikla virðingu skilið.
Mér finnst stórkostlegt
að nokkur hluti lands-
manna skuli nenna að
leggja á sig kulda,
verki, blóðuga fætur, illa lyktandi
tær og það allt sem Bubbi söng um,
til að gera það sem þarf að gera til að
komast upp að gosstöðinni.
Sjálfur ólst ég upp við eldgos
Kröfluelda. Fátt annað í heiminum
hefur kveikt meiri auðmýkt í mínum
beinum en jarðhræringar og elds-
umbrot, auðmýkt gagnvart kröftum
jarðarinnar, auðmýkt gagnvart nátt-
úrunni. Að verða síendurtekið vitni
að svo mögnuðu sjónarspili hefur
breytt viðhorfum mínum – að ég
vona til hins betra. Maðurinn hefur
gott af því að finna til smæðar sinnar.
Besta leiðin til að bregðast al-
mennilega við um-
hverfisvánni, hamfara-
hlýnun af völdum
mannsins, súrnun sjáv-
ar og fleiri ógnum sem
steðja að börnunum
okkar og þeim sem á
eftir koma að óbreyttu,
er að maðurinn láti af
hroka sínum, skamm-
sýni og græðgi. Sá sem
horfir á hraun koma
upp úr gíg skilur betur
en sá sem ekki hefur
komið nálægt slíku
undri, hvað við mannkynið höfum
tekið okkur mikið vald, langt umfram
það sem okkur ber. Leiðin til baka
hlýtur að vera leið hins náttúrulega.
Stundum fylgja eldgosum miklar
hörmungar, en stundum koma ægi-
fögur túristagos eins og þessi. Aldrei
ræflar.
Ekki nenni ég að fárast yfir einni
einustu manneskju sem fór að leita
undursins, leita fegurðarinnar eða
jafnvel tilgangsins í nálægð þessara
stórbrotnu viðburða á Reykjanesi.
Það er slæmt að björgunarsveitar-
menn þurfi að nýta tíma og fé til að
hjálpa vanbúnum ferðamönnum en
má ég frekar biðja um vanbúið ferða-
fólk en heim þar sem fólk er orðið
svo firrt náttúrunni að enginn nennir
lengur að skoða svona undur með
eigin augum.
Það hefur verið gjöf til almennings
að fá þetta tækifæri. Almannavarnir
munu segja okkur hvenær má fara
að gosinu og hvenær ekki. Hlýðum.
En nýtum færin þegar þau gefast.
Verum umburðarlynd, hugsum í
samhengi, björgum heiminum. Leyf-
um frelsinu að leika um vanga okkar,
en nýtum það af ábyrgð.
Eftir Björn Jónas
Þorláksson
Björn Þorláksson
» Sá sem horfir á
hraun koma upp úr
gíg skilur betur en sá
sem ekki hefur komið
nálægt slíku undri, hvað
við mannkynið höfum
tekið okkur mikið vald.
Höfundur er rithöfundur
og fv. upplýsingafulltrúi
Umhverfisstofnunar.
bjornthorlaksson@gmail.com
Von okkar felst í að mann-
eskjan finni til eigin smæðar
Eldra fólki fjölgar og
samkvæmt gögnum
Hagstofunnar voru 65
ára og eldri rúm 14%
þjóðarinnar 1. desember
síðastliðinn. Sjúkdómar
hrjá suma þótt lang-
stærsti hluti þeirra sé
við góða heilsu. En hóp-
urinn er líka fjöl-
breyttur. Raunar svo
fjölbreyttur að það er al-
veg á mörkunum að það sé rétt að tala
um alla yfir 65 ára aldri sem einn hóp.
En þessir rúmlega 52 þúsund ein-
staklingar eru sem hópur öðruvísi en
margir aðrir, þeim fjölgar hraðar en
yngri aldurshópum, og þeim sem eru
yfir 80 aldri fjölgar mest og hraðast.
Við lifum lengur og betur
Þótt sumir virðist líta á þessa fjölg-
un sem vandamál, geri ég það ekki.
Hún er fagnaðarefni og í henni felast
tækifæri. Fagnaðarefni vegna þess
að hún þýðir að okkur er að takast að
bæta heilsu fólks og bæta í forvarnir
þannig að það lifir lengur við betri
heilsu. Tækifæri meðal annars vegna
þess mikla mannauðs sem varðveitist
með betri heilsu og lengri lífaldri.
Það er nefnilega ekki markmið í
sjálfu sér að við lifum
sem lengst, heldur að
við lifum við góða heilsu
og getum notið lífsins
og fólksins okkar sem
lengst.
Fjölbreyttar lausnir
Vegna fjölbreytileik-
ans þurfum við að hafa
fjölbreytilegar lausnir í
þjónustu. Flest fólk 65
ára og eldra þarf mjög
litla þjónustu, en nokk-
ur hópur hefur mikla
þjónustuþörf. Ég er viss um að
sveitarfélögin eru best til þess fallin
að stýra og bera ábyrgð á öldr-
unarþjónustu. Þar vita menn hver
þjónustuþörfin er, og hvernig er
best að stýra fjármunum og
mannafla í þjónustunni. Stærri öflug
sveitarfélög ráða örugglega betur
við verkefnin, en mörg sveitarfélög
hafa líka farið þá leið að vinna saman
að þessum verkefnum. Við eigum að
treysta sveitarfélögunum til að stýra
nærþjónustunni. Það er í mínum
huga alveg ljóst að þannig fengju
notendur betri þjónustu, fjármagn
nýttist betur og skipulag væri betra.
Auðvitað yrði að tryggja fjár-
mögnun, með tryggum skatt-
stofnum og gagngeru mati á þeim
kostnaði sem væri undir.
Aðgengileg þjónusta
á forsendum notenda
Ég tel að þau samlegðaráhrif sem
myndu skapast myndu skipta miklu og
gera sveitarfélögunum kleift að bæta
þjónustuna. Það er löngu orðið ljóst að
það fyrirkomulag að ríki og sveit-
arfélög geti togast á um ábyrgð á verk-
efnum tengdum þjónustu við aldraða
gengur ekki. Á milli lenda notendurnir.
Við verðum að ákveða sem samfélag
að þjónusta við eldra fólk eigi ekki að
vera bitbein tveggja stjórnsýslustiga
heldur aðgengileg fyrir notendur á
þeirra forsendum. Það gerist ef við
ákveðum að þjónustan sé ekki vanda-
mál, heldur tækifæri fyrir sveit-
arfélögin til að verða enn betri staðir til
að búa á.
Þjónusta við eldra fólk
á ekki að vera vandamál
Eftir Ólaf Þór
Gunnarsson » Ákveðum að
þjónusta við eldra
fólk eigi ekki að vera
bitbein tveggja stjórn-
sýslustiga heldur að-
gengileg fyrir notendur
á þeirra forsendum.
Ólafur Þór Gunnarsson
Höfundur er þingmaður
VG í kraganum.