Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
Aðhalds-
sundbolirnir
frá Lascana komnir
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Vefverslun
selena.is
Ferðalög á
Páll Guðmundsson
palli@fi.is
Göngu- og skoðunarferð að gos-
stöðvum í Geldingadölum skoðast
sem dagsferð sem getur tekið allt að
5-8 klst. og gönguleiðin getur verið
8-12 km, allt eftir hvar fólk nær að
leggja bílum sínum. Eftir að Suður-
strandarvegur var opnaður og upp-
hafsstaður göngu er austan við
Festarfjall er heildarvegalengd að
gosstöðvum styttri en engu að síður
getur verið töluverður spotti frá
þeim stað þar sem hægt er að leggja
að gönguslóðinni. Gönguleiðin er að
hluta til í úfnu hrauni og erfiðu
landslagi og því afar mikilvægt að
búa sig rétt til ferðarinnar.
Lykilatriði eru að fylgja leiðbein-
ingum almannavarna og björg-
unarsveita, huga vel að veðri og bún-
aði. Sérstaklega mikilvægt er huga
vel að vindáttabreytingum vegna
gasmengunar sem er á svæðinu.
Rétt er að hafa í huga að hættulegar
gastegundir geta verið lyktarlausar,
margar gastegundir eru þyngri en
andrúmsloftið og safnast fyrir í
lægðum í landslaginu.
Búnaður fyrir göngu
að gosstöðvum
Gönguferð að gosstöðvum er frá
upphafsstað göngu ca 8-12 km löng
ganga eftir því hvar hægt er að
leggja bílnum. Björgunarsveitin
Þorbjörn hefur nú stikað gönguleið-
ina. Að hluta til er gengið um úfið
hraun og krefjandi landslag. Allir
sem leggja í slíka göngu þurfa að
vera með allan réttan búnað og vera
í góðu líkamlegu formi.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir
göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur/hlífðarfatnaður í
dagpokanum
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir
ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygju-
bindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og
litlir plastpokar fyrir notaðan
pappír
- Húfa, vettlingar og buff um háls-
inn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatn-
aður
- Legghlífar, ef þurfa þykir
Reykjanesskagi hefur löngum verið
paradís útivistarfólks. Þar eru fjöl-
margar góðar gönguleiðir og þekkt
örnefni og stórbrotin náttúra sem
gaman er að skoða. Í Árbók Ferða-
félags Íslands 1984 um Reykjanes-
skaga vestan Selvogsgötu er svo
sagt um Fagradalsfjall:
Fagradalsfjall
Fagradalsfjall má með rétti telja
kjarnann í þeim fjallaklasa sem tek-
ur við af hraunasvæðinu sem rann
fyrir þúsundum ára en út frá þeim
ganga fjöll með ýmsum nöfnum og
mismunandi útlits. Sum þeirra eru
með grágrýtisþekju á kolli, önnur án
hennar. Hin fyrrnefndu eru mó-
bergsstapar sem hafa byggst upp
við gos í jöklum. Gosin fyrir árþús-
undum hafa smátt og smátt brætt
sig upp í gegnum ísinn og þegar gos-
ið náði upp úr ísnum myndaðist
hraun eins og á íslausu landi sem
náði þá jafnan að ísröndinni eða
vatni sem meðfram henni kann að
hafa verið. Þetta veldur því að eitt af
því sem einkennir stapana eru þver-
hníptir hamrar neðst. Sjálfur meg-
ingígurinn á Fagradalsfjalli er nyrst
á fjallinu í um 385 m hæð. Gígurinn
er reglulegur og fallegur.
Þegar gengið er að gosstöðvum
inn Nátthaga eða eftir Nátthaga-
krika kjósa margir að lokum að setj-
ast í hlíðar Fagradalsfjalls og njóta
þaðan stórbrotins sjónarspils eld-
gossins. Margir kjósa að ganga um
svæðið og sjá eldgosið fá ólíkum
sjónarhornum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gönguferð að gosstöðvunum Allir sem leggja í slíka göngu þurfa að vera
í með allan réttan búnað og vera í góðu líkamlegu formi.
Gönguferð að gosstöðvum
Gríðarlega mikill áhugi
er á því að skoða eld-
gosið í Geldingadölum.
Frá því að gosið hófst
hefur mikill fjöldi fólks
lagt leið sína að gos-
stöðvunum. Áður en
fólk leggur af stað í slíka
göngu- og skoðunarferð
er rétt að huga vel að
nokkrum mikilvægum
atriðum.
Krefjandi landslag Björg-
unarsveitin Þorbjörn hefur
nú stikað gönguleiðina.