Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 46

Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 ✝ Jónína Salný Stefánsdóttir (Didda) fæddist að Mýrum í Skriðdal 3. nóvember 1928. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 15. mars 2021. Foreldrar Jónínu voru Stefán Þór- arinsson, bóndi og hreppstjóri að Mýrum, f. 6.9. 1871, d. 17.1. 1951, og Ingifinna Jónsdóttir kennari, f. 7.10. 1895, d. 10.10. 1929. Eiginkona Stefáns, Sesselja Bjarnadóttir, lést eftir stutta sambúð, barnlaus. Með annarri konu sinni, Jón- ínu Salnýju Einarsdóttur, f. 4.5. 1877, d. 14.9. 1917, eignaðist Stefán tíu börn: Einþór, f. 18.7. 1900, d. 13.7. 1955, Einar Jóhann, f. 6.9. 1902, d. 7.9. 1978, Þórarinn, f. 17.5. 1904, d. 11.9. 2002, Zophonías, 28. 11.1905, d. 4.5. 2000, Magnús, f. 19.3. 1907, d. 14.1. 1981, Metú- salem, f. 15.10. 1908, d. 13.11. 1989, Pálína, f. 24.4. 1912, d. 3.11. 1970, Sveinn, f. 30.10. 1913, d. 25.5. 2010, Ingibjörg, f. 25.3. Sigurðardóttir, eiga þau þrjú börn, a) Ingólf, b) Guðrúnu Sig- ríði, c) Pál Ólaf og fimm barna- börn. 4) Hafdís Odda, f. 24.10. 1959, maki Ingjaldur Henry Ragnarsson, eiga þau tvær dæt- ur, a) Þórunni Ingu, b) Ingu Rögnu og 5 barnabörn og eitt barnabarnabarn. 5) Ingvi, f. 10.1. 1967, maki Stefanía Lilja Óla- dóttir, eiga þau tvo syni, a) Stef- án Inga, b) Aron Inga og eitt barnabarn. 6) Fanney, f. 5.9. 1969, maki Birgir Vignisson, eiga þau tvö börn, a) Auði Eir, b) Vigni Inga og tvö barnabörn. Ár- ið 1992 hóf Jónína sambúð með Jóni Sturlusyni, f. 28.7. 1925, d. 2.9. 2008. Jónína ólst upp að Mýrum í Skriðdal í fjölmennum hópi syst- kina. Hún stundaði nám í Hér- aðsskólanum að Laugarvatni og Húsmæðraskólanum. Þar kynn- ist hún eiginmanni sínum, Ingólfi Pálssyni, og gengu þau í hjóna- band árið 1949. Hún starfaði í mötuneyti Landsbankans og síð- ar við þrif í Sjómannaskólanum með húsmóðurstörfunum. Í Snæ- landsskóla starfaði hún í mörg ár við gangavörslu og mötuneyti. Eftir að Ingólfur féll frá ferð- uðust þau Jón víða um heiminn. Hún tók virkan þátt í starfi eldri borgara og söng með kór- unum Samkór Kópavogs og Söngvinum. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju 25. mars 2021, klukkan 15. 1916, d. 7.3. 2003, Jón, f. í september 1917, d. sama mán- uði. Móðir Diddu, Ingifinna Jóns- dóttir, var þriðja kona Stefáns og eignuðust þau fimm börn: Bergþóra, f. 12.9.,1921, d. 10.1. 2008, Garðar, f. 9.8. 1923, d. 25.7. 2016, Svavar, f. 16.9. 1926, d. 2.8. 2013, Jón Björgvin, f. 19.10. 1927, og svo var Jónína Salný (Didda) yngst þeirra systkina f. 3.11. 1928. Jónína giftist Ingólfi Pálssyni, f. 1.9. 1925, d. 29.10. 1984, hús- gagnasmið sem rak trésmíða- verkstæði, og eignuðust þau sex börn: 1) Stefán Þórarinn, f. 1.2. 1951, maki Margrét Bára Ein- arsdóttir og eiga þau þrjú börn, a) Kolbrúnu, b) Láru Kristínu, c) Stefán Einar og fjögur barna- börn. 2) Halldóra Ingibjörg f. 30.7. 1953, d. 13.09. 2004, maki Sigurður Kristinn Ragnarsson, eignuðust þau tvær dætur, a) Ástu Salnýju, b) Sonju Ernu og sex barnabörn. 3) Páll Rúnar f. 6.11. 1954, maki Eydís Guðrún Þakka þér fyrir. Þetta voru síðustu orð mömmu og þau lýsa henni fullkomlega. Mamma var einstök kona sem gerði allt betra, var alltaf til staðar og tilbúin að leysa öll þau verkefni sem lögð voru fyrir hana af alúð og gleði. Þegar við börnin uxum úr grasi fór mamma að vinna úti, fyrst við afleysingar í mötuneyti Landsbankans, síðar þrif í Sjó- mannaskólanum og lauk starfs- ævi sinni í Snælandsskóla í mötuneyti nemenda og við gangavörslu. Þar vann mamma við hlið Ingu systur og voru þær mjög nánar. Pabbi lést langt fyrir aldur fram og var hann okkur mikill harmdauði. Eftir stóð mamma með yngstu tvö börnin heima. Saman stóð fjölskyldan, allir sem einn. Vorum við til staðar og hugguðum hvert annað. Eftir andlát Ingu systur var mamma ekki söm, hún bar harm sinn í hljóði og saknaði hennar alla daga. Nokkrum árum eftir andlát pabba hitti mamma gamlan skólafélaga frá Laugarvatni, Jón Sturluson. Með þeim kynn- um hófst nýr kafli í lífi mömmu. Ótal ferðalög innan- og utan- lands, söngur með kórfélögum í Söngvinum og öðrum söngelsk- um vinum. Þau voru einstaklega frændrækin, ræktuðu vinskap vel og nutu þess að heimsækja frændur og vini. Jón átti sex börn sem heimsóttu mömmu og Jón oft og voru í miklu sam- bandi við þau og áttu ánægju- legar stundir. Jón lést árið 2008. Enn á ný hófst nýr kafli í lífi mömmu, að læra að lifa ein í sinni íbúð og hafa ofan af fyrir sér. Þá treysti hún á okkur, börnin, tengdabörnin og barna- börnin. Mamma hafði alltaf eitthvað á prjónunum og prjónaði peysur á alla nýja fjölskyldumeðlimi. Hún saumaði út, harðangur og klaustur, mjög falleg milliverk í sængurföt og margt fleira. Hún leysti krossgátur og lagði kapal. Það var mömmu mikils virði að hafa bíl og hún var dugleg að keyra og fara í heimsóknir, best þótti henni að heimsækja okkur öll á sama deginum, sjá að öllum liði vel, heyra hvað við höfðum fyrir stafni og hvernig barnabörnun- um gengi. Henni þótti gott og vildi hafa okkur nálægt sér. Alltaf átti mamma súkkulaði- rúsínur í skál á borðinu og bauð okkur „blóðaukandi“ eins og hún kallaði rúsínurnar. Barna- börnin elskuðu að koma í heim- sókn til mömmu, spila Ólsen Ól- sen við hana og spila fyrir hana á skemmtarann, syngja og tralla. Við mamma áttum margar stundir saman og nutum sam- verunnar. Við fórum saman í nokkrar utanlandsferðir og sumarbústaðaferðirnar eru óteljandi. Þar leið mömmu af- skaplega vel. Að sitja í heita pottinum, annaðhvort að njóta góða veðursins, hlusta á fugla- söng eða, á kvöldin, að horfa á stjörnurnar. Við systur sáum um að setja rúllur í hárið á mömmu og þá var alltaf kaffibolli og spádóm- ur, hlátur, spjall og stundum naglalakk. Svona liðu árin okkar mömmu þar til hún var tilbúin að fara í Sunnuhlíð. Þar naut hún yndislegrar umönnunar frá- bærs starfsfólks og annarra íbúa á Þinghól. Það er komið að leiðarlokum. Nú er elsku mamma farin og ég mun sakna hennar, er innilega þakklát og minnist með hlýju allra okkar samverustunda. Nú hefur þú fengið vængina þína, elsku mamma, og verður okkar verndarengill. Hafdís Odda Ingólfsdóttir. Í dag verður til moldar borin móðir mín, Jónína Salný Stef- ánsdóttir, sem lést á 93. aldurs- ári. Það má með sanni segja að hún hafi lifað tímana tvenna og séð breytingar sem fæst okkar munu geta ímyndað okkur. Hún ólst upp að Mýrum í Skriðdal í fjölmennum hópi systkina og eftir barnaskólanám fór hún í Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan Húsmæðraskólann. Þar kynntist hún mörgum sínum bestu vinum og vinkonum sem héldu sambandi alla tíð. Einnig stofnuðu nokkrar skólasystur úr Húsmæðraskólanum sauma- klúbb sem lengi var starfrækt- ur. Þau faðir minn stofnuðu heimili á Ásvallgötu 15, en þegar börnin voru orðin þrjú, þá var ákveðið að flytja í Kópavoginn í nýbyggt hús sem þau höfðu haf- ið byggingu á 1955. Það má segja að fátt hafi verið um nú- tíma þægindi þessi fyrstu frum- býlingsár, vatnslaust var um tíma en rafmagni var komið á fyrir veturinn, og húsið kynt með einum rafmagnsofni sem komið var fyrir í stofunni. Sími kom ekki fyrr en nokkrum árum seinna. Samt sem áður tókst for- eldrum okkar að búa okkur hlýtt og umhyggjusamt heimili. Þessi fyrstu ár á Lyngbrekkunni hafa eflaust verið móður minni erfið, öll aðstaða til hreingerninga og þvotta frumstæð. Þessi tími var okkur sem upplifðum hann minnisstæður, sérstakt var að sjá og fylgjast með þeirri gríð- arlegu uppbyggingu sem átti sér stað á þessum árum í Kópavogi. Minnisstætt er hve gestkvæmt var á þessu litla heimili, foreldr- ar mínir voru með opið hús, allt- af tekið vel á móti öllum sem komu í heimsókn. Það var svo 1967 sem flutt var í nýtt hús sem þau byggðu á lóðinni. Fyrstu ár- in helgaði móðir mín sér barna- uppeldinu og húsmóðurstarfinu enda lítill tími fyrir annað. Hún fékk sér þó vinnu í mötuneyti Landsbankans og seinna í mötu- neyti Snælandsskóla o.fl. Á þessum árum var algengt að senda börnin í sveit og var það hlutskipti mitt að vera sendur í sveit í nokkur sumur. Var þetta eflaust til að létta nokkuð á vinnu við heimilið yfir sumar- tímann. Ekki var algengt að fólk færi í utanlandsferðir á þessum árum, eina skiptið sem foreldrar mínir fóru utan saman var þegar ég bauð þeim að heimsækja mig eftir útskrift mína úr Arkitek- taháskólanum í Ósló 1979, þá voru þau hjá mér, ásamt tveim- ur yngstu systkinum mínum, Ingva og Fanneyju, sem voru með í för og hafði móðir mín ánægju af þeirri ferð. Það sem óneitanlega varpaði nokkrum skugga á þá ferð voru vaxandi veikindi föður míns. Hann lést 1984. Nokkrum árum eftir and- lát pabba hóf móðir mín sam- band við gamlan skólabróður, Jón Sturluson. Eftirtektarvert var hve vel þau náðu saman, þau ferðuðust mikið saman bæði inn- anlands og utan og voru mjög samhent. Hafði hún mikla ánægju af þeim ferðalögum. Móðir mín var alla tíð heilsu- hraust, en síðasta árið naut hún kærleiksríkrar umönnunar á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð og er sú umönnun hér með þökkuð. Að leiðarlokum bið ég Guð að varðveita og blessa minningu um elskulega móður mína. Stefán Þórarinn Ingólfsson. Elsku hjartahlýja amma Didda mín, með faðminn hlýja, blóðaukandi súkkulaðirúsínurn- ar í skál, svartan spádóms-kaffi- bollann, rúllur í hárinu eða fal- lega greitt hárið. Hvernig hefur þú það ljúfan? Þú ert lánsöm að eiga mann og heilbrigð börn elskan. Hefur þú gaman af því sem þú ert að vinna við? Við sát- um yfirleitt við eldhúsborðið, með óminn af rás 1, kaffibolla eða ömmukakó eins og ég kalla það. Ein mín stærsta kvenfyr- irmynd sem einkenndist af styrk, gleði og þakklæti. Kona sem hefur misst ástir úr sínu lífi, kvatt barnið sitt, vini sína, systkini sín. Kona sem brosti alltaf þegar komið var í heim- sókn. Kona sem einkenndist af þakklæti fram á hinsta dag. Spurðir alltaf vel út í líðan af- komenda og hverra sem á vegi þínum varð. Þér var mikilvægt að fólkinu þínu liði vel. Þegar við skrifuðum saman uppskrifta- bókina þína þá var þér það mik- ilvægt að fremst væri uppskrift að hamingjunni, það væri mik- ilvægasta uppskriftin í bókinni. Ég gleymi því ekki þegar við ræddum saman um framtíðina eitt sinn og ég deildi því með þér að ég var að íhuga að breyta um stefnu í námi og starfi, viðbrögð- in þín voru mér ógleymanleg. Þú leist á mig, sagðir mér að elta draumana og leyfa engum að segja mér að gera annað en það. Þessi orð hafa fylgt mér, ég heyri þig hvísla þau að mér í hvert sinn sem ég stend frammi fyrir stórum ákvörðunum. Ég á svo ótal margar minn- ingar af okkur sem streyma sjálfkrafa fram og ég á innra með mér, leyfi þeim að verma og veita yl í þessum kulda sem sorgin er svo gjarnan. Í sumar- bústaðnum, allar eldhússtund- irnar okkar, uppskriftabókar- skrifin, sögurnar sem þú sagðir mér, þegar þú kenndir mér að prjóna, þegar ég kenndi þér að hekla, útsaumurinn, ferðalög, sundferðir, svarta spádóms- kaffið og blóðaukandi o.fl. o.fl. Minningarnar um þig, Evu og Eddu í kaffileik hjá þér. Þær áttu góða vinkonu í langömmu Diddu. Á sama tíma og sorgin svíður sárt streyma ótal minn- ingar fram og fylla mig þakklæti og gleði fyrir þig. Fimm dögum fyrir ferðalagið þitt í sumarland- ið sat ég hjá þér og við ræddum daginn og veginn. Þú leist djúpt Jónína Salný Stefánsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Stakkadal, Rauðasandi, lést á Hrafnistu í Laugarási föstudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 29. mars klukkan 13. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm og fjöldatakmarkanir leyfa. Gestir eru beðnir að hafa með sér miða með nafni, kennitölu og símanúmeri. Magnús Sigurðsson Kristín B.K. Michaelsen Anna G. Sigurðardóttir Ólafur B. Guðnason Sigríður Sigurðardóttir Halldór S. Sigurðsson Maria Lorena Rimpas Tolo Esther Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sonur okkar og bróðir, INGVI ÁSTVALDSSON, lést á Landspítalanum 19. mars. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 29. mars klukkan 13. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en einnig verður útförinni streymt á vefsíðunni mbl.is/andlat Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Einstök börn. Martha Jónasdóttir Ástvaldur Óskarsson Margrét Björg Ástvaldsdóttir Óskar Ástvaldsson Svavar Freyr Ástvaldsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG GUÐRÚN GREIPSDÓTTIR, Hlíðarholti 7, Biskupstungum, lést föstudaginn 19. mars á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. mars klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánustu vinir og ættingjar viðstaddir. Athöfninni verður streymt og hægt er nálgast það á: mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/ Guðleif Jóna Kristjánsdóttir Andreas Schultz Lísa Sigríður Greipsson Rafn Hafberg Guðlaugsson Guðrún Ósk Óskarsdóttir og ömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HEIMIR SIGURBJÖRNSSON flautuleikari, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. mars klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánustu ástvinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt og hægt er nálgast það á: mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/ Nina Goncharova Ragnheiður Jónsdóttir Stefán Möller Arnar Heimir Jónsson María Birna Arnardóttir Roman Goncharov Viktoria Goncharova og afabörn Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR Heiðargerði 35, Reykjavík lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 21. mars. Útförin fer fram í kyrrþey. Sigríður Rósa Magnúsdóttir Einar Otti Guðmundsson Einar Ingvi Magnússon barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.