Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 ✝ Björg Þórð- ardóttir fædd- ist í Ystu-Tungu í Tálknafirði 5. júní 1941. Hún lést á Landspítalanum 16. mars 2021. Foreldrar hennar voru Þórður Jóns- son, f. 28.8. 1916, d. 5.1. 2005, og Guðný Ein- arsdóttir, f. 15.3. 1916, d. 3.3. 2002. Eftirlifandi systir Bjargar er Erna Hall- bera Ólafsdóttir, f. 1.1. 1938. Björg giftist 15.3. 1963 Ein- ari Einarssyni, f. 18.10. 1935, d. 4.1. 1997. 1) Dóttir Bjargar og Einars er Ólafía Sólveig, f. 16.10. 1978. Eiginmaður hennar er Björn Ásbjörnsson, f. 18.4.1978. Börn þeirra eru: Benedikt Einar, f. 2005, Harpa Björg, f. 2008, og Hekla Krist- ín, f. 2009. 2) Sonur Bjargar af fyrra sambandi, og stjúpsonur Ein- ars, er Þórður Guðni Hansen, f. 28.9. 1958. Börn hans eru: a) Helgi, f. 2009, og Guðbjörg Helga, f. 2011 b) Signý Sig- urlaug f. 1984, d. 1985, c) Haukur Þór, f. 1987, í sam- búð með Oddnýju Lísu Ott- ósdóttur, f. 1988. Synir þeirra eru Hrafn Þór, f. 2011, og Atlas Örn, f. 2020, og d) Signý Sigurlaug, f. 1991, í sambúð með Helga Val Gylfa- syni, f. 1980. Synir þeirra eru Víkingur Valur, f. 2014, og Valþór Smári, f. 2019. Björg fluttist með for- eldrum sínum til Reykjavíkur tveggja ára gömul og bjó hún þar meirihluta ævinnar, lengst af í Breiðholti og síðar í Þorláksgeisla í Grafarholti. Síðast var hún til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Björg lauk gagn- fræðaprófi og svo lá leiðin út á vinnumarkaðinn þar sem hún starfaði lengst af sem saumakona hjá ýmsum að- ilum, svo sem Sjóklæðagerð- inni, Gráfeldi og Partner. Síðar starfaði hún við ræst- ingar, meðal annars hjá Sjálfsbjörg og Landspít- alanum. Útför Bjargar fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 25. mars 2021, klukkan 13. Hjörtur, f. 1983, kvæntur Ingu Ar- onsdóttur, f. 1982. Börn þeirra eru: Dagur, f. 2006, Diljá, f. 2011, og Darri, f. 2013, b) Einar, f. 1986, kvæntur Riu Thordarson, f. 1985, sonur þeirra er Kingsley, f. 2016, en fyrir átti Einar soninn Theo, f. 2007. Sonur Riu og stjúpsonur Ein- ars er Logan, f. 2007, c) Kristian Tor Hansen, f. 1992, og d) Ellen Tordardottir Han- sen, f. 1998. 3) Björg eignaðist dóttur, Guðrúnu, ung að árum sem var gefin til ættleiðingar. 4) Stjúpsonur Bjargar er Smári Lindberg Einarsson, f. 25.7. 1955. Eiginkona hans var Guðbjörg Hilmarsdóttir, f. 13.3. 1958, d. 11.11. 2005. Börn þeirra eru: a) Hilmar Örn, f. 1978, kvæntur Sig- urveigu Gunnarsdóttur, f. 1980. Þeirra börn eru Halldór Það er komin kveðjustund. Mamma er dáin. Elsku góða mamma sem virtist hafa svörin við öllu og það beið alltaf hlýr faðmur og skilningsríkt eyra ef eitthvað bjátaði á. Mamma var vandvirk í einu og öllu, eldaði góðan mat og sinnti bæði heim- ili og vinnu af alúð. Ég mun alltaf muna eftir mjúka, hvíta hárinu hennar, fallegu höndun- um og hlýja faðmlaginu, ásamt allri ástinni sem hún gaf mér. Eitt stærsta hlutverk mömmu í lífinu var ömmuhlut- verkið. Börnin mín voru mjög náin ömmu sinni enda var hún mikið inni á heimili okkar hjóna. Mamma var einstaklega barngóð og hændust börn fljótt að henni. Hún hafði ómælda þolinmæði og gat sungið, lesið og leikið tímunum saman, og jafnvel setið heillengi undir hárgreiðslutilburðum lítilla fingra án þess að kveinka sér. Þetta var ómetanlegur stuðn- ingur þegar börnin voru ung og ég í háskólanámi. Á unglingsárunum fylgdist ég með mömmu annast pabba í hans veikindum. Pabbi lést þeg- ar ég var 18 ára og eftir stóðum við mæðgur og sóttum styrk hvor í aðra. Mamma mætti sjálf mótlæti heilsufarslega þegar árin færðust yfir en hún átti trausta vini sem hún hélt dýr- mætu sambandi við. Svo átti hún Höbbu systur sína að og var planið að eldast saman á Lindargötunni, þangað sem mamma var nýflutt. Mamma var mannglögg, frændrækin og fljót að mynda tengsl við fólk. Hún elskaði gott spjall og það var alltaf stutt í húmorinn. Hún var mjög sjálf- stæð og átti bíl sem hún fór á um allt. Það var því mikið áfall þegar mamma missti sjónina skyndilega í fyrravor vegna heilaæxlis sem hafði tekið sig upp að nýju, stækkað og valdið blindu. Mamma fékk skæðu, hraðvaxandi útgáfuna. Önnur aðgerð var framkvæmd en sjón- in kom ekki til baka. Engin meðferð var tiltæk. Plönin um ævikvöld með stóru systur urðu að engu og við tók margra mánaða sjúkra- húslega. Mamma tókst á við veikindin af æðruleysi og með húmorinn að vopni. Hún var mikil handavinnukona og byrj- aði að prjóna aftur, eftir minni. Hún sagði mér stolt á hverjum degi frá afrekum sínum í sjúkraþjálfun og var rétt að komast í form eftir aðgerðina þegar hún smitaðist af Covid-19 á Landakoti. Hún var hætt komin en komst á undraverðan hátt í gegnum þau veikindi. En auknar takmarkanir, bæði á endurhæfingu og heimsóknum, reyndust erfiðar. Það varð mikil gleði þegar við fengum að taka mömmu í heimsókn í desember og um jól- in. Svo flutti hún á Sólvang rétt fyrir áramótin. Hún fékk góða umönnun en veikindin ágerðust hratt. Þann 16. mars var svo þrautagöngunni skyndilega lok- ið. Elsku mamma fékk hvíldina, með mig og Þórð sér við hlið. Eftir stendur tómarúm sem ég mun fylla með minningum og þakklæti. Mamma kenndi mér svo ótalmargt, bæði í upp- vexti mínum og svo þessa síð- ustu mánuði sem ég fylgdist með henni takast á við veik- indin af ótrúlegu æðruleysi og þrautseigju. Ég skal mála allan heiminn elsku mamma, eintómt sólskin, bjart og jafnt. Þó að dimmi að með daga kalda og skamma, dagar þínir verða ljósir allir samt. Litlu blómin, sem þig langar til að kaupa, skal ég lita hér á teikniblaðið mitt. Ég skal mála allan heiminn elsku mamma, svo alltaf skíni sól í húsið þitt. Óskaðu þér mamma, alls sem þú vilt fá, ennþá á ég liti, til hvers sem verða má. Allar heimsins stjörnur og ævintýra fjöll óskaðu þér mamma svo lita ég þau öll. (Hinrik Bjarnason) Hvíl í friði elsku mamma – takk fyrir allt. Þín, Ólafía. „Mamma er dáin“. Svona byrjaði símtalið sem ég fékk í bílnum frá Ólafíu minni rétt um sexleytið þriðjudaginn 16. mars. Þar með lauk þrautagöngu elsku tengdamóður minnar sem var mjög átakanleg á svo marg- an hátt. Síðustu mánuðir voru henni erfiðir en jafnframt sýndi hún okkur í fjölskyldunni því- líkt æðruleysi og þrautseigju í sinni baráttu. Ég kom inn í litlu fjölskyld- una hennar sumarið 2002. Ekki leið á löngu þar til að ég var farinn að vera allar nætur inni á heimili hennar og Ólafíu og kynntumst við því frekar vel þessa fyrstu mánuði eftir að við dóttir hennar fórum að vera saman. Ég komst fljótt að því að tilvonandi tengdamóðir mín var álíka þrjósk og ég sjálfur og gátum við stundum strokið hvort öðru öfugt. Eftir því sem árin liðu lærðum við þó á hvort annað og stundum vorum við bara sammála um að vera ósammála. Þegar ég kynntist Björgu var hún orðin ekkja. Ég og Ólafía ákváðum fljótlega að flytja í okkar eigin íbúð og myndaðist þónokkuð stórt gat í tilveru Bjargar við það. Það var henni erfitt að verða einstæðingur en fljótlega fann hún nýjan takt og var hún dug- leg að koma til okkar auk þess sem hún var alveg eins og þeytispjald um bæinn þveran og endilangan að heimsækja vini og vandamenn. Bíllinn veitti henni mikið frelsi alla tíð. Það var henni því mikið áfall þegar hún þurfti að hætta að keyra fyrir tæplega ári þegar sjón hennar versnaði mjög hratt. Björg var amma barnanna okkar þriggja og áttu þau alveg einstakt samband. Þegar amma mætti á svæðið mátti næstum því allt. Hún var alltaf boðin og búin að koma til okkar að passa fyrir okkur hjónin og man ég varla eftir því að hún hafi sagt nei, hún elskaði meira en allt að vera með börnunum og þau elskuðu hana skilyrðislaust til baka. Þolinmæðin var endalaus. Nú hin síðari ár var þetta þó eiginlega farið að snúast við og mátti alveg deila um það hver var að passa hvern, nærveran var báðum allt. Söknuðurinn er því mikill og minningarnar margar um ömmu Björgu. Við hjónin buðum tengda- mömmu tvisvar með okkur fjöl- skyldunni í frí til Flórída. Báð- ar þessar ferðir eru dýrmætar minningar í dag og ekki síst það að í seinni ferðinni voru öll börnin orðin það stálpuð að þau munu alla tíð muna eftir þeirri ferð. Það var henni alltaf pínu- lítið erfitt þegar við fórum í frí og því var ánægjan ennþá meiri að geta tekið hana með okkur. Ég held að ánægjan hafi alveg verið gagnkvæm. Síðasta árið var átakanlegt fyrir tengdamömmu og hefur Ólafía mín verið vakin og sofin yfir hennar velferð allan tím- ann. Tengdamamma var algjör jaxl og það var ekkert annað í boði en að halda áfram allan tímann og ótrúlegt að fylgjast með hverri upprisunni á fætur annarri síðustu mánuði. Svo núna, 15. mars, gat líkami hennar ekki meir og lést hún degi síðar. Það er mjög skrítið að henn- ar njóti ekki við lengur því hún hefur verið svo stór partur af lífi okkar fjölskyldunnar alla tíð. Ég mun aldrei gleyma þess- ari þrautseigu og góðhjörtuðu konu sem var svo stór hluti af lífi okkar. Guð blessi minningu Bjargar Þórðardóttur. Björn Ásbjörnsson. Eftir að amma fór höfum við séð að maður er alltof oft að pirra sig á litlum hlutum sem skipta litlu sem engu máli. Maður á bara að njóta lífsins í botn á meðan maður getur það. Þegar við hugsum til baka sjáum við að við fengum með betri ömmum sem hægt er að hugsa sér! Við eigum fáar sem engar slæmar minningar um ömmu, fyrir utan síðasta árið þegar hún var sem veikust, en okkar bestu minningar af henni eru sennilega þegar við fengum að fara til hennar í Þorláksgeisl- ann og gista. Við vorum farin að rífast svo mikið um hver ætti að fá að fara til ömmu að það var komið upp nokkurs konar bókhaldi yfir það hver ætti að fara næst. Þegar við gistum hjá henni fór hún yfirleitt og keyrði um með okkur eða við fórum í eina til tvær heimsóknir með henni. Svo komum við alltaf við í Nóatúni til að kaupa nammi. Þegar heim var komið var horft á sjónvarpið og hlegið yfir ýmsu og spjallað langt fram á kvöld. Á morgnana gerði hún mögulega besta hafragraut allra tíma og spjallaði hún eins og enginn væri morgun- dagurinn um allt og ekkert og svo var farið eitthvað meira að þvælast. Amma átti alltaf sinn ein- kennismat sem var matur eins og t.d. kjötsúpa, kjötfars og grjónagrautur. Til æviloka mun þetta minna okkur á hana þeg- ar við fáum slíkan mat. Amma var alltaf til í gott spil og þótti henni fátt skemmtilegra en að spila veiðimann við okkur. Nú trúum við því að amma hafi stigið langþráðan dans með Einari afa og að hún sé að njóta sín í botn með honum. Takk fyrir allt elsku amma. Benedikt Einar, Harpa Björg og Hekla Kristín. Elskuleg vinkona okkar Björg Þórðardóttir hefur kvatt þetta líf. Síðastliðið haust var Björg í hópi þeirra sem voru flutt frá Landakoti yfir á Reykjalund með covid-smit í farteskinu. Hún var nýkomin úr erfiðum uppskurði og lifði covid af en beið þess aldrei bætur. Það tók okkur sárt að fylgjast í fjarlægð með hennar hörðu bar- áttu. Sífellt bættist í veikindin og þau eins og röðuðust á hana. Og alltaf stóð Ólafía dóttir hennar vaktina. Stóð sig eins og hetja í ferli sem tekur mikið á. Við kynntumst Björgu fyrst 1984 þegar okkur vantaði góða saumakonu til starfa á nýstofn- aða saumastofu okkar. Það fylgdu henni mikil og góð með- mæli og hún stóð svo sann- arlega undir væntingum. Það var góður tími sem við áttum saman. Stundum kom yndisleg lítil fimm ára dóttir hennar, Ólafía, með ömmu sinni að sækja Björgu í vinnuna. Ólafía var á svipuðu reki og Björn sonur okkar. Enginn vissi þá hvað framtíðin bæri í skauti sínu. Björg átti svo sannarlega eftir að verða hluti af lífi okkar, þegar hún varð tengdamamma Björns sonar okkar. Við eigum þrjú sameiginleg barnabörn: Benedikt Einar, Hörpu Björgu og Heklu Krist- ínu. Ólafía og Björn, sem fyrst höfðu hist á saumastofunni, urðu ævifélagar og vinir og gengu í hjónaband. Barnabörnin nutu þeirrar gæfu að amma Björg var afar elsk að þeim og gaf þeim allan þann tíma sem hún gat eftir að hún hætti að vinna. Hún gaf sig eins og heilsan leyfði í ömmu- hlutverkið, spilaði á gítar og lét sig ekki muna um að taka þátt í leikjum og sitja fyrir í hár- greiðsluleik. Og svo stilltu litlu hár- greiðsludömurnar sér stoltar upp með ömmu, sem var nú gjarna komin með marga tík- arspena í hárið. Svo var spilað og prjónað. Líf Bjargar var enginn dans á rósum. Og þegar Ólafía og Bjössi kynntust var ekki langt síðan Björg hafði misst sinn heitt elskaða Einar. Hans var sárt saknað af þeim mæðgum. Við sjáum Björgu og Einar fyrir okkur dansandi af fögnuði yfir endurfundunum og trúum því að Ólafía og fjöl- skyldan eigi núna einstaklega góða verndarengla sem vaka yf- ir þeim. Guð blessi minningu Bjargar Þórðardóttur. Kristín og Ásbjörn. Björg Þórðardóttir Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR, Grenihlíð, Sauðárkróki, lést laugardaginn 13. mars á öldrunardeild Sjúkrahússins á Sauðárkróki. Hún verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 29. mars klukkan 14. Ingimar Jónsson Ingibjörg Friðbjörnsdóttir Jósafat Jónsson Lotte Christensen barnabörn og barnabarnabörn Tilkynning frá Kirkju- görðum Reykjavíkur- prófastsdæma (KGRP) Samningsbundin stytting vinnuvikunnar, úr40 tímum í 36 tíma, tók gildi hjá KGRPeins og mörgum öðrum fyrirtækjum í ársbyrjun 2021. Frá ogmeð föstudeginum 9. apríl munu starfsmenn KGRP ljúka vinnudegi kl. 12:00 á hádegi og verður það fyrirkomulag áfram á föstudögum. Þetta fyrirkomulag hefur lítil sem engin áhrif á útfarartímana semverða áfram kl. 11:00; 13:00 og 15:00 alla virka daga, einnig á föstudögum. Það sem breytist á föstudögum er þetta:  Ekki verður hægt að bóka útför í athafnarýmum hjá KGRP í Fossvogi.  Ekki verður tekið ámóti kistum til jarðsetningar á föstudögum. Tekið verður ámóti duftkerum til jarðsetningar til 11:30 á föstudagsmorgnum og athafnarými verða opin fyrir kistulagningarbænir til kl. 11:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 585 2700 og á slóðinni: kirkjugardar.is/fostudagur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur stuðning, samúð og hlýju við andlát og útför okkar elskaða HANNESAR HALL, Stigahlíð 43. Ragnheiður Hall Steinunn Hall Jón Ingi Jónsson Jóhanna Sveinsdóttir María Eir og Anna Sigríður Ástkær faðir okkar og afi, JÓHANNES FINNUR SKAFTASON lyfjafræðingur, lést föstudaginn 19. mars. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. mars klukkan 15. Útför verður streymt á facebook.com/groups/johannesfinnur Hlín Jóhannesdóttir Inga Hanna Jóhannesdóttir Halla Margrét Jóhannesdóttir og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.