Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
✝
G. Auður Krist-
jánsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. október 1937.
Hún lést á Hrafn-
istu á Sléttuvegi
þann 7. mars 2021.
Foreldrar Auðar
voru Kristján G.
Kristjánsson, fædd-
ur á Sveinseyri í
Dýrafirði 15. júlí
1912, d. 31. maí
2003, og Halldóra Guðmunds-
dóttir, fædd í Skorhaga í
Brynjudal í Kjósarhreppi 11.
jan. 1903, d. 8. feb 1993.
Systkini Auðar eru; Kristján
Bigir, fæddur 30. júní 1935, og
Ása María, fædd 13.
júlí 1945.
Auður giftist
hinn 17. febrúar
1957 eftirlifandi
eiginmanni sínum
Vilhelm Ingólfs-
syni, f. 13. mars
1933
Börn Auðar og
Vilhelms eru; 1)
Dóra, f. 19. feb.
1958. Börn hennar
eru; Vilhelm Gauti, Hákon og
Auður Guðbjörg 2) Ingólfur, f.
19. júní 1961. Synir hans eru;
Tryggvi og Sebastían Máni 3)
Kristján Pétur, f. 8. sept 1969.
Dætur hans eru; Katla og Glóey.
Það er með trega i hjarta
sem við í dag kveðjum kæra
vinkonu, Guðmundu Auði
Kristjánsdóttur, er fengið hef-
ur hvíld frá erfiðum kafla ævi
sinnar. Fráfall hennar vekur
margar ljúfar minningar en
samskiptin við hana spanna ríf-
lega sjö áratugi. Rætur þeirra
má rekja allt frá Melaskólanum
og til Kvennaskólans í Reykja-
vík.
Við skólaútskrift úr Kvenna-
skólanum vorið 1954 höfðu þeg-
ar mótast sterk vináttubönd.
Saumaklúbbur varð til sem
styrkti og efldi vináttuna enn
frekar. Árin liðu fljótt. Við tók
lífsins gangur, haldið út á
vinnumarkaðinn eða til frekara
náms, hjónabönd og barneignir
tóku við. Já, fyrr en varði hafði
myndast stór vinahópur sem
haldið hefur saman fram á
þennan dag. Samveru- og gleði-
stundir hafa verið margar sem
og ferðalög, bæði innanlands og
utan. Auður og Vilhelm, eig-
inmaður hennar, voru traustir
félagar í þessum hópi. Þau
kynntust ung og saman hafa
þau gengið veginn síðan. Komu
sér upp hlýlegu og fallegu
heimili, eignuðust þrjú börn og
í tímans rás hefur afkomenda-
hópur þeirra vaxið ört. Sum-
arbústað áttu þau við Þing-
vallavatn þar sem þau undu sér
löngum. Auður var góðum kost-
um búin. Gott var að vera í ná-
vist hennar. Hún var fé-
lagslynd, glöð í viðmóti,
góðviljuð og trygglynd, orðvör
og hreinskiptin en gat verð föst
fyrir ef henni þótti svo þurfa.
Samhliða heimilisstörfum
stundaði Auður skrifstofustörf,
lengst af hjá kvennadeild
Reykjavíkurdeildar Rauða
krossins. Þar ávann hún sér
traust og virðingu sem starfs-
maður og sjálfboðaliði og
gegndi þar ýmsum trúnaðar-
störfum.
Á kveðjustundu þökkum við
Auði gefandi samfylgd, vinátt-
una og gleðistundirnar allar.
Hugur okkar er hjá Vilhelm og
börnum þeirra, Ingólfi, Dóru
og Kristjáni, sem nú eiga um
sárt að binda. Við sendum þeim
hugheilar samúðarkveðjur sem
og öllum öðrum ástvinum henn-
ar. Megi minningar um góða
konu veita birtu og yl.
Blessuð sé minning Auðar.
F.h. saumaklúbbsins og
maka,
Elín og Guðlaug.
Elskuleg nafna mín og hjart-
kær vinkona er fallin frá.
Kynni okkar hófust í apríl 2007,
er ég hóf störf hjá kvennadeild
Reykjavíkurdeildar Rauða
krossins. Auður var að fara á
eftirlaun eftir afar farsælt starf
sem skrifstofustjóri og ég var
að taka við „búinu“. Hún tók
mér af einstakri hlýju og kær-
leika þannig að mér fannst ég
hafa þekkt hana alla ævi. Að-
alstarfið var bókhald, innkaup
fyrir verslanir sem deildin rek-
ur á sjúkrahúsunum, samskipti
við sjálfboðaliða deildarinnar
og skipulagning á viðburðum
deildarinnar.
Það var alveg meira en að
segja það að feta eða reyna að
feta í fótspor hennar og greini-
lega mikil eftirsjá að henni. Það
heyrði ég á þeim fjölmörgu að-
ilum sem ég hafði samskipti
við. En hún setti mig afar vel
inn í starfið og ég gat alltaf
hringt í hana og hún leysti öll
mál af vandvirkni. Margir
starfsmenn fyrirtækja sögðu
við mig þegar ég hafði kynnt
mig: „Þið eruð svo sniðug hjá
Rauða krossinum að vera ekk-
ert að skipta um nafn á starfs-
mönnum!“ Til að aðgreina okk-
ur var ein af okkar frábæru
samstarfskonum með farsæla
lausn á þessu og nafna mín var
því kölluð Auður „fyrrverandi“.
En þótt nafna mín væri hætt á
launaskrá dró hún hvergi af sér
í sjálfboðaliðastarfi fyrir deild-
ina. Hún var í forsvari fyrir
bókasafn á Sjúkrahóteli ásamt
því að sinna öðrum tímafrekum
nefndarstörfum. Hún var sann-
arlega vakin og sofin yfir vel-
ferð deildarinnar. Þá sat hún í
stjórn deildarinnar um árabil.
Auður var afar mikil fjöl-
skyldukona og sinnti barna-
börnum sínum af ást og alúð.
Allt var fallegt í kringum hana
og smekkvísi ráðandi. Mér er
minnisstæð heimsókn til henn-
ar og Villa í afar fallegan sum-
arbústað sem þau áttu á Þing-
völlum. Öllu svo vel fyrir komið
og hlýlegt.
Að lokum vil ég þakka elsku-
legri nöfnu minni fyrir ómæld-
an stuðning og elskusemi sem
hún ætíð veitti mér. Þá votta
ég fjölskyldu hennar innilega
samúð.
Takk fyrir allt elsku Auður
mín.
Þín
Auður.
Það er sorglegt að missa
góða vini en slíkur er gangur
lífsins þegar fólk er komið á
efri ár.
Vinátta okkar Auðar hófst
fyrir um 60 árum síðan, þegar
við fluttum inn í sama stiga-
gang í Vesturbænum. Við Auð-
ur, ásamt eiginmönnum okkar,
og hjónunum Maggý og Björg-
vini, vorum meðal barnafjöl-
skyldna sem fluttu inn í ný-
byggt fjölbýli við
Kaplaskjólsveg árið 1962.
Bundumst við fjölskyldurnar
þrjár þá strax miklum vina-
böndum. Öll vorum við á líkum
aldri og það sama átti við um
börn okkar. Stigagangurinn ið-
aði af lífi enda var þar mikið af
börnum á sama aldri.
Eftir nokkur ár flutti hver
fjölskylda um sig annað á höf-
uðborgarsvæðinu en áfram
hélst vináttan óbreytt. Sam-
gangur var milli fjölskyldnanna
þegar haldnar voru afmælis-
veislur, fermingar eða aðrir
stórir viðburðir.
Síðustu 10-15 árin höfðum
við það fyrir sið vinkonurnar,
ég Auður og Maggý, að borða
saman í hádeginu á veitinga-
húsum. Helst aldrei sama veit-
ingahúsinu, enda höfðum við
þörf fyrir að kanna matar-
menningu borgarinnar til hlít-
ar. Því miður lést Maggý fyrir
tveimur árum og ætluðum við
Auður sannarlega að halda
þessum sið áfram en það fór
ekki eins og áætlað var.
Ekki löngu eftir að Maggý
féll frá veiktist Auður skyndi-
lega og þurfti að dveljast var-
anlega á sjúkrahúsi og hjúkr-
unardeild. Síðast á
hjúkrunarheimili Hrafnistu þar
sem hún dvaldist í rúmt ár. Það
var sorglegt að geta lítið heim-
sótt hana vegna veirunnar
vondu, en við ræddum saman í
síma öðru hvoru síðustu miss-
erin.
Auður vinkona mín var
glæsileg kona, vinaföst og
trygglynd. Hún var mikill list-
unnandi. Þau hjónin létu ófáar
óperu- og leiksýningar fram hjá
sér fara. Einnig var hún unn-
andi góðra bóka. Um áravís
sinnti hún sjálfboðastörfum hjá
Rauða krossinum sem bóka-
vörður.
Við hjónin sendum okkar
kæra vini Villa og fjölskyldu
hans okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Minning um góða
vinkonu mun lifa.
Guðbjörg Aradóttir.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu og samstarfskonu í félags-
málanefnd Kvennadeildar
Rauða krossins í Reykjavík.
Það var ánægjulegt að vera
þar sem Auður var með sinn
smitandi hlátur, gleði og hlýju.
Gott var að treysta á hana í fé-
lagsmálanefndinni og var hún
alltaf tilbúin að taka til hend-
inni.
Nú þegar komið er að
kveðjustund langar okkur í
nefndinni að þakka henni vin-
áttu og tryggð um árabil. Það
að vinna með góðu fólki að mik-
ilvægum málefnum undir merki
Rauða krossins, gefur starfinu
mikið gildi. Þær stundir sem
við áttum með Auði munu lifa í
hjarta okkar. Við sendum eig-
inmanni, börnum og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur og
biðjum Guð að varðveita þau og
styrkja í sorginni.
Lifðu ljóss í heimi, Guði fal-
in.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Jóhanna Jónsdóttir,
Guðrún Jósafatsdóttir,
Sigríður María
Sigurjónsdóttir, Vala
Rós Ingvarsdóttir.
Guðmunda Auður
Kristjánsdóttir
Elsku amma. Þú
áttir gott líf. Ég
elskaði þig svo mik-
ið.
Ég veit að nú
ferð þú á góðan stað til afa. Ég
mun alltaf hugsa til þín. Þú
gerðir allt fyrir mig. Ég veit þú
vildir að ég héldi áfram með líf-
ið.
Þú fórst heldur snemma. Ég
mun aldrei gleyma þér. Þú náðir
Unnur Ágústsdóttir
✝
Unnur Ágústs-
dóttir fæddist
11. júlí 1927. Hún
lést 26. febrúar
2021.
Útför Unnar var
gerð 11. mars 2021.
góðum aldri. Vildi
að þú gætir verið
hér en þú gerðir
alla svo glaða í
kringum þig. Við
spjölluðum mikið
saman.
Ég veit að þetta
var fyrir bestu en
hugsaðu vel um
Brynjar litla og afa.
Þú munt alltaf vera
í hjarta mínu. Við
hlógum mikið saman elsku besta
amma, langamma og allt. Þú
fékkst að sjá börnin þín vaxa úr
grasi og einnig litlu ömmubörnin
þín. Ég mun aldrei gleyma þér.
Þitt besta ömmubarn,
Rakel Rán.
Það var sannar-
lega okkar net-
kvenna auður að
eiga Auði að vin-
konu. Fyrirmynd
okkar að reisn, gleði og gefandi
samveru. Margt höfum við brall-
að saman á langri ævi. Oft kom
hún okkur á óvart með nýrri,
frumlegri og gáfulegri nálgun á
málefnin. Alltaf var spurt: „Kem-
ur Auður ekki örugglega?“ Hún
AuðurHalldórsdóttir
✝
Auður Hall-
dórsdóttir
fæddist 5. nóv-
ember 1927. Hún
lést 6. mars 2021.
Útförin fór fram
15. mars 2021.
lét enga ellikellingu
stoppa sig, mætti á
allflesta fundi og
ferðir. Átti fasta
miða í leikhúsunum,
en þar hittumst við
síðast 28 febrúar sl.
og áttum saman
skemmtilegt spjall.
Síst hefði hvarflað
að mér að fimm dög-
um síðar yrði hún
öll. Eitt er víst að
við myndum fagna því að fá að
eldast eins fallega og okkar elsk-
aða Auður, sem verður sárt sakn-
að úr okkar hópi.
Sendi sonum Auðar og fjöl-
skyldum samúðarkveðjur.
Ína Gissurardóttir.
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa, langafa okkar
og bróður,
JÓNS BREIÐFJÖRÐS
HÖSKULDSSONAR,
Litlabæjarvör 15, Álftanesi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Vífilsstaða fyrir hlýja og einstaka
umönnun.
Elín Jóhannsdóttir
Margrét Jónsdóttir Einar S. Helgason
Kristinn G. Jónsson Teresita Jónsson
Jóhann Jónsson Jóna Konráðsdóttir
barnabörn og langafabörn
Dagbjört Höskuldsdóttir
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu fjölskyldunni samúð, vinarhug og
virðingu við andlát og útför okkar yndislega
HELGA V. JÓNSSONAR,
hæstaréttarlögmanns og
lögg. endurskoðanda.
Sérstakar þakkir viljum við færa því ágæta starfsfólki sem veitti
honum kærleiksríka umönnun í Maríuhúsi, Landakoti og
Sólteigi, Hrafnistu.
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Hanna Lára Helgadóttir Jónas Reynisson
Anna Dóra Helgadóttir Halldór Jónsson
Jón Sigurður Helgason Erla Guðrún Emilsdóttir
Halla María Helgadóttir Ólafur Þór Guðbjörnsson
barnabörn og barnabarnabarn
Við þökkum öllum sem sýndu okkur samúð,
hlýju og vinarhug við fráfall og útför
BJÖRNS KRISTINSSONAR
Starfsfólki á 4. hæð Droplaugarstaða
sendum við þakkir og kærar kveðjur.
Guðrún Hallgrímsdóttir
Elísabet og Ásta Kristinsdætur
Inga, Ásta, Margrét, Helga, Jón,
Hildur og Guðrún Björnsbörn
og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar