Morgunblaðið - 25.03.2021, Side 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
LKINUGEFÐU
DAGAMUN
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
„ÞÆR ERU FRÁ „ÉG-AÐ-NJÓTA-
GRÓÐANS-AF-METSÖLUSÝNINGUNNI-
MINNI“ TÍMABILINU.“
„EIN MÍNÚTA OG FIMMTÍU OG TVÆR
SEKÚNDUR. ÉG HEFÐI GETAÐ DÁIÐ ÚR
ÞORSTA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... góð ástæða til þess að
fara snemma á fætur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GAMLI GÓÐI
PÚKI…
FÉLAGI,
TRÚNAÐARVINUR…
SMÁKÖKU-
VÖRÐUR
ÞETTA ERU SUMSÉ MÍNIR DRAUMAROG
ÞRÁR … má ég heyra um ÞÍNA?
JÁJÁ
LEGGÐU BARA VIÐ HLUSTIR ÞEGAR ÉG SEGI
ÞESSUM GAUR FRÁ ÞEIM!
sem þau byggðu 1977. Foreldrar
Svanborgar voru hjónin Siggeir
Pálsson bóndi, f. 6.7. 1925, d. 12.12.
2001, og Una Kristín Georgsdóttir,
f. 17.11. 1930, d. 21.2. 2004. Þau
bjuggu á Baugsstöðum í
Stokkseyrarhreppi.
Börn Péturs og Svanborgar eru .
1) Ágúst vélfræðingur, f. 25.12. 1970,
búsettur í Mosfellsbæ. Maki: Hrönn
Sturludóttir skrifstofumaður, f. 20.7.
1967. Börn þeirra eru Pétur Ingi og
Hugrún Ylfa; 2) Siggeir skipstjóri, f.
14.3. 1972, búsettur í Stykkishólmi,
maki: Annie Helenne Alves við-
skiptafræðingur, f. 5.12. 1987. Börn
þeirra eru Daníel Wolfgang, Lára
María og Yngvar Njáll. Fyrri börn
Siggeirs eru Ragney Lind, Sóley
Ásta og Sebastian Óli; 3) Una Krist-
ín lífeindafræðingur, f. 26.12. 1979,
búsett á Akureyri. Börn hennar og
Ómars Gunnarssonar eru Urður
Lára og Vigdís Nanna; 4) Lára
Hrönn, skipstjóri og tónlistarmaður,
f. 11.9. 1981, búsett í Mosfellsbæ.
Maki: Eiríkur Sveinn Hrafnsson,
hugbúnaðarforstjóri og frum-
kvöðull, f. 25.2. 1978. Börn þeirra
eru Bergur Davíð, Svana Marie og
Friðrik Siggeir. Barnabörnin eru
samtals 13.
Systkini Péturs: Stefán Ágústs-
son, f. 4.4. 1939, verkamaður í
Stykkishólmi; Eyþór Ágústsson, f.
9.11. 1943, d. 24.3. 2011, vélstjóri í
Stykkishólmi; Snorri Örn Ágústs-
son, f. 28.7. 1947, vélstjóri á Akra-
nesi; Valdimar Brynjar Ágústsson,
f. 13.12. 1950, verkamaður á Ísafirði;
Guðlaug Jónína Ágústsdóttir, f. 4.10.
1959, lyfjatæknir í Stykkishólmi.
Foreldrar Péturs voru hjónin
Ágúst Pétursson skipstjóri, f. 2.8.
1906, d. 10.8. 1906, og Ingveldur
Stefánsdóttir húsmóðir, f. 3.1. 1917,
d. 27.11. 1985, Þau voru bæði frá
Bjarneyjum, stofnuðu heimili í Flat-
ey en bjuggu lengst af í Stykkis-
hólmi.
Pétur H. Ágústsson
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Bjarneyjum
Gunnlaugur Brynjólfsson
sjómaður í Bjarneyjum
Guðlaug Gunnlaugsdóttir
húsfreyja í Bjarneyjum
Stefán Stefánsson
sjómaður í Bjarneyjum
Ingveldur Stefánsdóttir
húsfreyja í Stykkishólmi
Anna Valgerður Bjarnadóttir
húskona víða,m.a. á Innra-
Hólmi, í Innri-Akraneshreppi,
en bjó lengst í Bjarneyjum
Stefán Sveinsson
bóndi á Reynikeldu og í
Frakkanesi á Skarðsströnd
Arnfríður Jónsdóttir
húsfreyja á Múla
Ari Jónsson
bóndi á Múla í Gufudalssveit
Hallfríður Aradóttir
húsfreyja í Bjarneyjum
Pétur Kúld Pétursson
formaður í Bjarneyjum
Sveinsína Sveinsdóttir
húsfreyja í Svefneyjum
Pétur Hafliðason
bóndi og formaður í Svefneyjum
Úr frændgarði Péturs H. Ágústssonar
Ágúst Pétursson
skipstjóri í Stykkishólmi
Dagbjartur Dagbjartsson rifjarupp á Boðnarmiði: „Hall-
grímur Jónasson var oft fararstjóri
hjá Ferðafélagi Íslands. Eitt sinn í
náttstað kom upp koníaksflaska og
var henni heilsað með þessum orð-
um:
Boðnarmjöður borinn er,
bráðvelkominn sértu,
jafnvel strax í gegnum gler
geislavirkur ertu.
Gleði eykur, glæðir von
goðafæðan drjúga.
Þetta sagði Salómon.
Sá var nú ekki að ljúga.“
Um þessa stöku Þorgeirs Magn-
ússonar segir Ragnar Ingi Að-
alsteinsson: „Endurvinnsluvísa.
Þessi er dásamleg“:
Finni ég löngun, faðir minn,
að fá mér ögn í tána
hönd þín leiði mig út og inn
alla leið á krána.
Hjörtur Benediktsson yrkir við
mynd af BBQ-kónginum til skýr-
ingar:
BBQ-kóngurinn kveikir eld
úr kolagrillinu rýkur
fullsaddir allir eru í kveld
íbúar Grindavíkur.
Norður í Mývatnssveit yrkir
Friðrik Steingrímsson og spyr: „Er
ég að missa af einhverju?“:
Latur gjarnan heima hangi
horfi varla á fréttirnar,
mér skilst að það sé gos í gangi,
getur einhver sagt mér hvar?
Hreinn Guðvarðarson svarar:
Inniveru oft þú kaust
(allir hugsa um sig)
Einhver veit það efalaust
en ekki að spyrja mig.
Indriði Aðalsteinsson hnykkir á:
Friðrik ekkert fann í blöðum
fróðleik engan sá á skjá.
Gos er núna á Geldingsstöðum.
Gengur býsna mikið á.
Anna Dóra Gunnarsdóttir segir
að ef hún muni rétt hafi einhver
verið að leggja til að samin verði
klepraverk:
Þegar jörðin skekst og skelfur,
skutlar flákum hrauns um völl,
líst mér eins og eldsins elfur
ætli að hlaða kleprafjöll.
Guðrún Egilson orti eftir hrunið
haustið 2008:
Þaðan geisar nú gjaldþrotahrina
og gapuxar benda á hina.
Mér ungri var kennt
og á það skal bent
að auður er valtastur vina.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Góð upprifjun
og endurvinnsluvísa