Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Undanfarið hefur mikið verið rætt um svokallaða slaufunarmenningu (e. cancel culture) en hún afhjúpar ýmis mörk í mannlegu félagi. Það var meðal annars með þetta í huga sem blaðamanni lék hugur á að vita hvert Sigurjón Árni Eyjólfsson, prestur og fræðimaður, telur sam- félagið vera að stefna en hann tekur mörg helstu álitaefni samtímans fyrir í ritgerðasafninu Að ná áttum: 18 ritgerðir sem kom út hjá Hinu ís- lenska bókmenntafélagi. Ekkert eitt kerfi tekið gilt – Hvers vegna þessi titill? „Eftir fall Berlínarmúrsins var heiminum ekki lengur skipt í tvö meginsvið, austur og vestur, heldur kom fram á sjónarsviðið marg- breytileg samfélagsgerð. Vissulega var litið svo á að efnahagskerfið væri sigurvegarinn í þessum átökum milli austurs og vesturs. Alþjóðahyggjan og nýfrjálshyggjan urðu mótandi í efnahagsmálum. Þetta hafði þær menningarlegu afleiðingar að ekkert eitt allsherjar skýringarkerfi var tekið gilt. Póstmódernisminn varð þá eiginlega allsráðandi og dró fram hve brotakennd sýn mannsins á til- veru sína var og er. Bókin er tilraun til að greina þessa stöðu sem mið- aldra þjóðkirkjuprestur og þá af sjónarhóli lútherskrar guðfræði.“ Kynjafræðin síðasta stórsagan – Þú ræðir hugmyndastrauma samtímans. Segir m.a. að kynja- fræðin sé eina stórsagan sem eftir er þegar litið er yfir hugmyndasögu 20. aldar. Hvað áttu við með því? „Þegar maður lítur yfir umræðu síðustu 40 ára eru fjögur viðfangs- efni sem móta umræðuna. Fyrst ber að nefna spurninguna um mannrétt- indi og vægi þeirra. Í öðru lagi er það femínisminn sem er nátengdur mannréttindum, og svo er staða trúarbragða í fjölmenningarsam- félagi nútímans viss útfærsla á þess- um spurningum. Í fjórða lagi er það pólitískur rétttrúnaður og pópúl- ismi. Þegar þetta er skoðað nánar má segja að femínisminn sé eina stóra, marglaga stefnan sem á að sameina alla þessa þætti. Vægi jafn- réttismála sker úr um afstöðu fólks innan allra þessara málaflokka. Í námum í gamla daga voru hafðir fuglar og eins lengi og þeim vegnaði vel var óhætt í námunni. Segja má að jafnréttismálin og jafnræðis- reglan hafi svipað hlutverk í nútíma- samfélagi. Þegar réttindi fólks eru ekki virt er það merki um eitthvað sé ekki lagi og viðvörunarbjöllur ættu að fara af stað.“ Kynjafræðin orðin víðfeðm – Þú segir ekki koma á óvart að femínisminn eða kynjafræðin skuli eiga, líkt og aðrar stórsögur, sinn rétttrúnað? Hvernig birtist sá rétt- trúnaður? „Vegna þessa mikilvæga hlut- verks í almennri umræðu má skilja hve víðfeðmar þessar greinar eru orðnar, t.d. í háskólasamfélaginu þar sem straumar og stefnur innan hans hafa löngum verið mjög ólíkar. Í raun er það skylda háskólasamfé- lagsins að tryggja opna og víða um- ræðu þar sem fjölbreytni ríkir. Þannig sinnir háskólinn sínu gagn- rýna hlutverki í samfélaginu og ræktar gagnrýna og opna umræðu. Sé það ekki gert leiðir það til ein- hvers konar „rétttrúnaðar“, þar sem ein útfærsla er gerð algild á kostnað margbreytileika innan stefnunnar og þar með samfélagsins alls.“ Kant varaði við hættunum – Þú skrifar að líkt og í öllum rétt- trúnaði sé gagnrýnni hugsun skipt út fyrir hlýðni á þessu sviði. Það má skilja að þú sért slíkum viðhorfum mótfallinn. Hvers vegna? „Ég hallast að sjónarmiðum Kants, en hann lagði mikla áherslu á sjálfræði og frelsi mannsins og var- aði við hættunum sem grafa undan því. Þetta birtist t.d. skýrt í frægri tilvitnun hans um leti og rag- mennsku sem hann sagði vera „or- sakir þess að svo stór hluti mann- kyns er enn fús til að ala allan sinn aldur í ósjálfræði, þrátt fyrir að nátt- úran hafi fyrir löngu leyst mennina undan framandi handleiðslu. […] Það er svo þægilegt að vera ósjálf- ráða. Ef ég á bók sem hefur vit fyrir mér, sálusorgara sem tekur á sig samviskukvalir mínar, lækni sem ákveður mataræði mitt o.s.frv., þá þarf ég vitanlega ekkert að leggja mig fram sjálfur. Ég þarf ekki að hugsa, ef ég get aðeins borgað“.“ Falla í gildru móralisma – En hvað með slaufunarmenn- inguna (e. cancel culture)? Nú hafa margir ríka þörf fyrir að taka þátt í hóprefsingum á netinu gagnvart þeim sem óhlýðnast boðskapnum, eða gerast sekir um syndsamlegt líf- erni. Er þetta afturhvarf til gömlu guðfræðinnar, þegar meiri áhersla var lögð á refsingu en fyrirgefningu? „Þessi slaufunarmenning sem nú er mikið til umræðu er ein birtingar- mynd þess þegar tekið er á knýjandi vandamálum með því að falla í gildru móralisma. Einkenni móralisma er að mikilvæg málefni eru sett á odd- inn sem nauðsynlegt er að taka á, en allt annað virðist þurfa að víkja fyr- ir. Við þekkjum vel til slíkra átaka í ritningunni, t.d. þegar í spekiritinu Prédikaranum þar sem mönnum með mjög einstrengingslega sýn á mannlega tilveru er bent á hve margbreytilegur veruleikinn er og að slíkt einsýni opinberi bara að allt sé hégómi og eftirsókn eftir vindi. Sama er upp á teningnum í deilum Jesú við farísea og átökum Páls við fulltrúa lögmálshyggju í frum- kristni. Þetta á einnig við um Ágúst- ínus kirkjuföður og Martein Lúther sem báðir tókust á við fulltrúa mór- alisma síns tíma, eða eins og þeir kölluðu það: fulltrúa verkaréttlæt- ingar. En einkenni verkaréttlæting- arinnar er ofuráhersla á hlýðni og refsingu í stað náðar og fyrirgefn- ingar sem byggist á kærleika Guðs.“ Fer ekki fram í tómarúmi – Þú skoðar sem lútherskur guð- fræðingur rit þekktra femínista, á borð við Simone de Beauvoir, og dregur fram þá þætti sem eiga sér hliðstæðu í guðfræðilegri orðræðu. Hvers vegna sú nálgun? „Guðfræðileg orðræða fer ekki fram í neinu tómarúmi. Nú á dögum er mikið rætt um þverfaglega nálg- un. Þegar þekktir höfundar á borð við Simone de Beauvoir eru lesnir kemur í ljós að þeir takast á við sömu vandamál og guðfræðingar. Frægt dæmi um þetta er t.d. bók hennar Allir menn eru dauðlegir. Þar tekst hún á við erfitt guðfræði- legt vandamál sem er líf mannsins í skugga dauðans og spyr hvort lífið sé merkingarlaust án dauðans.“ – Þú skrifar að innan kynjafræð- innar skipi útópían, eða staðleysan, mikilvægan sess. Hvers vegna? „Ég vil frekar taka dæmi af dystópíu. Margaret Atwood skrifaði fyrir mörgum árum Sögu þern- unnar, en í henni er dregin upp mynd af samfélagi sem stjórnað er af fúndamentalistum sem setja sam- félaginu öllu þröngar skorður af því að þeir telja að það sé fólki fyrir bestu. Staða kvenna í sögunni er mjög erfið og undir hæl feðraveld- isins. Merkilegt er að á mótmælum klæðast konur oft þeim búningum sem þernurnar í sögunni klæðast til að undirstrika þá lýðræðisskerðingu sem verið er að mótmæla. Þetta sjáum við t.d. í fréttum frá Póllandi og S-Ameríku. Þetta sýnir mikilvægi þessarar dystópíu. Atwood hefur skrifað aðra bók um dystópíu þar sem taumlaus nýfrjálshyggja leiðir til hruns alls samfélagsins. Hún er aldrei að skapa framandi heim í sög- um sínum, heldur að greina heiminn sem við þekkjum þegar af eigin reynslu. Samfélagsgreining hennar snertir mann.“ Staðalímyndir af körlum – Þú fjallar svo um karllægar hug- myndir og Ritninguna: „Þar er ekki einungis ýmislegt sem erfitt er að heimfæra upp á feðraveldi heldur er nær ómögulegt að greina þar nokkra heildstæða mynd af því sem geti talist karllægt.“ Hvers vegna telurðu ástæðu til að taka þetta fram? „Til að andmæla staðalímyndum af körlum sem sífellt er verið að tefla fram. Myndir af karlmönnum í Ritn- ingunni eru marglaga og flóknar og alls ekki hægt að leggja að jöfnu við hetjur sem komu, sáu og sigruðu. Öðru nær. Nægir hér einungis að huga að sögu Abrahams, Ísaks og Jakobs eða Móse og sérstaklega köllunarsögu hans. Raunin er sú að spámennirnir í Gamla testamentinu eru alltaf ófúsir að gegna hlutverki sínu og þeir eru engar hetjur. Nefna mætti mörg fleiri dæmi um karla í Biblíunni sem eiga ekkert skylt við þær hugmyndir sem nú eru áber- andi í umræðunni um feðraveldi.“ Vernda þarf grunnréttindi – Svo eru það mannréttindamálin. Þú skrifar að mikilvægt sé að mann- réttindi snúi að raunverulegum að- stæðum fólks en séu ekki einungis huglæg. Telurðu að mannréttinda- barátta samtímans sé á villigötum? Ef svo, hvernig birtist það? „Mannréttindi snúast fyrst og fremst um réttindi einstaklingsins til þess að njóta þeirra réttinda sem honum eru gefin með lífi hans. Meginþunginn hvílir hér á frelsinu og sjálfræði mannsins, sem felst t.d. í tjáningarfrelsi og svo framvegis, og getur inntak mannréttinda því varla afmarkast við frjálst flæði fjár- magns og alþjóðavæðingar. Grunn- réttindi þarf að vernda og gæta að því að þau séu ekki misnotuð.“ Haldið frá umræðunni – Svo er það kaflinn „Fordómar og fúndamentalismi“. Þú skrifar að jafnvel „smæstu trúarskírskotunum [sé] jafnað við „fúndamentalisma““, sem sé „gert til þess að halda til- teknum röddum frá opinberri um- ræðu“. Hvernig birtist sú útilokun? „Á Vesturlöndum var á síðustu öld almennt gengið út frá vissri af- helgun samfélagsins sem myndi leiða til þess að trú og trúarbrögð yrðu óþörf, þ.e.a.s. þegar menntun og almenn velmegun jykist. Nor- ræna velferðarkerfið var að vissu leyti holdtekja þessarar útópíu, af- leiðingar þessa var að trú og trú- málum var vísað á svið einkalífsins. Þau voru í raun nokkuð sem ekki átti að ræða um opinberlega. Í öfgakenndri mynd mætti orða það svo að aðskilnaður ríkis og kirkju átti að leiða til þess að trúin og kirkjan væru ekki sýnileg í opin- beru rými. Hér er trúarleg umræða ekki tekin gild þar sem hún er hér álitin lúta einhverjum öðrum og óræðum lögmálum. Hættan við þetta er að hún lokast af í þröngum hópum og það getur jafnvel leitt til þess að almennt sé farið að líta á trúarlega umræðu undir formerkj- um „fúndamentalisma“. Vesturlönd standa því algerlega ráðalaus gagn- vart trúarlegri umræðu þegar hún kemur með fullum krafti aftur inn á hinn pólitíska vettvang og þá ekki aðeins í alþjóðlegu samhengi heldur einnig í tengslum við innanríkismál.“ Veitir einfalda heimsmynd – Þú skrifar um „afhelgað fjöl- hyggjusamfélag“ nútímans og um aðdráttarafl fúndamentalisma í óreiðukenndum heimi. Hvernig birt- ist þetta? Er þetta áhyggjuefni? „Jesús sagði að maðurinn lifði ekki á brauði einu saman. Maðurinn þarfnast andlegrar næringar. Þegar öll mál eru skilgreind beint eða óbeint sem efnahagsmál er þessi þörf ekki virt. Maðurinn þarf þá að leita sér samfélags sem snýst um einhver gildi sem veita lífsfyllingu. Ef samfélagið býður ekki upp á það með öflugu menningarstarfi sem kristindómurinn er hluti af, þá af- hendir ríkisvaldið þetta svið hópum sem ráða illa við það en veita fólki skýra og einfalda heimsmynd í þver- stæðukenndum heimi. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari þróun.“ – Þú fjallar um trúarlegt og hug- myndafræðilegt kennivald. Er ekki ljóst, af framansögðu, að við höfum djúptæka þörf fyrir að lúta kenni- valdi og erum þá ósjaldan reiðubúin að setja gagnrýni til hliðar, svo við föllum betur að hópnum? „Við aðhyllumst vissar kenningar, stefnur og strauma, af því að þær hafa sannað sig í skýringargildi sínu. Þetta eru greiningartæki og hagnýt fyrir daglegt líf. Kennivald slíkra kerfa byggist á því að þau reynast vel. Maðurinn heldur í það sem gagnast honum. Á þeim grunni segir hann „við höfum alltaf gert þetta svona“. Þannig öðlast hugmyndir kennivald, sem sanna sig í reynslu fólks í lifandi samtali og stöðugri endurskoðun. Þegar þetta samtal á sér ekki stað eða það er hindrað með röksemdafærslum eins og þeim: „þú verður að vera hluti af hópnum, þú átt ekki að rugga bátnum“ o.s.frv., þá er hætta á ferð,“ segir Sigurjón. Leiðarvísir á tímum útilokunar - Sigurjón Árni Eyjólfsson kryfur mörg helstu álitaefni samtímans í ritgerðasafninu Að ná áttum - Slaufunarmenningin sé afturhvarf til móralista - Uppgangur fúndamentalista sé áhyggjuefni Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson hefur köllun til skrifta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.