Morgunblaðið - 25.03.2021, Síða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
www.danco.is
Heildsöludreifing
yrirtæki og verslanir
Sumarleikföng í úrvali
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Spaðasett
Frozen m/Bolta
Spiderman m/Bolta
Hlaupahjól
EVO - Inline ABEC
Plop up fidget
ainbow
Pop-Up tjald
PAW PATROL
og Unicorn
85x85x95cm
-
Hoppubolti
Frozen II - 50 cm
Plop up fidget
Lyklakippur
Boltar
FROZEN - 60 mm
Peppa Pig
Eldhús m/áhöldum
66x80 cm
Þ
að er erfitt að gera sér
grein fyrir því hvort bókin
Klón sé tragedía eða kóm-
edía og líklega situr hún
beggja vegna borðsins. Umfjöll-
unarefnið er óvenjulegt en raun-
verulegt; klónun
hundsins Sáms
og afurðin: Sam-
son. Um er að
ræða eins konar
ljóðsögu sem
sækir innblástur
sinn í ákvörðun
forsetahjónanna
fyrrverandi,
Ólafs Ragnars
Grímssonar og Dorrit Moussaieff,
um að klóna ástkæran hund sinn.
Áður en Samson varð til
var Sámur það sem Samson átti að
verða síðar
en ekki strax.
Það var ekki eftirspurn eftir Samsoni
þá.
Samson varð til vegna
eftirspurnarinnar
og vegna framboðsins.
En þótt Samson, og tilkoma
hans, sé aðalumfjöllunarefni bók-
arinnar leitar höfundurinn, Ingólfur
Eiríksson, einnig skilnings á klónun
yfir höfuð. Höfundur varpar óbeint
fram spurningum um hlutverk
mannsins í sköpunarverkinu og
heimild hans, eða skort á heimild,
til endurlífgunar, ef svo má að orði
komast.
Í bókinni er litið bæði aftur á
bak og áfram í tíma, hvað varðar
stöðu klóna í þessum heimi. Í því
skyni er einræktaða kindin Dollý
nefnd og saga hennar sögð stutt-
lega í sorglegu ljósi. Að auki nefnir
höfundur súrrealistann Salvador
Dalí til sögunnar og varpar ljósi á
það hvernig hann var, að mati höf-
undar, óbeint klónaður með því að
vera nefndur í höfuðið á látnum
bróður sínum.
Ef Salvador hefði ekki dáið
þá hefði Salvador aldrei orðið
Salvador
En til þess að hann yrði Dalí
var nauðsynlegt fyrir hann að vera
Salvador fyrst.
Það er kannski súrrealískt?
Þessi túlkun höfundar á klónun
Salvadors er vel rökstudd og raun-
ar mjög framúrstefnuleg. Með
henni tengjast þeir Samson sterk-
um böndum, tvær eftirmyndir í
heimi fullum af frummyndum.
Einnig dregur samlíkingin fram
þann súrrealisma sem felst í klón-
un, en höfundur telur einmitt að
meint klónun Salvadors hafi skapað
súrrealismann.
Salvador vildi vera barn
En foreldrar hans neyddu hann til að
vera Salvador.
Þannig varð súrrealisminn til.
Á sama tíma og samlíkingin er
sorgleg er hún einnig býsna fyndin.
Hið sama má segja um mörg ljóð
bókarinnar, lesandinn veit ekki
hvort hann á að hlæja eða gráta,
þegar það væri líklega best fyrir
hann að gera hvort tveggja.
Myndskreytingar Elínar Eddu
gæða bókina enn meira lífi og er
túlkun hennar á Samsoni, sem lítur
samtímis til framtíðar og fortíðar,
eftirtektarverð. Samson lítur út
fyrir að bera á herðum sér bæði
fortíð Sáms og framtíð sín sjálfs.
Þá virðist ásjóna hans fela í sér ljóð
Ingólfs um Samson og þannig
tengjast myndirnar og textinn
sterkum böndum.
Eins og áður segir vinnur ljóð-
sagan einungis með eitt þema;
klónun, og þótt af nægu sé að taka
í þeim efnum verður sagan eilítið
endurtekningasöm. Það er synd þar
sem hæfileiki höfundar til að
hrinda af stað nýjum vangaveltum
er augljóslega fyrir hendi. Þetta
dregur bókina þó ekki mikið niður
og má jafnvel segja að frumlegheit
og hnyttni nái nánast að breiða yfir
endurtekningarnar.
Heilt yfir er ljóðsagan, eða eftir-
myndasagan, Klón frumlegt, ferskt
og framúrstefnulegt eintak sem
áhugafólk um íslenskar bókmenntir
ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
Höfundarnir Klón eftir Ingólf Eiríksson og Elínu Eddu er sögð frumleg,
fersk og framúrstefnuleg bók sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
Að klóna, eða
klóna ekki
Ljóð
Klón
bbbbn
Eftir Ingólf Eiríksson og Elínu Eddu.
Mál og menning, 2021. Kilja, 80 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Heimildamyndin Hækkum rána í leikstjórn Guðjóns
Ragnarssonar hefur verið valin til þátttöku á heimilda-
myndahátíðinni HotDocs sem haldin er í Toronto. Há-
tíðin er ein stærsta sinnar tegundar í heiminum.
Hækkum rána er ein finn mynda sem valdar eru inn í
skóladagskrá hátíðarinnar, „Docs for Schools“, og
verður hún því aðgengileg öllum grunnskólabörnum á
aldrinum 13-18 ára í Kanada ásamt vönduðu kennslu-
efni sem hefur verið útbúið.
Heimildamyndin fjallar um réttindabaráttu 8-13 ára
stúlkna sem vilja breyta viðmiðum í kvennakörfubolta
á Íslandi. Þær eru þjálfaðar af óvenjulegum þjálfara,
Brynjari Karli Sigurðssyni, sem hækkar í sífellu rána.
Hefur myndin vakið athygli og umtal hér.
Hækkum rána á hátíð í Kanada
Atriði úr myndinni
Hækkum rána.
Þýski myndlistarmaðurinn Andr-
eas Gursky kynnti í gær fyrir
blaðamönnum viðamikla yfirlits-
sýninguna á verkum hans sem verð-
ur opnuð í dag í listasafninu Mus-
eum der bildenden Künste í
Leipzig. Gursky, sem fæddist árið
1956, er einn þekktasti myndlistar-
maður samtímans, víðkunnur fyrir
flennistór ljósmyndaverk sem hann
fellir iðulega saman úr fjölmörgum
myndrömmum. Meðal verka á sýn-
ingunni er „Rhein II“ en fyrir tíu
árum var eintak af verkinu, 360 cm
breitt prent, selt á uppboði fyrir 4,3
milljónir dala sem var hæsta verð
sem nokkru sinni hafði verið greitt
fyrir ljósmyndaverk.
Á sýningunni í Leipzig eru yfir
200 verka Gurskys frá öllum ferli
hans en öll tengjast þau á einn eða
annan hátt félagslegu athæfi
manna, í viðskiptum, við vinnu, í
leyfum eða til að mynda á fjár-
málamörkuðum eða við bygging-
arframkvæmdir. Verk hans þykja
einstaklega hrífandi á formrænan
hátt og iðulega afhjúpa hinn mann-
gerða heim á upplýsandi hátt.
AFP
Dáður Listamaðurinn Andreas Gursky með nokkrum verkanna á sýningunni í Leipzig. Til hægri er „Rhein II“ sem
fyrir tíu árum varð dýrasta ljósmyndaverk sögunnar þegar það var selt fyrir 4,3 milljónir dala á uppboði.
Úrval verka Gurskys
Viðskipti Blaðamaður rýnir í ljósmyndaverkið „Amazon“ (2016).