Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 4
Erum á réttri leið
Núverandi aðalstjórn félagsins tók við á aðalfundi félagsins 15. júlí
2015. Ný stjórn setti strax í forgang aðstöðumál og lagfæringar á
umhverfi félagsins sem og að styrkja íjárhag félagsins. Það má segja
að svæðin okkar á þessum tíma hafi ekki litið vel út. Stúkan ónýt
og í niðurníðslu við Valbjarnarvöll, stúkan við gervigrasið að ryðga í
sundur, allar girðingar meira og minna ónýtar o.s.frv.
Öll mannvirkin sem Þróttur notar eru eign Reykjavíkurborgar og það
er því á ábyrgð borgarinnar að veita þeim eðlilegt viðhald, sjá til þess
að girðingar séu í lagi o.s.frv. í hönd fóru fjölmargir fundir með
Reykjavíkurborg sem heilt yfir gengu vel og má segja að nú sé mjög
margt í mun betra ástandi og allt önnur ásýnd á félagssvæðinu en
áður var, þótt vissulega megi alltaf gera betur.
Haustið 2015 var sett nýtt gervigras á aðalvöll félagsins, Eimskipsvöll-
inn. Grasið var stærra en það sem áður var. Nú eru fjögur ár liðin
og því miður kominn aftur tími á að endurnýja grasið á nýjan leik.
Iðkendur okkar eru það margir að grasið eyðileggst mun hraðar en
telst eðlilegt. Það segir sig sjálft að þegar hátt í 900 iðkendur nota
eitt og sama grasið eyðileggst það hratt. Ekkert gervigras í Reykjavík
er notað jafn mikið og okkar gras. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og
þétt sl. ár og nú er raunverulega hætta á að við getum ekki tekið við
fleirum vegna aðstöðuleysis yfir vetrartímann. Ljósin á gervigras-
vellinum eru löngu úrelt og er komið samþykki á að setja upp ný ljós
við völlinn nú í vetur. Þau eyða minni orku og ljósmengun frá þeim
er mun minni en frá núverandi ljósum.
Stúkan við gervigrasið hefur verið endurnýjuð og er nú hið glæsileg-
asta mannvirki. Þetta var mikil framkvæmd sem tók langan tíma, en
allt burðarvirki var fjarlægt og stúkan byggð upp að nýju. Komið var
fyrir góðri aðstöðu fyrir fjölmiðlafólk og keypt fullkomið hljóðkerfi.
Stúkan tekur um 900 manns í sæti eftir breytingar.
Árum saman hafði stóri salurinn í kjallaranum verið leigður út. Við
ákváðum að taka hann undir starfsemi félagsins og breyta honum í
lyftinga- og endurhæfingasal. Við höfum fjárfest í töluvert af búnaði
og er aðstaðan mikið notuð af öllum deildum og fjölda fiokka. Þetta
kemur sér vel fyrir deildirnar sem þurfa ekki lengur að kaupa aðstöðu
af líkamsræktarstöðvum í nágrenninu.
Félagið keypti 200 fm tjald sem staðsett er við austurenda gervi-
grasvallarins. Ráðast þurfti í töluverðar framkvæmdir til að jarðvegs-
skipta og helluleggja jarðveginn undir tjaldinu. Tjaldið hefur verið
mikið notað i kringum heimaleikina og einnig á knattspyrnumót-
unum okkar. Einnig voru keyptir bekkir og stólar fyrir 200 manns.
Nú í sumar gáfu svo eldri leikmenn félagsins hljóðkerfi til að hafa í
tjaldinu.
Búið er að skipta um alla stóla og borð í hátíðarsalnum okkar sem er
með mun betri ásýnd en áður var. Einnig er komið nýtt hljóðkerfi
og gott svið sem hægt er að nota líka í tjaldinu okkar. Einnig hefur
verið fjárfest í öflugu myndavéla- og eftirlitskerfi frá Securitas. Tugir
myndavéla hafa verið settar upp bæði úti og inni, en talsvert bar á
þjófnuðum á svæðinu. Kerfið hefur strax sannað sig því eftir að það
kom upp hefur varla komið upp þjófnaðarmál.
Valbjarnarsvæðið hefur tekið miklum breytingum eftir að það náðist í
gegn að fjarlægja gömlu steinstandana og stúkuna. Við þetta stækkar
æfinga- og keppnissvæðið umtalsvert og er nú hægt að leika þvert á
tveim löglegum völlum auk þess sem til varð verulegt aukið æfinga-
svæði. í áætlun félagsins til næstu fimm ára gerum við ráð fyrir að á
svæðið komi allavega tveir nýir upplýstir og upphitaðir gervigras-
vellir. Okkar von er sú að strax á næsta ári hefjist framkvæmdir við
gerð þessara nýju valla þannig að þeir verði tilbúnir til notkunar
veturinn 2020 - 2021.
Þegar aðstaða okkar er skoðuð í samanburði við önnur hverfisfélög
í Reykjavík, hafa þau öll eigið íþróttahús og sum tvö eða þrjú og
sama á við um gervigrasvelli. Það er ekki sanngjarnt á neinn hátt að
börn og íbúar við Laugardalinn hafx ekki sömu tækifæri til að stunda
inniíþróttir og íbúar annarra hverfa. Við Þróttarar búum í hverfi sem
hefur stækkað og mun stækka enn frekar á næstu árum í kjölfar
þéttingu byggðar. Aðalstjórn félagsins setti sér skýra framtíðarsýn
sem er til umþöllunar hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt henni mun
félagið fá nýtt íþróttahús, sem einnig nýtist Laugamesskóla og
Laugalækjarskóla, og a.m.k tvo nýja gervigrasvelli á Valbjamarsvæðið.
4