Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 8
í byrjun 9. áratugarins stóð félagið framarlega á öllum sviðum. Blak-
deildin var að hefja sína miklu sigurgöngu, handboltamenn í Þrótti
afrekuðu að vinna bikarmeistaratitillinn 1981 og fylgdu þvi eftir með
eftirminnilegum árangri í Evrópukeppninni árið eftir; og knattspyrnu-
lið félagsins lék í efstu deild. En blikur voru á loft, íbúar hverfisins
voru að eldast og færri börn ólust þar upp en áður. Handboltinn sem
hafði náð svo miklu flugi átti erfitt með að fjármagna rekstur sinn
næstu árin og skuldir hrönnuðust upp. Að lokum fór svo að deildin
hætti að mestu starfsemi 1989. Gullkynslóð blakara í Þrótti eltist
líka, og svo fór að ótrúlegri sigurgöngu þeirrra lauk. En ný kynslóð
blakara var þó handan hornsins og blakarar áttu eftir að ná vopnum
sínum að nýju.
Það voru jafnframt mikil vonbrigði að á 40 ára afmæli félagsins var
meistaraflokkur karla í knattspyrnu í gömlu 3. deildinni, í fyrsta
sinn í sögu félagsins. Það hafði verið skammt stórra högga á milli
en félagið hafði fallið úr efstu deild árið 1985 og svo úr annari deild
1988. Þróttur hafði ráðist í gerð nýs grasvallar á félagssvæðinu í
tilefni 40 ára afmælisins, sem var vígður þá um sumarið. Grunnur
að nýrri stúku reis við norðurenda svæðisins en til bráðabirgða var
komið fyrir lítilli tréstúku, Páfastúkunni, sem Þróttur hafði fengið
gefins eftir heimsókn Jóhannesar Páls páfa 2 fyrr á árinu. En með
hjálp gamalreyndra Þróttara tókst félaginu að vinna sig upp í aðra
deild, í annari tilraun 1990. Um svipað leyti, þ.e. 1989, var ný deild
jafnframt stofnuð í Þrótti, tennisdeild. Komið var upp glæsilegri
tennisaðstöðu við suðurenda malarvallarins, og á næstu árum unnu
tennismenn í Þrótti ótal verðlaun.
Á 9. áratugnum höfðu verið uppi hugmyndir um að flytja starf-
semi Þróttar niður í Laugardal. Einkum horfðu menn á svæði sem
KFUM/K hafði við Holtaveg. Mikil uppbygging hafði farið fram á
félagssvæðum annarra félaga í borginni og ljóst að aðstaðan inni við
Sund var orðin aðþrengd. Ýmsar hugmyndir voru þó uppi um hvernig
bæta mætti þáverandi aðstöðu. Til að mynda samþykkti borgarráð
að leggja gervigras yfir gamla malarvöllinn. Gervigrasvellir voru fáir
á þessum árum, fyrsti hafði verið lagður 1984 í Laugardal á þeim
stað þar sem Eimskipsvöllurinn er nú. Um svipað leyti og borgin
var í viðræðum við Þrótt um gervigrasvöll fékk Leiknir fyrst félaga
sinn eigin gervigrasvöll. Þróttarar höfðu þó uppi stærri hugmyndir,
og lögðu til við borgina að skipta á gervigrasvellinum fyrir yfirbyggt
knatthús við vesturenda félagsheimilisins. Þar með hefði Þróttur
orðið fyrst félaga til að taka knatthús í notkun á íslandi, þó skal þess
getið að ekki hefði verið um heilan knattspyrnuvöll að ræða.
Hugmyndin um knatthúsið mætti mikilli andstöðu nágranna
félagsins. í viðræðum við borginna var bryddað upp á hugmyndum
um flutning félagsins, og að þessu sinni var hljómgrunnur meðal
borgaryfirvalda fyrir þeirri hugmynd. í skiptum lét Þróttur af hendi
félagssvæði sitt en fengi í staðinn félagsheimili og æfingavelli í
Laugardal auk þess sem Þróttur fengi afnot af keppnisvöllum í
dalnum, þ.m.t. Laugardallsvelli auk forgangs á æfingatíma í Laugar-
dalshöll. Sumarið 1997 var formlega gengið frá samningum um nýtt
félagssvæði Þróttar, og það var vel við hæfi þegar Vörubílastöðin
Þróttur „flutti“ Þrótt, a.m.k. marga Þróttara, þegar síðasti heima-
leikur sumarsins fór fram gegn FH.
Landnám að nýju, að þessu sinni í Laugardal.
Það er óhætt að segja að það hafi verið bylting fyrir félagið að fiytjast
frá Sæviðarsundinu og í Laugardal. Mestu munaði um að nú var
félagið komið í návígi við fjölmennt hverfi, Laugarneshverfið. Það
hafði verið róttgróið Fram-hverfi á þeim árum sem ég var að alast
upp, en núna kom til sögunnar ný kynslóð Laugarnes-Þróttara, til
liðs við Sæviðarsunds-Þróttara og Holta-Þróttara.
Ein af hugmyndum borgarinnar með flutningi Þróttar var að koma
á auknu samstarfi við Ármann. Ármann var þá með aðstöðu inni í
Túnahverfinu. Félagið hafði þó ekki verið í beinni samkeppni við
nágranna sína í Fram og Þrótti, heldur fremur einblínt á íþróttir sem
nágrannafélögin höfðu ekki boðið upp á. Handbolti var endurvakinn í
samstarfi við Ármann sem og körfubolti og léku liðin undir merkjum
beggja félaganna. Árið 2004 fluttu Ármenningar svo úr Túnunum og
við hlið Þróttar. Innan borgarinnar vonuðust menn að félögin tækju
skrefið til fulls og myndu sameinast en menning félaganna var ólík
og snemma varð ljóst að ekki yrði af sameiningu. Þróttur tók að sér
handboltann en Ármenningar körfuboltann.
Eins og við höfum rifjað upp þá tók tíma að byggja upp aðstöðuna
inni við Sæviðarsund, og sama var upp á teningnum núna. Það
drógst að leggja nýja tennisvelli og starfsemi tennisdeildar félagsins
var því á hrakhólum um tíma. Eins kom í ljós að Laugardalshöll var
ekki sú lausn sem blakarar og handboltamenn höfðu vonast eftir.
Höllin er öðrum þræði sýninga- og viðburðarhöll og fyrir vikið falla
æfingar reglulega niður. Ekki voru blakvellir settir í Höllina strax og
því var starfsemi blakdeildar að mestu flutt í íþróttahús Kennara-
háskólans við Háteigsveg um tíma en yngri flokkar félagsins hafa nú
haft Vogaskóla (eða MS) sem athvarf sitt í yfir 40 ár.
Stjórn Þróttar 2001-2002 - e.r.f.v. Rúnar Már Sverrisson, Ágúst Tómasson,
Stefán Laxdal n.r.f.v. Kristinn Einarsson, Guðrún Inga Sívertssen.
Þegar við horfum yfir 70 ára sögu Þróttar þá sjáum við nokkrar
áberandi línur. Félagsandinn hefur fleytt félaginu svo ótrúlega langt,
og sannast sagna ótrúlegt að félagið hafi lifað af fyrstu árin á Holtinu.
Um svipað leyti og Þróttur var stofnaður voru önnur knattspyrnu-
félög stofnuð, sem öll lognuðust út af á skömmum tíma. Þrótti var
ætlað að vaxa og dafna. Það var gæfuspor að fiytja félagið austur í
bæ, a.m.k. fyrir mig því annars hefði ég sennilega ekki orðið Þróttari,
verandi alinn upp á Langholtssveginum. Næsta skref var svo flutn-
ingur félagsins í Laugardal, annað gæfuskref. Nú þegar þessi grein er
sett saman í tilefni 70 ára afmælisins eru uppi hugmyndir að Þróttur
eignist í fyrsta sinn sitt eigið íþróttahús. Það }n:ði gríðarleg lyftistöng
fyrir félagið sem hefur náð svo glæstum árangri í innanhúsgreinum
í sögu sinni. Einnig er spennandi til þess að horfa að íbúum í Þróttar-
hverfinu mun fjölga umtalsvert á næst-komandi árum. Nú í ár á
Þróttur fleiri iðkendur í knattspyrnu en önnur lið í Reykjavik. Það
verður spennandi að fiétta 100 ára afmælisblaðinu 2049 og sjá hvar
Þróttur verður staddur þá. Maður leyfir sér að vona að árangur
félagsins verði góður á öllum vígsstöðum, enda verður félagið þá með
stærstu félögum landsins. Það eru sannarlega stór skref frá stofnun
félagsins við Ægisíðu, og verður spennandi að fylgjast með.
Eyjólfur Jónsson stofandi Þróttar við vígslu fyrsta æfingavaltar Þróttar
í Laugardal.
8