Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Side 10
Köttararnir - Bylting í íslenskri vallasögu
Köttararnir komu eins og hvirfilbylur inn í íslenskan fótbolta við
stofnun klúbbsins laugardaginn 18. maí 1996. Á þeim tíma heyrðist
ekki bofs í áhorfendum á völlunum, enginn klæddi sig upp í búning
síns félags fyrir vallarferð og skipulagður stuðningur þekktist ekki.
Það voru nokkrir ungir og þrælsprækir menn, sem voru rótin að
stofnun Köttaranna - vinir sem höfðu alist upp og kynnst í Þrótti
- voru nú hættir formlegri boltaiðkun en langaði að leggja sitt af
mörkum til að styðja félagið sitt. Mættu á heimavöll félagsins í
Sæviðarsundi og þóttu með eindæmum, léttir, uppfinningarsamir og
í það heila léttruglaðir á sinn gamanasama hátt. Mesta hrósyrði sem
leikmenn gætu fengið af þeirra hálfu, var að þeir væru köttaðir, þ.e.
sjá mætti í línurnar í sundi. Og frá þessum hópi kom slagorð Þróttar,
Lifi Þróttur, sem síðan hefur lifað með félaginu enda einstakt.
Hvað er Köttari? - því var lýst á stofnfundinum:
Markmið Köttara er að elska og styðja Þrótt, ásamt því að skemmta
sér og öðrum. Köttarar eru lævísir og liprir eins og kötturinn og fara
sínar eigin leiðir. Orðið kemur upphaflega úr Þróttmikilli íþróttagrein
en hefur síðan öðlast víðari merkingu. Það þykir til dæmis spennandi
þegar tekið er köttað innkast. Kött er m.ö.o ákveðinn lífsstíll þótt
varla verði stofnaður stjórnmálaflokkur um fyrirbærið.
Nokkur köttuð boðorð voru einnig kynnt til sögunnar:
Köttarar eru með línurnar í lagi, þ.e. rauðar, hvítar og lóðréttar.
Köttari skal vera karlmannlegur þótt kona sé
Köttari hræðist ekki hið óþekkta, nema ef vera skyldi reglur KSÍ
Köttarar eru meinlausir og kurteisir í sínum dónaskap
Köttarar trúa á geimverur og líf eftir efstu deild
Köttari klæðist korseletti þegar honum finnst það viðeigandi
Köttari hefur gott karma og fallega pússaða áru
Köttarar trúa á endurholgun og benda á að Elvis Presley er Þróttari í
dag
Sumarið 1996 var runnið í garð og fyrsti stuðningsklúbburinn í sögu
íslenskra íþrótta var mættur á völlinn. Frumsamdir textar kyrjaðir af
miklu afli af þessum kjarnahópi, sem taldi líklega í frumkjarnanum
svona 3-5 manns sem öllu stýrðu, í kringum 10 manns í næsta lagi og
svo komu næstu 20-30. Enn erum við þó ekki komin í ysta lagið, þvi
þar voru allir hinir Þróttararnir á vellinum - ekki síst krakkar, sem
höfuð ógurlega gaman af því að sniglast í kringum Köttarana, læra
lögin og syngja með. Enda höfðu foreldrar þeirra engar áhyggjur af
krökkunum í þessum félagsskap — þótt annað slagið heyrðist smella
í opnun dósar, þá var kurteisi alltaf viðhöfð - orðasóðaskap eytt við
fæðingu, dómurum og andstæðingum hampað sem vinum og í það
heila fjörugur og heilbrigður andi yfir öllu. Hver man t.d. ekki eftir
því þegar andstæðingur lá í valnum, þá var sungið „jafna sig, jafna
sig" en ekki útaf með hræið eins og tíðkaðist. Þessi framkoma er
líklega eitt það allra merkilegasta við stofnun þessa fyrsta stuðnings-
klúbbs íslands og var eftirtektarvert að önnur félög tóku þessa
hegðun upp í framhaldi þegar þau stofnuðu sína stuðningsklúbba.
Hjá Kötturunum þótti nefnilega ekkert fyndið að vera dónalegur á
vellinum - það voru nógu margir í þeim fasa - það var þvert á móti
fyndið að vera kurteis. Þeir sem gátu ekki fellt sig við þessa nálgun,
fengu fljótlega að vita að fjarveru þeirra væri óskað ef þeir breyttu
ekki um stíl. Þess má geta að Köttararnir fengu háttvísisverðlaun KSÍ
á þessum tíma og voru heiðraðir sérstaklega af því tilefni.
Hér eru allir í korsiletti.
Markaðssetning á íþróttafélagi
En Köttið snérist ekki bara um stemmningu á vellinum, heldur
markaðssetningu á íþróttafélagi. Heilsíðuauglýsingar fóru að birtast
í dagblöðum, sú fyrsta kom fyrir stofnfundinn og margar fieiri í
10