Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Page 11
kjölfarið. í þessum auglýsingum var boðskapnum komið á framfæri
og fólk hvatt til að Kötta sig inn í fjörið. Þróttur átti ekki í miklum
vandræðum með að fá stuðningsfyrirtæki til að bakka upp þessar
auglýsingar - það vildu flestir tengjast þessari frumlegu íþróttahreyf-
ingu, sem var komin fram á sviðið með gleði, fjöri og æðruleysi.
I kjölfarið komu síðan skrúðgöngur í fylgd lögreglu og hertrukka,
þar sem gengið var frá Sæviðarsundi á völlinn í Laugardal. Arið eftir
var svo vörubílalest frá Sæviðarsundi í Laugardal, þar sem síðasti
leikur sumarsins fór fram og fyrsta skóflustungan tekin að nýju
félagshúsi í Laugardalnum. Leitað var til vörubílastöðvarinnar Þróttar,
sem lagði til 8 treilera til að flytja fólkið í Laugardalinn undir
fjnfirsögninni, Þróttur flytur Þrótt. Um 400 manns fóru uppá pallana
á vörubílunum, sem keyrðu um hverfið í lögreglufylgd með tilheyr-
andi lúðrablæstri - íbúar hverfisins annað hvort úti veifandi, eða í
gluggum veifandi.
Það er rétt hægt að ímynda sér hvað þessi stemning hafði mikil áhrif.
Ekki bara í Þrótti og hjá öðrum íbúum Þróttarbæjarins, heldur langt
út fyrir félagið. Fjölmiðlar tóku við sér og urmull viðtala fór að birtast
í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Það var einfaldlega spurt, hvað
er að gerast? hvað er Köttari, hvernig varð þetta til. I kjölfarið gekk
Þrótti betur að semja við styrktaraðila og í það heila varð allt starf
félagsins mun skemmtilegra og auðveldara - sjálfboðaliðar auðsót-
tari, völlurinn betur sóttur og fullyrða má, að t.d. fólk úti á landi, sem
ekki átti sér lið í bænum, snérist á sveif með þessum fjöruga klúbbi.
Urklippur úr þessari upphafssögu Köttaranna má finna í úrklippu-
bók, í Þróttarheimilinu, sem nú liggur þar frammi.
Flestir klúbbar eiga sér stuðningsklúbba í dag, misvirka reyndar. Við
Köttarar erum þannig í dag, misvirkir. Staðreyndin er sú, hér á landi
sem og alls staðar á völlum heimsins, svona stuðningsklúbbar eru
byggðir upp og í kringum stráka á aldrinum 18 ára og uppúr, stráka
sem hafa gaman af því að taka nokkra bauka fyrir leiki og skemmta
sér á vellinum. Fáir endast lengi, verða fjölskyldumenn og ýmsar
skyldur koma í veg fyrir að þeir geti leyft sér þennan lífsstíl. Þetta
kom fyrir rót Köttaranna, upphafsmennirnir hurfu smám saman
og endurnýjun átti sér ekki stað. Hjá okkur kom reyndar upp öflug
kynslóð mörgum árum seinna og voru ekki síður sprækir en upp-
hafsmennirnir. En það var erfitt að koma í veg fyrir að þeir eltust
líka, stofnuðu sambönd og fóru í nám eða vinnu. Þriðja kynslóðin
var reyndar að banka uppá fyrir 2-3 árum en virðast hafa elst ansi
snögglega. I sjálfu sér má því segja að upphafsmennirnir eru aftur
komnir á sinn stað, afar myndarlegir afar, sem rifja reglulega upp
gömlu textana. En okkur vantar hið sanna Kött aftur - að Þróttur
verði aftur svona skemmtilegur og fyrirmynd annarra félaga. Eitt er
víst, sú stemning sem nú er oft á völlum landsins og á landsleikjum er
komin frá okkur.
Upp með Köttið og lifi Þróttur
Haukur Magnússon K1
Lykil- og korthafar gefa eftir 2 krónur af afslætti og Olís leggur
til 2 krónur á móti. Fjórar krónur af hverjum lítra renna því til
Landgræðslunnar í fjölbreytt verkefni á sviði kolefnisbindingar
- landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis.
Olís ísamstarji vid Landgrædsluna