Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 12
1 ^ ^ / “ ... 1 M»J
MKL' - ptk » ItC... á
l tm £s|P% ■ ■ ■r'j- tW aj ' PC'll 1 ■ ■ * jP»' ..
Blakið er okkar íþrótt
Haustið er tími tilhlökkunar. Nú þarf að finna íþróttatöskuna, kíkja
eftir blakskónum og athuga hvort hnéhlífarnar séu í lagi. Skella sér á
æfingu og bjóða harðsperrurnar velkomnar að henni lokinni.
Blakdeild Þróttar er rétt miðaldra og fagnar 45 ára afmæli nú þegar
Þróttur fagnar 70 ára afmæli. Deildin var stofnuð árið 1974 þegar
ungir menn frá Laugarvatni komu í bæinn og vildu stofna blaklið.
Þetta var upphafið af glæstum ferli en meistaraflokkur karla er sigur-
sælasta lið í efstu deild frá upphafi. Liðið varð 14 sinnum Islands-
og bikarmeistari frá árinu 1977-2009. Kvennalið félagsins á fimm
íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla frá aldamótum. Auk
þess hafa yngri flokkar og neðri deildar lið unnið fjölmarga titla í
gegnum árin. Iðkendur hjá blakdeildinni í dag eru um 90.
í vetur taka fimm kvennalið þátt í íslandsmótinu: í Mizuno-, Benecta-,
Emerald- og 4. deild. Við erum með lið í efstu deild sem er að stórum
hluta skipað uppöldum Þrótturum í bland við fleiri góða liðsmenn.
Liðið endaði í 5. sæti Mizuno-deildarinnar á síðasta tímabili og í því
eru leikmenn sem hafa spilað með unglingalandsliðum og A-lands-
liðinu undanfarin ár.
Unga fólkið er framtíðin og við hjá blakdeildinni erum stolt af yngri
flokka starfinu sem hefur verið vaxandi. Á hverjum vetri æfa 40-50
iðkendur hjá okkur og við viljum gjarnan fjölga þeim sem æfa blak.
Við bjóðum nýja iðkendur velkomna, yngsti hópurinn æfir frítt á
haustin og allir nýir iðkendur fá æfingabol. Því miður eru fáir strákar
hjá okkur og staðan er svipuð hjá mörgum öðrum félögum. Það væri
afar ánægjulegt að ná að breyta þessu.
Árið 2016 tók stjórn blakdeildar Þróttar erfiða ákvörðun og hætti
með meistaraflokk karla. Árið á undan var reynt að glæða lífi í liðið
með því að sameinast Fylki, sem gekk ágætlega í byrjun en rann síðan
út í sandinn. Þetta voru þung skref en með þessu var ákveðið að nýta
frekar Qármuni og mannskap í að hlúa að yngri flokkunum og meist-
araflokki kvenna. Við teljum okkur hafa tekið rétta ákvörðun, miðað
við þær aðstæður sem við stóðum frammi fyrir en vonum að leikhléið
verði ekki of langt.
Okkur líður ágætlega í Laugardalshöll, íþróttahúsi MS og Kennara-
háskólanum. Flökkum á milli húsa og reynum að taka því með þolin-
mæði og jákvæðni þegar æfingar falla niður á þjóðarleikvanginum.
Gerum okkar besta til að halda mót og teljum rólega upp að tíu þegar
við sjáum hve oft höllin er upptekin og hve lítið svigrúm er til móta-
halds. Minnum okkur á að við höfum þrátt fyrir allt náð að byggja
upp öfluga deild og stefnum ótrauð áfram. Við styðjum aðalstjórn
Þróttar heilshugar í baráttunni fyrir nýju íþróttahúsi. Vonum að úr
aðstöðumálum rætist sem fyrst og leyfum okkur að vera bjartsýn.
Öldungamót blaksambandsins er stærsta blakmótið sem haldið er á
hverju ári og síðasta vor réðst Þróttur í þetta mikla þrekvirki í sam-
vinnu við blakdeild Keflavíkur. Þetta var í 5. skipti sem Þróttur kom
að því að halda mótið en það er til marks um aðstöðuleysi deildar-
innar að síðustu tvö skipti höfum við ekki haldið mótið á heimavelli,
heldur í Vestmannaeyjum og í Keflavík. Mótið í Keflavík heppnaðist
frábærlega og þar lögðust allir á eitt.
Strandblak er vaxandi íþróttagrein á íslandi og við Laugardalslaug
er frábær aðstaða til iðkunar á tveimur völlum. Fjölmargir Þróttarar
æfa og keppa 1 strandblaki og við höfum staðið að mótahaldi við
Laugardalslaug frá því að sú aðstaða varð til. Svo er gott að geta -
leitað í Árbæinn eða Garðabæ þegar þörf er á fleiri völlum. Það
verður gaman að fylgjast með þróuninni í strandblaki á næstu árum.
í öllu okkar starfi, þurfum við að treysta á sjálfhoðaliða og þar
stöndum við vel. Eldri og yngri iðkendur hjálpast að við að manna
þau störf sem þarf að sinna á leikjum og mótum hjá félaginu og við
eigum öflugan hóp sjálfhoðaliða í foreldrum og aðstandendum yngri
fiokka. Við erum ótrúlega þakklát öllum sem leggja sitt af mörkum og
viljum nýta tækifærið til að þakka öllum þeim sem hafa unnið fyrir
blakdeildina í gegnum árin, innan vallar sem utan, kærlega fyrir allt.
Án ykkar værum við ekkert.
Nú er blakgallinn á leiðinni úr þvotti og skórnir bíða tilbúnir. Best
að drífa sig á æfingu og taka almennilega á því. Við hjá blakdeild-
inni horfum bjartsýn til framtíðar um leið og við óskum Þrótti til
hamingju með afmælið.
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir
Formaður blakdeildar Þróttar
12