Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 18

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 18
Tíu ára farsælt samstarf VÍS og Þróttar Eitt stærsta knattspyrnumót hvers árs fyrir yngstu flokkana er VÍS-mót Þróttar sem haldið er síðustu helgina í maí á hverju ári á svæði félagsins í Laugardal. Saga mótsins nær aftur til ársins 2005 en það var fyrst haldið undir merkjum VÍS árið 2010. Mótið í ár markaði því tíu ára farsælt og skemmtilegt samstarf VIS og Þróttar. Mótið er, eins og áður segir, eitt það stærsta á hverju ári í mikilli og góðri flóru knattspyrnu- móta fyrir yngri kynslóðina. VÍS-mót Þróttar er fyrir stelpur og stráka í 6., 7. og 8. flokki og markar að mörgu leyti upphaf knattspyrnusumarsins fyrir marga iðkendur. Gríðarlegur fjöldi leikmanna af báðum kynjum leggur leið sína á mótið og hefur þátttökufjöldinn verið á bilinu 1.800 til 2.100 þátttakendur á hverju ári. Þarna sýna framtíðarhetjur knattspyrnunnar allar sínar bestu hliðar og litrík tilþrif innan vallar sem utan gleðja gesti dalsins. VlS-mótið er auðvitað ekki bara knattspyrnu- mót því staðsetningin, í miðjum Laugar- dalnum, býður upp á svo margt utan leikj- anna fyrir leikmenn og fjölskyldur þeirra. Mikil áhersla hefur verið lögð á að draga sem flesta í Laugardalinn þessa helgi og eitt af aðalsmerkjum mótsins er jákvæður andi og Elísabet Ásmundsdóttir (Lísa) í góðum gír og söluham á VÍS mótinu 2019 aðstaða til skemmtunar fyrir alla fjölskylduna. VIS er stolt af samstarfinu við Þrótt enda hefur þetta mót sannað sig sem eitt allra skemmtilegasta knattspyrnumót ársins. Það er vel skipulagt og allt snýst um að leikmenn og foreldrar gangi af velli og yfirgefi Laugar- dalinn með bros á vör og góða upplifun í farteskinu. VÍS óskar Þrótturum öllum innilega til hamingju með 70 árin og velfarnaðar í framtíðinni. Jón Jónsson hélt uppi fjörinu á VÍS mótinu Sögu - og minjanefnd Sögu og minjanefnd f.v. Sigurður K Sveinbjörnsson, Helgi Þorvaldsson, Sigurlaugur Ingólfsson, Sölvi Óskarsson og Gunnar Baldursson. í lok árs 2018 skipaði aðalstjórn félagsins eftirtalda menn í minja- og sögunefnd félagsins: Helga Þor- valdsson, Sölva Óskarsson, Jón Birgi Pétursson, Gunnar Baldursson, Sigurð K. Sveinbjörnsson og Sigurlaug Ingólfsson sem var jafnframt falið að vera formaður nefndarinnar. Jón Birgir gat því miður ekki starfað í nefndinni. Nefndin setti sér það markmið að hlúa betur að þeim munum og Ijósmyndum sem félagið á en jafnframt safna fleiri munum og myndum tengdum félaginu. Árið 2019 hefur verið viðburðaríkt, enda afmælisár. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að tilnefna Þróttara vikunnar, vikulega. Hafa nefndarmenn skipt með sér verkum að skrifa um Þróttara sem með einum eða öðrum hætti hafa komið að starfi félagsins, en að öðrum ólöstuðum hefur Helgi Þorvaldsson verið drjúgur við skrifin. Jafnframt ákvað nefndin að standa að sögusýningu um sögu félagsins, í tilefni afmælisins. Sú sýning mun verða formlega opnuð Þrótturum 28. september n.k. Gunnar Baldursson á heiðurinn að útliti sýningarinnar. Mest vinna hefur þó farið í að safna, skanna inn og skrá myndasafn félagsins. Einnig að búa þeim munum sem félagið á betri stað innan félagsheimilisins. Starf nefndarinnar mun ekki enda í lok þessa árs, enda nefndin tilnefnd til tveggja ára, og er stefnan sett á að halda áfram að skrifa vikulega pistla um Þróttara vikunnar árið 2020, auk þess sem mikið verk er enn framundan við innskönnun mynda. Félagar eru hvattir til koma myndum á nefndina, eins ef fólk lumar á hlutum sem tengjast sögu þess og vill að félagið varðveiti þá. Sigurlaugur Ingólfsson 18

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.