Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Qupperneq 22
Gísli, Friðrik, Stefán og Magnús í baráttunni.
Fyrirtiðinn fylgist með.
Old boys í Þrótti
Hið margrómaða Old boys lið Þróttar er það langfjölmennasta á
landinu og þótt víðar væri leitað. Tæplega 200 leikmenn, 30 ára og
eldri, eru skráðir iðkendur og mæta oft tæplega 50 á æfingar sem eru
fjórum sinnum í viku allt árið um kring, auk hádegisæfinga fyrir þá
allra hörðustu.
Island er augljóslega ekki nógu stórt fyrir þennan metnaðarfulla og
öfluga hóp. Á síðasta ári var því riðið á vaðið og haldið í keppnisferð
til Skotlands og Englands. Heppnaðist ferðin afar vel en tæplega 30
leikmenn tóku þátt. Þegar ákveðið var að endurtaka leikinn síðasta
vor var skráningin svo góð að skipta þurfti hópnum upp í tvö lið sem
mættust svo innbyrðis í Sunderland. Það voru því 40 leikmenn sem
mættu í rútuna við Þróttarheimilið að morgni föstudagsins 17. maí.
Til að tryggja að allt færi sómasamlega fram var Helgi Þorvaldsson
fenginn til að vera sérstakur heiðursfararstjóri í ferðinni. Með honum
í för var svo David Moyes eldri sem hefur vafalaust verið að leita að
leikmönnum til að styrkja eldri lið Glasgow Rangers og Everton, þar
sem hann hefur starfað.
Skotinn Marc Boal sem hefur gefið út tímarit um íslenskan fótbolta
var Þrótturum innan handar með skipulagningu ferðarinnar. Marc
kynntist Þrótti árið 2016 í einni af mörgum ferðum sínum til Islands.
„Ég hjálpaði til við að skipuleggja æfingaleik í Edinborg í fyrra. Svo
þegar ég var hér síðasta haust í tengslum við útgáfu tímaritsins fóru
þeir að ræða um aðra ferð við mig. Ég er búinn að vera í síma- og
tölvupóstsamskiptum við ferðanefndina frá því í janúar. Það er heil-
mikil vinna að skipuleggja svona fjölmenna ferð.“
Marc, sem þótti efnilegur knattspyrnumaður á sínum yngri árum,
reimaði á sig skóna og lék með öðru liði Þróttar í ferðinni.
koma til fslands. Hápunkturinn fannst mér að sjá svipinn á sumum
eldri leikmannanna. Þarna voru menn á sextugsaldri að ganga inn
á risafótboltaleikvang og þeir voru varla að trúa þessu. Þetta gerist
ekki á hverjum degi.“
Marc hefur einnig aðstoðað fleiri íslensk félög sem farið hafa í keppnis-
ferðir til Skotlands og hafði mifligöngu um þátttöku Ross County á
Rey Cup í sumar.
„Ég hef eignast vini í þessum hópi til lífstíðar. Það er magnað hvað
bolti úr leðri fullur af lofti getur gert til að sameina fólk.“
Auk þess að spila leikinn í Sunderland spiluðu Þróttarar þrjá æfinga-
leiki við skosk lið en leikið var gegn Falkirk, Cumbernauld Colts og
Stenhousemuir. Allt voru þetta hörkuleikir þar sem Þróttarar áttu í
fullu tré við harðsnúna andstæðinga sem sumir hverjir höfðu lokið
atvinnumannaferlum sínum örfáum árum áður.
Hápunktur ferðarinnar var hins vegar innbyrðisviðureign Guðfeðranna
og Silfurrefanna. Stadium of Light, heimavöllur enska knattspyrnu-
liðsins Sunderland, rúmar 49 þúsund áhorfendur. Þann 13. apríl
2002 var sett áhorfendamet þegar 48.353 sáu heimamenn tapa 0-1
fyrir Liverpool. Áhorfendurnir voru örlitlu færri þegar fjörutíu leik-
menn úr Old boys liði Þróttar gengu inn á völlinn.
Breskir veðbankar voru flestir á því að Silfurrefimir myndu standa
uppi sem sigurvegarar en skoðanir voru skiptari meðal sérfræðinga.
Það voru leikmenn Guðföðurins sem byrjuðu leikinn betur og áttu
nokkur álitleg færi án þess að boltinn færi inn. Það var því nokkuð
gegn gangi leiksins að Silfurrefirnir komust yfir með marki Kiflersins.
Þá var hins vegar komið að Berta þætti Andréssonar. Gefum honum
orðið:
„Þessi ferð heppnaðist ótrúlega vel og nú stefnir eitt skoska liðið á að
„Ég var búinn að vera meiddur í þrjá mánuði en vildi láta reyna á
Ágúst handsamar knöttinn eftir hörkuskot frá Ótthari.
Kristján og Júlíus berjst um knöttinn
22