Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 29
Já, kona getur verið stressuð, þó ég haldi hins-
vegar að það sé náttúrleg líðan. Þú ert að spila
með bestu knattspyrnukonum þíns lands sem er
stórkostlegur heiður.
5 What's the key to having a great football
team?
Cohesion, commitment and the simiiargoais
Samheldni, skuldbinding og sameiginlegu mark-
miðin.
6 Who has taught you the most in your career?
Gail Macklin (former club and international coach).
She was a very supportive coach and was able
to guide me in the right direction to enhance my
footballing career.
Gail Macklin (fyrrverandi þjálfari minn hjá félags-
og landsliði). Hún var mjög hvetjandi þjálfari og
gat beint mér í réttar áttir til að gera sem mest úr
fótboltaferlinum.
7. Who's your favourite football player?
David Beckham was my favourite footbaiier when
I was younger. Ifl had to pick someone now, it
would be Marcus Rashford.
David Beckham var uppháldið mitt þegar ég var
yngri. Ef ég ætti að velja einhvern núna myndi ég
segja Marcus Rashford.
8. What do you eat before games?
Pasta and Weetabix
Pastaog Weetabix
9. Which is your favorite Köttara song?
Klingande — Jubel
Baldur Hannes Stefánsson
1 Hver er munurinn á að spila eða æfa með
Þrótti og landsliðinu?
Helsti munurinn er undirbúningurinn fyrir leiki. Með
landsliðinu höfum við lítinn tíma til að æfa saman
áður en við spilum.
2 Hvert stefnirðu í boltanum?
Ég stefni í atvinnumennsku erlendis.
3 Manstu eftir fyrstu æfingunni hjá Þrótti?
Já, ég var í 8.flokki og æfingin var inni í íþrót-
tahúsinu í MS. Eina sem ég man eftir frá æfingun-
ni sjálfri var að ég hljóp á stöng og fór að hágráta.
4 Er maður/kona stressaður/stressuð á fyrstu
landsliðsæfingunni?
Já, ég var mjög stressaður fyrst en þegar maður
byrjaði að spila hvarf stressið.
5 Hver er lykillinn að góðu knattspyrnuliði?
Að allir leikmennirnir séu á sömu blaðsiðu og vinna
að sama markmiðinu.
6 Hver hefur kennt þér mest á ferlinum?
Þeir eru margir en Halli Hróðmars var mjög dug-
legur að segja mér til og mamma líka að reyna að
halda mér á jörðinni og minna mig á að hvíla mig
7 Hverer uppáhalds knattspyrnumanneskjan
þín?
Xabi Alonso og Yngvi Sveins
8 Hvað borðarðu fyrir leiki?
Yfirleitt eitthvað pasta með kjúkling
9 Hvert er uppáhalds Köttaralagið þitt?
Bræðralagið hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi
10 Af hverju er Þróttur besta lið í heimi?
Þróttur er með lang bestu stuðningsmennina og í
gullfallegum búningum
Jelena Tinna Kujundzic
1 Hver er munurinn á að spila eða æfa með
Þrótti og landslióinu?
Munurinn að æfa með landsliðinu og Þrótti er sá
að maður þekkir ekki liðsfélagana í landsliðinu
jafn vel og getur þá stundum verið erfiðara að vita
hvernig leikmennirnir eru í kringum sig þar sem
maður er vanur að spila með sömu liðsfélögunum.
Það þarf því meiri samskipti og talanda.
2 Hvert stefnirðu í boltanum?
Ég stefni á að fara í háskóla úti og vera í fótbolta
samhliða skólanum og jafnvel fara út í atvinnu-
mennskuna
3 Manstu eftir fyrstu æfingunni hjá Þrótti?
Ég æfði fimleika í 8 ár og var þá alltaf í boltanum á
sumrin en siðan fóru vinkonurnar mínar að draga
mig á æfingar og vaknaði áhuginn meira og meira
með hverri æfingu
4 Er maður/kona stressaður/stressuð á fyrstu
landsliðsæfingunni?
Ég man eftir því að ég var frekar stressuð fyrst
en siðan gleymir maður stressinu og þá er allt
í einu ógeðslega gaman og mikilvægt að njóta
þess því maður fær ekki oft tækifæri að æfa með
landsliðinu.
5 Hver er lykillinn að góðu knattspyrnuliði?
Samheldnin skiptir gríðarlega miklu máli bæði utan
og innan vallar. Það er mikilvægt að samskipti á
milli þjálfarans og leikmanns séu góð.
6 Hver hefur kennt þér mest á ferlinum?
Liðsfélagarnir minir og einnig hef ég lært gríðar-
lega mikið af Nik og Agli.
7 Hver er uppáhalds knattspyrnumanneskjan
þín?
Sif Atladóttir er ein af mínum uppáhalds leik-
mönnum og lit ég mjög mikið upp til hennar.
8 Hvað borðarðu fyrir leiki?
Serrano eða Local eru í miklu uppáhaldi fyrir leiki.
9 Hvert er uppáhalds Köttaralagið þitt/besta lag
fyrir leik?
Það eru mörg góð lög en verð að segja lagið sem
er spilað niðri í klefa sem kemur öllum í stuð fyrir
leiki, lagið Við lifum aðeins einu sinni.
10 Af hverju er Þróttur besta lið í heimi?
Þróttur er besta liðið, mjög heppin að vera partur af
þessu liði, besta liðsheildin og ótrulega góður andi.
Gríðalega góðir þjálfarar. Síðan má ekki gleyma
stuðningsfólkinu, þau eiga eitt stórt hrós skilið.
Eldey Hrafnsdóttir
1 Hver er munurinn á að spila eða æfa með
Þrótti og landsliðinu?
Það er ótrúleg upplifun og reynsla að fá að æfa
og keppa með landsliðinu. En munurinn á því
að æfa með Þrótti og landsliðinu er svo sem ekki
mikill þegar maður lítur á heildarmyndina. Pressa,
spenningur og gleði eru tilfiningar sem ég finn fyrir
í báðum tilfellum svo ætli mesti munurinn sé ekki
bara fjölbreytnin, að breyta aðeins til. Annars er
ég svo heimakær að mér finnst ekkert jafnast á við
æfingar með sínu eigin liði.