Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 32
Öflugir foreldrar
Berglind Ingvarsdóttir er móðir tveggja iðkenda hjá
Þrótti. Hún hefur tekið þátt í foreldrastarfmu af krafti og áhuga og
það er frábært að fólk eins og hún sé tilbúið að vinna með börn-
unum sínum, þeim sjálfum og félaginu til heilla. Hún er ekki uppalin
Þróttari og var ekki heldur í fótbolta þar sem hún ólst upp í Hafnar-
firðinum.
„Ég hélt hvorki með FH né Haukum þó að afi minn hafi verið einn af
þeim sem stofnuðu Hauka.”
En nú er hún semsagt búsett í Þróttarhverfinu og hefur sogast
inn í foreldrastarfið hjá BUR í gegnum dætur sínar sem eru
grjótharðir Þróttarar. Ég hitti hana á vellinum þegar stelp-
urnar í meistarflokki tryggðu sér sigur á FH og þar með í
Inkassódeildinni árið 2019. Hún heldur á dóttur sinni, henni
Steinunni Klöru og ég spyr hana hvernig upplifun það er að
vera foreldri í Þrótti.
Svona á fólk að vera - hugsa ég - og vind mér í næstu spurn-
ingu því ég vil alltaf reyna að gera Þrótt að betra félagi: Hvað
getum við gert betur sem félag svona þegar kemur að foreldra-
starfinu?
„Mér fannst pínu erfitt að koma mér inn í hlutina svona fyrst. Mér
fannst upplýsingar ekki sérstaklega aðgengilegar með svona hvernig
maður á að haga sér sem foreldri bæði á hliðarlínunni og á mótum
þar sem foreldrar skiptast á að taka að sér liðsstjórahlutverk. Ég vissi
náttúrlega ekkert og það hefði verið mjög gott að hafa handbók fyrir
foreldra. Ég hef séð að önnur félög eru með svoleiðis.”
Þetta finnst mér frábær hugmynd og beini henni hér með til
stjórnar BUR. Ég er með aðra spurningu, meitlaða spurningu
sem mun breyta framtíð félagsins en nú hallar Steinunn Klara
sér að vanga mömmu sinnar og hvíslar í eyra hennar:
„Getum við komið núna?
„Það er bara rosalega gaman. Ég hef nú engan samanburð þar sem við
höfum ekki verið í neinu öðru liði. Eldri dóttir mín fann sig í fyrsta
sinn í einhverri íþrótt þegar hún prófaði fótbolta og ég fann að henni
fannst þetta gaman. Hún þekkti þó ekki mjög margar stelpur í fótbolt-
anum og ég hugsaði með mér að ef ég gæti hjálpað henni með ein-
hverjum hætti þá ætla ég að gera það. Það vantaði einmitt eitthvert
foreldri af yngra árinu í foreldraráðið og ég hugsaði bara: af hverju
ekki?”
Búmm! Viðtali lokið!
Ég þakka Berglindi fyrir spjallið og hvet um leið alla foreldra
til að láta sjá sig meira á Þróttarsvæðinu, mæta á leiki hjá
konum og körlum með börnum sínum og sömuleiðis koma á
hátíðir félagsins eins og Köttarakvöldið, Sveitaballið, Herra-
og Konukvöld og auðvitað Októberfestið. Félagið getur aðeins
orðið betra og heilsteyptara með aukinni þátttöku ykkar.
32