Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 36
BUR - Barna og unglingastarf Þróttar
Bama og unglingaráð knattspyrnudeildar (BUR) ber ábyrgð á starf-
semi allra flokka barna og unglingaflokka, frá 8. flokki upp í 3. flokk.
Iðkendur eru þannig allt frá 3 ára til 16 ára.
Markmið BUR er að búa til öflugt barna og unglingastarf fyrir iðk-
endur í Þrótti. Starfið miðað að því að hafa jákvæð áhrif á iðkendur,
efla líkamlegan og sálrænan þroska sem og félagslega færni.
BUR ber ábyrgð á ráðningu allra þjálfara yngri flokka. Þjálfararáð,
skipað íþróttastjóra, yfirþjálfara og fulltrúa BUR, sér um ráðningu
þjálfara og aðstoðarþjálfara í samráði við þjálfara hvers flokks.
Nú á haustmánuðum hefur BUR unnið að innleiðingu nýs skipulags
fyrir barna og unglingaflokka. Ráðinn hefur verið yfirþjálfari 3. - 8.
flokks kvenna og stendur til að ráða yfirþjálfara fyrir drengjaflokkana.
Yfirþjálfari, í samráði við þjálfara og stjórn BUR, skipuleggur faglegt
starf yngri flokka og styður við þjálfara í þeirra starfi. Með þessum
breytingum er stigið mikilvægt skref í eflingu barna og unglingastarfs
innan félagsins og aukinn stuðning við þá frábæru þjálfara sem starfað
hafa í barna og unglingastarfinu undanfarin ár.
BUR styður við foreldraráð einstakra flokka sem sér um starfið kring-
um hvern flokk. Mikilvægt er að foreldrar taki virkan þátt í starfsemi
flokkanna og efli þannig í starfið í félaginu í heild.
BUR stendur fyrir fjölda atburða bæði til að efla félagsanda og til
fjáröflunar fyrir ráðið. Síðastliðinn vetur var haldið dómaranámskeið
með góðri þátttöku foreldra sem hafa tekið að sér dómgæslu í sumar.
Stefnt er á að endurtaka leikinn í vetur. Meðal annarra viðburða má
nefna að BUR mun í vetur standa fyrir knattspyrnuskóla í skólafríum,
vetrarfríum, jóla og páskafríi fyrir iðkendur í 6. og 7. flokki.
Stærsti viðburðurinn á vegum BUR er VÍS mótið fyrir 6, 7 og 8. flokk
sem er stærsta einstaka fjáröflun, ekki bara á vegum ráðsins heldur
knattspyrnudeildar í heild. Mótið hefur vaxið undanfarin ár og í ár
tóku þátt tæplega 300 lið með nær 2000 iðkendum. Stefnt er að því
að efla mótið enn frekar á komandi árum. Slíkt mót er ekki mögulegt
án öflugrar aðkomu foreldra og sjálfboðaliða í veitingasölu, dómgæslu
og öðrum störfum og er BUR þakklátt þeim sem lögðu hönd á plóg í
VÍS mótinu sem og öðrum viðburðum á vegum BUR.
Starfið innan BUR hefur verið öflugt undanfarin ár samhliða því að
hverfið hefur verið að yngjast. Staðan í dag er sú að Knattspyrnudeild
Þróttar er með flesta iðkendur allra félaga í Reykjavík og frekari fjölgun
fyrirsjáanleg. Stærsta áskorun sem BUR stendur nú frammi fyrir
er fjöldi iðkenda. Það er i sjálfu sér lúxus-vandamál, en gera verður
úrbætur í aðstöðumálum strax og bæta við gervigrasvöllum til að
bæta aðstöðu til vetraræfinga. Núverandi aðstaða er löngu sprungin
og á álagstímum eru allt að 200 iðkendur á gervigrasinu á sama tíma.
Ástandið nú skapar áskorun í þjálfun og skerðir jafnframt endingar-
tíma núverandi aðstöðu. Verði ekki brugðist við kann að að vera
nauðsyn að setja skorður við fjölgun nýrra iðkenda í framtíðinni. BUR
trúir því að með samstilltu átaki foreldra og forrráðamanna félags-
ins verði hægt að knýja á um bætta aðstöðu fyrir iðkendur í náinni
framtíð. #lifi.
36