Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 38
Skrúðganga frá Laugarneskirkju í gegnum hverfið á leið niður á
heimavöll Þróttar - Eimskipsvöllinn 12. maí 2019.
Boðið var upp á afmælistertur þann 12. maí 2019 í Þróttarheimiiinu þegar
um 400 manns komu við í húsinu.
Skemmtanir og viðburðir í Þrótti
Það er samdóma álit flestra að Þróttur sé einn skemmtilegasti klúbbur landsins
ef ekki sá allra skemmtilegasti. Þróttur nýtur góðs af þvi að eiga mikið af
öflugum sjálfboðaliðum og þekktum einstaklingum í tónlistar-og afþreyinga-
bransanum þegar kemur að skemmtunum og viðburðum.
Skemmtanir og viðburðir hafa ávallt skipað ríkulegan sess í sögu Þróttar og
um leið er þetta frábær leið til fjáröflunar fyrir félagið. Skemmtanir og viðburðir
tengja líka foreldra, sjálfboðaliða og aðra saman í góðri stemningu, í öðruvísi
umhverfi fyrir utan hið hefbundna starf, sem er nauðsynlegt til þess að styrkja
böndin, vinskapinn og kynnast nýju fólk.
Félagið fjárfesti í febrúar í markaðs-og viðburðastjóra sem mun vinna náið
með öllum deildum og aðalstjórn í að skipuleggja viðburði og skemmtanir til að
hámarka tekjur Þróttar af þessum viðburðum.
Árið í ár hefur verið mjög farsælt þegar kemur að skemmtunun og viðburðum.
Hinn 16. mars hélt knattspyrnudeild Þróttar hið árlega Herrakvöld Þróttar.
Kristján Kristjánsson sá um veislustjórn, Saga Garðarsdóttir mætti og var með
uppistand sem sló í gegn og Dóri Gylfa sló á létta strengi af sinni alkunnu
snilld. Boðið var upp á trufflusveppamarinerað lambalæri og kjúklingaupplæri
í rósmarín og hvítlauk. Síðan var happdrætti með veglegum vinningum og
uppboð á glæsilegum varningi. Þátttaka var góð og fín stemning í húsinu og
allirskemmtu sér vel.
í byrjun maí hélt knattspyrnudeildin Köttarakvöld, upphitunarpartý fyrir sumarið
þar sem þjálfarar meistaraflokksliðanna fóru yfir liðin og sumarið en auk þess
var boðið upp á glæsilegar Þróttarvörur til sölu, ársmiðar á tilboði, geggjað
barsvar ofl. Dóri Gylfa tók lagið og boðið var upp á sjóðandi heit rif og vængi
og ískalda drykki til að skola öllu niður. Það var fín mæting og góð stemning
og kvöldið styrkti félagsandann fyrir komandi átök sumarsins.
Þann 10. maí var Konukvöldið haldið í annað sinn. Að þessu sinni var
það “Konukvöld Laugardals” I Þróttarheimilinu. Konur innan félagsins voru
duglegar að skipuleggja og hvetja aðrar konur til að mæta, konur í hverfinu og
konur utan Þróttar og þrefaldaðist aðsóknin I ár frá I fyrra. Sett var bæði upp
myllumerkið #divurnaridalnum og e-mailið divurnaridalnum@gmail.com sem
mæltist vel fyrir. Ein nýjungin var að við buðum eiginmönnum, kærustum og
aðdáendum að koma eftir kl. 23 til að samgleðjast öllum konunum og mæltist
það vel fyrir. Tjörnes sá um skemmtiatriði, uppistand og leiki og einnig var
slegið upp I happdrætti með glæsilegum vinningum og Jóna Hrönn Bolladóttir
sá um veislustjórn. Kvöldið heppnaðist svo vel að flest allar konur í dalnum
góða, hjarta Reykjavíkur geta ekki beðið eftir Konukvöldinu 2020.
Þetta ár markar auðvitað sögulegan tíma í félaginu því Þróttur er 70 ára
í ár. Þann 12. maí var vorhátíðin “Laugarnes á Ijúfum nótum” haldin á
Þróttarsvæðinu til að samgleðjast Þrótti á afmælisárinu. Hátíðin var sett af
sr. Davíð Þór Jónssyni sóknarpresti í Laugarneskirkju og síðan var haldið í
skrúðgöngu frá Laugarneskirkju með skólahljómsveitina í broddi fylkingar og
var gengið í gegnum Laugarneshverfið niður á Eimskipsvöll. Þar bauð Finn-
bogi Hilmarsson, formaður Þróttar alla velkomna og hélt stutta tölu. Eftir það
byrjaði gríðarlega metnaðarfull dagskrá þar sem boðið var upp á pylsusölu á
vegum foreldrafélags Laugarnessskóla, andlitsmálun fyrir yngstu kynslóðina,
knattþrautir úti á velli á vegum Þróttar, skylmingaatriði á vegum Dalheima og
Laugarsels og Ármann bauð upp á Takewondo sýningu. Einnig voru hoppu-
kastalar og klifurveggur úti fyrir börnin. Inni í sal í Þróttarheimilinu var einnig
glæsileg dagskrá. Boðið var upp á glæsilega afmælistertu sem kláraðist,
svala, kaffi ofl. Laugarneskirkja bauð upp á tónlistaratriði þar sem Konráð
tók nokkur lög á gítarinn, leikhópurinn Óðamálafélagið frá Laugarneskirkju
setti upp stuttan leikþátt og kór Laugarnesskóla söng nokkur lög. Að lokum
hélt BUR, Barna-og unglingaráð Þróttar, fjáröflunarbingó þar sem leikarinn
góðkunni, Jóhannes Haukur Jóhannesson lék á alls oddi og stýrði bingóinu
eins og herforingi. Veðrið hélst þurrt og mæting var gríðarlega góð en um 400
manns komu á einhverjum tímapunkti til að taka þátt í fjörinu og samgleðjast
Þrótti á afmælisárinu.
Sveitaballið I dalnum var haldið 17. ágúst. Þetta var í annað sinn sem
knattspyrnudeildin hélt Sveitaballið en það mæltist mjög vel fyrir í fyrra. Fram
komu Helgi Björns, Hildur Vala, Dóri Gylfa, Böddi Reynis, Jón Ólafs, Sigurður
Ingi ásamt Jóhanni Bjarna Kolbeinssyni sem var DJ. Það myndaðist gríðarleg
stemning í Þróttarheimilinu og mættu um 300 manns á Sveitaballið. Allir
skemmtu sér gríðarlega vel á svakalegasta stuðballi ársins.
Hluti af dagskrá á 70 ára afmælisári Þróttar var knattspyrnuveislan sem
boðið var upp á 6. september á Eimskipsvellinum. Þann dag spiluðu báðir
meistaraflokkar félagsins I knattspyrnu i fyrsta skipti leik á sama degi á sama
velli. Tjaldið góða var skreytt og sett í afmælisbúning. Boðið var upp á vöfflur
með rjóma, pizzur, grillaða Konnaborgara og fleira. Meistaraflokkur kvenna
reið á vaðið kl 17.00 og sigraði FH 2-0 og tryggði um leið sigur í Inkasso-deild
kvenna 2019. Stelpurnar voru verðskuldað hylltar í leikslok. Meistaraflokkur
karla háði hörkuleik við nágranna okkar úr Safamýri, Fram, en urðu að lúta
í lægra haldi 1-2 eftir hetjulega baráttu. Yngri flokkar félagsins voru hylltir í
hléum beggja leikja og á milli leikja. 5. flokkur kvenna sýndi verðlaunaatriði sitt
frá TM-mótinu í Eyjum frá því fyrr í sumar við góðar undirtektir.
Hápunktur 70 ára afmælishátíðar Þróttar á árinu var án efa glæsileg
afmælishátíð og dansleikur í Laugardalshöll 7. September. Boðið var upp á
fordrykk og glæsilegt hlaðborð frá Kjötkompaníinu. Jón Jónsson var syngjandi
veislustjóri og hátíðarræðuna flutti Gísli Einarsson, fréttamaður. Sýnt var
myndbrot úr heimildarmynd um Þrótt sem verður frumsýnd 18. október. Gestir
fluttu ávörp, sem og formaður Þróttar, Finnbogi Hilmarssonar auk ávarps
borgarstjóra Reykjavíkur, Dags B. Eggertssonar. Viðurkenningar voru veittar
frá Þrótti og sérsamböndum og meistarflokkur kvenna var hylltur fyrir sigur í
38