Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Qupperneq 42

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Qupperneq 42
Hver röndóttur! Ekki hafa blakarar alltaf fundið keppnistreyjur sem hafa fylgt röndóttu fyrirmyndinni. Hér sjást tveir frægir kappar, Leifur Harðarson og Jón Árnason, fagna sigri í bikarkep- pninni í hvítum treyjum með rauðum innskotum. 4. flokkur Þróttar, sem vann fyrsta mótasigur félagsins árið 1951 þegar þeir urðu Haustmeistarar. Þeir klæðast hér fyrsta eiginlega keppnisbúningi félagsins. Leifur Harðarson hampar Ljómabikarnum, og ekki spillir fyrir að treyjan og stuttbuxurnar eru báðar röndóttar. Páll Einarsson í leik gegn Val árið 1998. í eitt af síðustu skiptum sem Þróttur lék í hinum „hefðbundnu" varabúningum. Keppnisbúningur meistaraflokks kvenna, sem varð Islandsmeistari árið 1957. Árið 2009 avar félaginu gefinn til varðveislu slíkur keppnisbúningur. Búningur var hannaðurog saumaðaraf stelpunum sjálfum, og meira að segja stafir félagsins voru hand ísaumaðir í treyjuna af stelpunum. Fyrstu keppnistreyju Þróttar voru Ijósbláar skyrtur, sumar með máluðu merki í barminum. Sennilega óvenjulegasti „búningur" Þróttar. í vináttu leik við vígslu malarvallarins í Sæviðarsundi 1969 mættust leikmenn úr fyrsta meistaraflokki Þróttar þáverandi meis- taraflokki. Til að jafna leikanna var ákveðið að þáverandi meistaraflokkur léki í sjóstökkum. í miðjunni er dómari leiksins, Grétar Norðfjörð, með heldur áberandi hárkollu. Það þótti umdeilt þegar meistaraflokkur í knattspyrnu tók upp ská-röndótta búninginn 1984. Hérfagna strákarnir sigri í innanhúsmótinu, en féllu úr efstu deild um haustið 1985. Vildu sumir kenna búningunum um þær ófarir. Á sjötta áratugnum léku Þróttarar oft i gulu og svörtum treyjum. Merki félagsins var einnig í þeim litum; en hinn hefðbundni hvíti og rauði búningur hafði þó betur að lokum; en sá svart gul röndótti lifði áfram sem varabún- ingur félagsins. Á öðrum fundi stjórnar Þróttar árið 1949 var ákveðið að tefla fram liði á íslandsmótinu sumarið eftir. Á næsta fundi stjórnar, í febrúar 1950, bar umræðuna um keppnistreyjur félagsins hæst. Halldór formaður hafði formlega óskað um gjald- eyris- og innflutningsleyfi til kaupa á treyjum, en fengið synjun. Á þessum árum fengust nefnilega ekki keppnistreyjur keyptar í búðum á íslandi. Fyrst um sinn þurftu keppendur félagsins að láta sér nægja Ijósbláar skyrtur fyrir keppnistreyjur. Á hverri treyju var handmálað merki félagsins sem Þórarinn Oskarsson, tengdasonur Dóra fisksala, málaði. En Þróttarar dóu þó ekki ráðalausir með að útvega sér treyjur og með hjálp brytans á Gull- fossi var keppnistreyjum smyglað frá Kaupmanna- höfn til íslands. Ýmis önnur mál þurfti jafnframt að leysa eins og kemur fram í fundargerð stjórnar í apríi 1950, en þá var ráðin þvottakona sem tók að sér að þvo hverja treyju fyrir 1,50 kr. Sú ákvörðun hafði verið tekin snemma að bún- ingur Þróttar skyldi vera röndóttur með hvítum og rauðum röndum. Þannig var vissulega fyrsti eigin- legi keppnisbúningur félagsins, en fyrstu árin fóru flokkarnir þó oft sínar eigin leiðir í vali á búningum. Þannig lék meistaraflokkur i knattspyrnu lengi í búningi með gulum og svörtum röndum. Sá bún- ingur lifði lengí sem varabúningur félagsins, og eftir að staða frelsingja var tekin upp í blaki mátti oft sjá hann klæðast slikum búningi. 42 Á 6. áratugnum lék 2. flokkur í knattspyrnu til að mynda í mosagrænum treyjum um tíma og I handboltanum fóru Þróttarstúlkur sínar eigin leiðir og handsaumuðu sína búninga, sem samanstóð af hvítri treyju og grænum buxum. Slíkur búningur hefur varðveist og er til sýnis í félagsheimilinu. En með tíð og tíma vann hinn hefðbundni búningur á og hefur verið einkennisbúningur félagsins hin síðari ár, þó blakarar í Þrótti hafi stundum neyðst til að taka upp aðra búninga þar sem ekki fást alltaf keppnistreyjur í blaki með hinar hefðbundnu hvitu og rauðu renndur.

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.