Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 6
Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suður- hálendis vinnur nú að gerð nýs svæðisskipu- lags fyrir Suðurhálendið sem nær til eftirtalinna sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamanna- hreppur, Bláskógabyggð, og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þessara taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu. Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal samvinnunefnd sem vinnur að gerð nýs svæðisskipulags „...taka saman lýsingu á skipu- lagsverkefninu þar sem gerð er grein fyrir hvaða áherslur nefndin hefur við gerð skipulagsins, for- sendum þess og fyrirliggjandi stefnu og hvernig kynningu verði háttað gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum”. Skipulagslýsing ásamt fylgigögnum liggur nú fyrir og geta þeir sem áhuga hafa á kynnt sér hana á heimsíðu verkefnisins: sass.is/sudurhalendi/. Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athuga- semdir um fyrirliggjandi gögn eða efni skipulags- lýsingar geta skilað þeim til svæðisskipulags- nefndar á netfangið: sudurhalendi@sass.is. Frestur til athugasemda er gefinn til og með 15. ágúst nk. Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis SKIPULAGSLÝSING FYRIR SUÐURHÁLENDIÐ Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óbirtu handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað í fjórða sinn að vori 2022. Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af menningar-, íþrótta – og tómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert innsent handrit fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunaafhendinguna niður þetta árið. Handritum skal skilað í þríriti og undir dulnefni, en nafn og símanúmer höf- undar fylgi með í lokuðu umslagi. Ef um myndlýst handrit er að ræða er ekki tekið á móti frummyndum, aðeins ljósritum. Handrit berist í síðasta lagi mánudaginn 18. október 2021. Utanáskrift: Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Í apríl 2018 samþykkti borgarráð að frá 2019 verði Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur veitt árlega að vori fyrir handrit að nýrri barna eða ungmennabók. Margrét Tryggvadóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur Úr svari ráðherra um bið eftir sálfræði þjónustu og mönnun *Raunmönnun þar sem erfitt er að ráða í stöður. Heilbrigðisstofnun Bið í Fjöldi Þörf fyrir mánuðum stöðugilda nú stöðugildi Austurlands 4 – 5 3,7 5 – 5,5 Norðurlands 6 – 8 8,7 (7,3)* 14,5 Suðurlands 4 – 6 5,2 7,2 Suðurnesja 4 – 7 8,2 9,9 Vestfjarða 0,5 - 1 0,4 1,5* Vesturlands Nokkrir mánuðir 5,8 (3,8)* 8 Höfuðborgarsvæðið Bið í dögum Fjöldi stöðugilda Þörf fyrir stöðugildi Þjónusta fyrir börn 86 13,3 37,4 Þjónusta fyrir fullorðna 93 15,7 30 Margra mánaða bið er eftir þjónustu sálfræðinga um allt land. Fjöldi stöðugilda er ekki í samræmi við þörfina. Þörf er á yfir 100 sálfræðingum um allt land til að mæta þörfinni. svava@frettabladid.is ALÞINGI „Þetta er bara alls ekki að batna,“ segir Anna Kolbrún Árna- dóttir þingkona Miðflokksins, um bið eftir sálfræðiþjónustu víða um land. Í svari heilbrigðisráð- herra við fyrirspurn hennar um efnið, sem birt var á vef Alþingis í vikunni, kemur fram að bið eftir viðtali hjá sálfræðingi sé allt að sex til sjö mánuðir bæði fyrir börn og fullorðna, en biðin er mislöng eftir landshlutum. Anna Kolbrún hefur óskað eftir upplýsingum um biðina á hverju ári á kjörtímabilinu og fylgist með breytingum milli ára. Að hennar sögn sýna svörin að vandinn sé síður en svo að minnka, þrátt fyrir mikla umræðu í samfélaginu und- anfarin misseri. Þá hefur vanlíðan barna og ungmenna í faraldrinum einnig vakið athygli og hafa sér- fræðingar lýst áhyggjum af þeirri þróun. „Það verður áhugavert að bera saman tölur um bið og biðlista fyrir og eftir faraldurinn,“ segir Anna Kolbrún. „Maður myndi halda að það væri auðveldast að manna stöður á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins betur, enda biðlistinn þar hrikalega langur,“ segir Anna Kolbrún. Hún bendir hins vegar á annars konar vanda á landsbyggðinni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum hefur þjónustan verið boðin út, en þar geta einyrkjar ekki tekið þátt, heldur þurfa þeir að vera bundnir einhverri stöð. Svo er verið að reyna að redda einhverju í gegnum fjar- heilbrigðisþjónustu,“ segir Anna Kolbrún og bætir við: „Hér skortir einfaldlega á samningsviljann.“ Landsbyggðabörn fái síður þjónustu eftir dvöl á BUGL Anna Kolbrún Árnadóttir þingkona Miðflokksins, spyr heilbrigðisráðherra reglulega um bið eftir sálfræðiþjónustu um landið allt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þá tekur Kolbrún dæmi um börn með sjálfskaðandi hegðun á Austur- landi. Þau geti fengið innlögn og þjónustu á barna- og unglingageð- deildinni, BUGL, en þegar þau fari heim eftir útskrift fái þau enga þjón- ustu í heimabyggð. „það þarf að opna á f leiri aðila, það þýðir ekki að stofnanavæða einkareksturinn líka,“ segir Anna Kolbrún. „Sjálfstætt starfandi sál- fræðingar ættu að fá að gera samn- inga,“ segir Anna Kolbrún og bendir á að vel sé hægt að búa til farveg fyrir slíkt. Hún segir einnig að það fjármagn sem komi inn í málaflokkinn sé of eyrnamerkt sérstökum verkefnum og því takmarkað svigrúm til að verja því þar sem þörfin er mest. n  benediktboas@frettabladid.is FJÁRMÁL Ríkustu 0,1 prósent Íslend- inga áttu 293 milljarða í eigið fé í lok ársins 2020. Ríkustu fimm pró- sentin áttu 39,2 prósent af heildar eigin fé landsmanna, eða rétt yfir tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Tíu prósenta hópurinn er miðað- ur við 24 þúsund fjölskyldur, fimm prósenta hópurinn við 12 þúsund fjölskyldur, ríkasta prósentið við 2.400 fjölskyldur og 0,1 prósent hópurinn við 240 fjölskyldur. Heildareignir landsmanna námu 7.678 þúsund milljörðum og eigið fé landsmanna var 5.298 milljarðar. Eigið fé þeirra 5 prósenta sem áttu mestar eignir var 2.076 milljarðar og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra var rúm 40 prósent. Eigið fé ríkasta prósentsins voru 902 milljarðar. Eigið fé ríkustu 240 fjöl- skyldnanna var 293 milljarðar. n Ríkustu áttu tvö þúsund milljarða  benediktboas@frettabladid.is SKÓLAMÁL Uppfærð kostnaðar- áætlun við gerð leikskóla í Safamýri er 74 prósentum hærri en upphaf- leg áætlun. Skólinn átti að kosta 433 milljónir króna, en upphæðin stefnir í 752 milljónir. Aukinn kostnaður er aðallega sagður vera vegna nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við raka- skemmdum og byggingargalla. Þá uppfyllti húsnæðið ekki kröfur um bruna-, öryggis- og aðgengismál. Hreinsa þarf alla útveggi að innan og einangra og klæða þá að utan, sökum rakaskemmda og óheppilegrar uppbyggingar og frá- gangs að innan. Endurnýja þarf þak sökum rakaskemmda og burðar- grindur veggja eru gerðar af vanefn- um. Þarf að endurnýja allar lagnir. Þá er ekki hagkvæmt að halda í núverandi eldhús og búnað þess og engin salerni var hægt að nýta án verulegra breytinga. Þá reyndist f lóknara að endurnýja ónýtar frá- rennslislagnir en reiknað var með. Umfangsmiklar rakaskemmdir komu í ljós í hönnunar- og niður- rifsfasa verkefnisins. Vigdís Hauksdóttir segir í bókun sinni fyrir Miðflokkinn að málið sé enn eitt fjármálaklúðrið í borginni. „Það sjá allir að kostnaðargreining- ar og fjárhagslegt framkvæmdamat er í molum hjá þeim sem stjórna borginni,“ bókaði Vigdís Fulltrúar Sjálfstæðisf lokksins sögðu að borgin hefði ekki farið í verkefnið ef fjárhagsáætlun hefði verið rétt. n Fjármálaklúður við gerð leikskóla Ríkustu fimm prósentin eiga um 40 prósent af eigin fé landsmanna. Fyrri kostnaðaráætlun borgarinnar stóðst alks ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 6 Fréttir 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.