Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 31
Ómótstæðilegt umhverfi og frábær börn -
Við leitum að leikskólastjóra og leikskólakennara
við Reykhólaskóla í Reykhólahreppi
Staða leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, best er að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá
leikskóla og skólastefnu sveitarfélagsins. Nánar um starfssvið leikskólakennara má lesa hér.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla
• Góð íslenskukunnátta
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hefur hreint sakarvottorð
Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf
og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.
Upplýsingar gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 430 3200 eða í gegnum netfangið
sveitarstjóri@reykholar.is
Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2021.
Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Reykhólahrepps á netfangið sveitarstjori@reykholar.is
Staða leikskólastjóra í 100% starfshlutfalli, frá og með 1. ágúst 2021
eða eftir samkomulagi.
Starfssvið: Leikskólastjóri starfar samkvæmt gildandi lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er
við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Reykhólahrepps. Nánar um starfssvið leikskólastjóra má
lesa hér.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er kostur
• Góð íslenskukunnátta
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hefur hreint sakarvottorð
Leikskólastjóri á leikskóladeildinni Hólabæ starfar í nánu samstarfi við skólastjóra grunnskólastigs.
Þeir mynda skólastjórn Reykhólaskóla/Hólabæjar sem er ein og sama stofnunin. Þeim ber því að vinna
saman að öllum þeim verkefnum og málum þar sem samstarf þeirra getur leitt til faglegra og árangurs-
ríkara skólastarfs þar sem hagsmunir nemenda/barna eru ávallt hafðir í fyrirrúmi.
Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf
og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.
Upplýsingar gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 430 3200 eða í gegnum netfangið
sveitarstjóri@reykholar.is
Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2021.
Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Reykhólahrepps á netfangið sveitarstjori@reykholar.is
Reykhólar er sveitarfélag með um 240 íbúa og þar af býr um helmingur þeirra í þéttbýlinu
á Reykhólum. Á Reykhólum er að finna margvíslega þjónustu. Í boði er flutningsstyrkur.
Reykhólahreppur auglýsir stöður
leikskólastjóra og leikskólakennara
við Reykhólaskóla lausa til umsóknar.
Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistar-
skóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60
nemendur á leik- og grunnskólastigi.
Á Reykhólum er hægt að lifa af launum sínum!
Flutningsstyrkur og liprar leiðir í húsnæðismálum.
SÉRFRÆÐINGUR
Læknafélag Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í hagdeild félagsins
Læknafélagið leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í fullt starf sérfræðings á skrifstofu félagsins. Um er að ræða
fjölbreytt og krefjandi starf sem annars vegar felur í sér gagnaöflun/gagnagreiningu á heilbrigðismálum og hins vegar rekstrar-
og bókhaldsvinnu.
Sérfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra og starfar náið með honum sem og formanni og starfsfólki félagsins.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á heilbrigðismálum og getu til að meta rekstur og umhverfi heilsbrigðisþjónustu.
Einnig þarf viðkomandi að eiga auðvelt með að koma þeim upplýsingum á framfæri á hnitmiðaðan hátt, bæði í rituðu og mæltu
máli.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi gerir betur grein fyrir menntun sinni,
hæfni, þekkingu og reynslu. Einnig skal tilgreina að minnsta kosti tvo umsagnaraðila.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Umsýsla og umsjón launatölfræði.
• Gerð sjálfstæðra úttekta um hagfræðileg málefni.
• Aðkoma að gerð kjarasamninga.
• Ráðgjöf og fræðsla tengd kjarasamningum.
• Yfirumsjón með bókhaldi félagsins.
• Gerð fjárhagsáætlana.
• Ráðgjöf til fyrirtækja lækna og hópa lækna á sama
starfsvettvangi.
• Aðkoma að stefnumótun LÍ varðandi mótun hins íslenska
heilbrigðiskerfis.
• Seta í nefndum og starfshópum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða skyldum
greinum.
• Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og fram-
setningu tölulegra upplýsinga.
• Þekking og reynsla af málefnum stéttarfélaga og vinnu-
markaðsmálum er kostur.
• Góð þekking á töflureikni og reynsla af vinnslu gagna-
grunna.
• Bókhaldsþekking, reynsla af DK viðskiptahugbúnaði
er kostur.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 3. ágúst nk. Ráðið verður í starfið frá 1. september nk. eða skv. samkomulagi.
Umsóknir ásamt kynningarbréfi og starfsferilsskrá skal senda á netfangið solveig@lis.is.
Nánari upplýsingar veita Sólveig Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri (solveig@lis.is)
og Reynir Arngrímsson, formaður LÍ (reynir@lis.is ).
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Við leiðum
fólk saman
hagvangur.is