Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 52
Það er pínu asnalegt þegar ég hugsa til baka, að eitt það erfiðasta við að hætta að borða dýr var að segja fólki frá því. Benjamín Sigurgeirsson ákvað fyrir tæpum áratug að hætta neyslu dýraafurða nema hann fyndi góð rök fyrir því. Hann hefur enn ekki fundið þau og á dögunum kom út í þýðingu hans bókin Frelsun dýra. Bókin Frelsun dýra eftir siðfræðinginn Peter Sin-ger kom fyrst út árið 1975 og vakti þá mikla athygli enda umfjöllunarefnið, að hegðun meirihluta mannkyns- ins gagnvart dýrum, sé siðferðis- lega óréttlætanleg, að mörgu leyti framúrstefnulegt á þeim tíma og er það jafnvel enn. Bókin kom fyrst út 1975 en var uppfærð árið 1990. „Vissulega hefur margt breyst frá bæði 1975 og 1990 en frá sjónarhóli þeirra dýra sem við borðum þá er ekki mikið jákvætt í þessum breytingum. Ef við skoðum til dæmis Ísland þá eru líklega fleiri kjúklingar, svín og laxar, sem búa við þéttbæran búskap í dag en þá. Sama á við um lönd eins og Kína og Indland þar sem kjötneysla eykst samhliða aukinni velmegun. Þann- ig að, því miður, þá þjást f leiri dýr vegna eiginhagsmuna mannkyns í dag en fyrir 30-40 árum. Að því leyt- inu til á bókin fullt erindi í dag. Þrátt fyrir þessa döpru sýn þá er hún að miklu leyti til komin vegna fólks- fjölgunar og eins og Singer tekur fram í bókinni þá hafa náðst góðar og marktækar breytingar í átt að frelsun dýra á þessum tíma,“ segir Benjamín. Lágmörkun þjáningar Benjamín las bókina fyrst árið 2014, tveimur árum eftir að hann sjálfur hætti að borða dýr. „Ég hafði auðvitað vitað af þessari bók nánast síðan ég tók þá ákvörðun að hætta að borða dýr og hafði séð fyrirlestra með Peter Singer á netinu og var því spenntur að lesa hana. Peter Singer er siðfræðingur sem aðhyllist nytjastefnu en sú stefna gengur út á að velja þær aðgerðir sem hámarka nyt aðgerð- anna. Í huga Singers, og f lestra nytjastefnumanna, er nyt það sem hámarkar ánægju og lágmarkar þjáningu. Þetta er í raun siðferðis- grunnurinn í bókinni sem leiðir til þeirrar niðurstöðu að við ættum að sniðganga dýraframleiðslu Vestur- landa.“ Í bókinni reynir Singer að sýna fram á að viðhorf okkar til dýra er í raun byggt á fordómum sem hann kallar tegundafordóma sem eru alveg jafn gagnrýnisverðir eins og kynþátta- og kynjafordómar segir Benjamín. „Það má segja að bókin hafi mótað mun sterkari grunn að þeim rökum sem ég hafði gegn dýraframleiðslu og hún veitti mér innblástur til þess að reyna að gera Varð vegan á einni nóttu Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is eitthvað í því, en f ljótlega eftir að ég kláraði bókina skrifaði ég grein um meðferð dýra til manneldis í íslenska fjölmiðla,“ segir Benjamín sem nýtti öll frí í eitt og hálft ár til þýðingarvinnu. „Bókin fer einnig nokkuð ítar- lega í tilraunir á dýrum og hversu óþarfar þær oft eru og valda dýrun- um mikla þjáningu. Aðaláherslan er þó á dýr í matvælaframleiðslu enda mun f leiri dýr sem eru látin þola það ferli,“ segir Benjamín og bendir á að í sínu starfi einblíni Sin- ger ekki eingöngu á ómennsk dýr. „Heldur notar hann nytjastefnuna einnig til þess að berjast gegn sára fátækt í heiminum, til þess að rétt- læta þungunarrof kvenna, sem rök fyrir dánaraðstoð og f leira.“ Samtalið sem öllu breytti Benjamín sem er með doktorspróf í í líftækni og starfar sem eðlis- fræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík varð í raun vegan á einni nóttu árið 2012. „Það var ekki eins og það hafi gerst smám saman heldur gerðist það í raun mjög snöggt. Ég var í námi í Svíþjóð og lenti í rökræðum við vin minn grænmetisætu þar sem við vorum staddir í útskriftarveislu. Ég hafði aldrei hugsað út í velferð dýra að neinu ráði fyrir það samtal en í lok þessa kvölds ákvað ég að ég myndi ekki halda áfram að borða dýr nema ef ég gæti fundið fyrir því góð rök. Síðan þá hef ég aflað mér töluverðra upplýsinga um málið og ekki fundið nein haldbær rök fyrir því að borða dýr eða styðja við dýraframleiðslu í velmegandi löndum.“ Benjamín viðurkennir að hann hafi í byrjun kviðið því að segja fólki frá ákvörðun sinni. „Það er pínu asnalegt þegar ég hugsa til baka, að eitt það erfiðasta fyrir mig við að hætta að borða dýr var að segja öðru fólki frá því. En svo tók fólk þessu auðvitað sjaldan illa, þetta var bara eitthvað í hausnum á mér.“ Viðhorfið breyst síðustu ár Hann segir kærustuna í upphafi hafa haldið að hann væri að grínast en þegar hann var að leita sér upp- lýsinga hafi hann rekist á heimild- armyndina Earthlings og þau horft á hana saman. „Þessi mynd hafði mikil áhrif og kærastan mín var alveg til í að taka þátt í þessu með mér. Ein- hverjir voru með áhyggjur af því að mig myndi skorta næringarefni á breyttu mataræði en slíkar áhyggjur eru með öllu ástæðulausar. Eldri sonur minn ákvað fljótlega að hætta að borða kjöt. Bróðir minn tók líka vel í þetta og borðar ekkert kjöt í dag og er, eins og sagt er, „korter í vegan.“ Foreldrar mínir og vinir eru ekki á veganvagninum en ég myndi halda að viðhorf þeirra til veganisma sé jákvæðara í dag heldur en það var fyrir tíu árum.“ Hann segir lífsstílsbreytinguna í raun hafa verið auðvelda. „Það var alveg ennþá hægt að borða pylsur, hamborgara, tælenskt karrí og tacos, bara breyta hráefnunum örlítið svo það væri án dýraafurða. Án efa hefur það verið meira ströggl hér áður fyrr en núna er framboðið vel ásættanlegt og lítið sem ekkert til fyrirstöðu að borða vegan mat án nokkurra vandræða,“ segir hann og bendir á að í dag opni varla veitinga- staður án þess að bjóða allavega upp á einn vegan rétt á matseðlinum. Ekki kvöð að vera vegan „Helsta breytingin er líklega sú að nú er ég upplýstur um hvað er gert við dýr til þess að þau geti orðið að mat fyrir mannfólk og fjöldi þessara dýra telur á milljörðum ár hvert. Orkunýtingin og landnýtingin fyrir þessa framleiðslu er einnig mjög ósjálfbær. Að vita að maður er að breyta rétt með tilliti til þessa er ágætis tilfinning.“ Aðspurður um útbreiddasta mis- skilninginn varðandi veganisma segir Benjamín erfitt að velja. „Að það sé erfitt að vera vegan, að maður fái ekki næg næringarefni, að það sé farið mun betur með dýr á Íslandi en annars staðar, að það breyti engu fyrir dýrin þó fólk gerist vegan, að dýraframleiðsla sé nauðsynleg til þess að brauðfæða vaxandi íbúa- fjölda jarðarinnar, að vegan matur sé bragðvondur, að ef þú getir ekki verið 100 prósent vegan þá sé alveg eins gott að sleppa því bara, að veg- anar hafi aldrei verið í sveit eða umgengist dýr, að þetta sé kvöð, og margt fleira.“ En ætli það séu helst þeir sem hættir séu að neyta dýraafurða sem lesi bókina? „Það vona ég svo sann- arlega ekki. Ég vona að fólk sem ekki er vegan kaupi bókina og lesi hana. Fyrir þau sem eru vegan þá er bókin góð heimild og til þess fallin að efla staðfestu þeirra í þeirra málstað. En fyrir þau sem eru ekki vegan getur bókin breytt lífi þeirra, og ómennskra dýra, til hins betra, frá og með deginum sem þau ákveða að gera breytingar og um ókomna framtíð,“ segir hann að lokum. n Benjamín segir það hafa verið auðvelt að gerast vegan með því að breyta hráefnum örlítið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK stod2.is 24 Helgin 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.