Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 48
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa
@frettabladid.is
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði
er árleg alþjóðleg tónlistar-
hátíð þar sem listamenn
víða að úr veröldinni koma
fram. Gunnsteinn Ólafsson,
listrænn stjórnandi hátíðar-
innar, segir hana rómaða
fyrir ljúfa stemmningu og
vandaða tónlist.
Siglufjörður er sagður vera heima-
bær íslenska þjóðlagsins því helsti
þjóðlagasafnari þjóðarinnar,
Bjarni Þorsteinsson, bjó og starf-
aði þar í bæ í hálfa öld. Þjóðlaga-
hátíðin á Siglufirði var fyrst haldin
árið 2000 og frá upphafi hefur
hún notið mikilla vinsælda meðal
almennings. Hátíðin hlaut fyrst
allra Eyrarrósina svokölluðu fyrir
afburða menningarstarf á lands-
byggðinni árið 2005. Að þessu
sinni verður Þjóðlagahátíðin
haldin dagana 7.- 11. júlí næst-
komandi. Dagskráin er fjölbreytt
og verður boðið upp á margskonar
tónlist úr öllum heimshornum
sem og ókeypis námskeið fyrir
börn og fullorðna.
„Tónlistarmenn koma frá Ítalíu,
Þýskalandi, Noregi og Englandi,
auk þess sem listamenn búsettir
hér á landi flytja tónlist frá Afríku,
Suður-Ameríku og Balkanskaga,“
segir Gunnsteinn Ólafsson, en
Brakandi logn á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði
Gunnsteinn
segir að íslenskir
tónlistarmenn
og íslenska
þjóðlagið verði
áberandi á Þjóð-
lagahátíðinni,
en dagskráin er
fjölbreytt.
MYNDIR/AÐSENDAR
Norska slagverkssveitin SISU mun leika á vélar bræðsluverksmiðjunnar
Gránu, en tónleikarnir á hátíðinni fara fram á mörgum ólíkum stöðum.
Hulda Jóns-
dóttir leikur
fiðlukonsert
eftir Florence
Price.
hann er listrænn stjórnandi
hátíðarinnar. „Þá verða íslenskir
tónlistarmenn og íslenska þjóð-
lagið áberandi,“ bætir hann við.
Ljúf stemmning
„Þjóðlagahátíðin er rómuð fyrir
ljúfa stemningu og vandaða tón-
list,“ segir Gunnsteinn. Tónleik-
arnir fara fram á mörgum ólíkum
stöðum, svo sem í Siglufjarðar-
kirkju, Bátahúsinu, bræðsluverk-
smiðjunni Gránu, á veitingahúsinu
Rauðku og stundum er leikið undir
beru lofti.
„Ég á von á því að allir finni þar
eitthvað við sitt hæfi. Siglufjörður
er rómaður fyrir stillt sumarkvöld
og gestir hátíðarinnar geta notið
þess að ganga á milli tónleikastaða
í brakandi logninu,“ segir Gunn-
steinn.
Margvísleg námskeið í boði
Á hátíðinni flytur Ragnheiður
Gröndal lög af diskinum Töfra-
börn, auk þess sem hún heldur
námskeið í þjóðlagaútsetningum.
Oddur Arnþór Jónsson syngur lög
eftir Mahler og Jón Leifs, þjóðlaga-
sveitin Kólga leikur eigin tónlist og
þá frumflytur Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins hér á landi fiðlukons-
ert eftir bandarísku blökkukonuna
Florence Price. Einleikari með
hljómsveitinni er Hulda Jónsdóttir
fiðluleikari.
„Það er okkur líka sérstakur
heiður að fá norsku þjóðlagasöng-
konuna Öyonn Groven Myhren
á hátíðina, ásamt heimsfrægri
slagverkssveit SISU frá Noregi. Þau
halda tónleika saman og hvert í
sínu lagi. Þá gista hátíðina ensk-
íslenska þjóðlagasveitin JÆJA,
Guito Thomas og Rodrigo Lopes
frá Brasilíu og þýsku gítarsnill-
ingarnir Uwe Eschner og Axel
Meyer. Uwe býður upp á ukulele-
námskeið þar sem kennt verður
að leika íslensk dægurlög á þetta
sívinsæla hljóðfæri,“ segir Gunn-
steinn.
Á hátíðinni verður boðið upp
á afró-námskeið, suður-amerískt
trommunámskeið fyrir unglinga
og Þjóðlagaakademíu. „Aka-
demían var stofnuð árið 2006,
sama ár og Þjóðlagasetur sr. Bjarna
Þorsteinssonar opnaði í einu elsta
húsi Siglufjarðar,“ segir Gunn-
steinn og bætir við að mikill áhugi
sé á akademíunni.
„Í Þjóðlagaakademíunni segja
listamenn á hátíðinni frá tónlist
landa sinna, auk þess sem nem-
endur eru fræddir um íslenskan
þjóðlagaarf og um langspil og
íslenska fiðlu. Þar sem pláss á nám-
skeiðum er takmarkað hvet ég fólk
til að drífa í því að skrá sig,“ segir
Gunnsteinn, en hægt er að kaupa
passa á alla hátíðina, helgarpassa
og miða á staka tónleika á heima-
síðunni siglofestival.com. n
LAVERA – LÍFRÆNT Í 30 ÁR.
NÝ OG
ENDURBÆT
T
FORMÚLA
Sölustaðir: Hagkaup Kringlunni, Smáralind og Skeifunni – heimkaup.is – flestar heilsuverslanir, apótek Lyfju o.fl.Sölustaðir: Hagkaup Kringlu ni, Smáralind og Sk .is – flestar heilsuverslanir, apótek Lyfju o.fl.
Auðvelt að bera á sig og skilur eftir jafna og fallega
áferð. Komdu sólarkysst undan vetri með lífrænu
brúnkukremunum frá Lavera.
Lavera brúnkukrem fyrir
líkama og andlit sem gefur
gylltan og fallegan tón.
6 kynningarblað A L LT 3. júlí 2021 LAUGARDAGUR