Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 48
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa @frettabladid.is Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er árleg alþjóðleg tónlistar- hátíð þar sem listamenn víða að úr veröldinni koma fram. Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi hátíðar- innar, segir hana rómaða fyrir ljúfa stemmningu og vandaða tónlist. Siglufjörður er sagður vera heima- bær íslenska þjóðlagsins því helsti þjóðlagasafnari þjóðarinnar, Bjarni Þorsteinsson, bjó og starf- aði þar í bæ í hálfa öld. Þjóðlaga- hátíðin á Siglufirði var fyrst haldin árið 2000 og frá upphafi hefur hún notið mikilla vinsælda meðal almennings. Hátíðin hlaut fyrst allra Eyrarrósina svokölluðu fyrir afburða menningarstarf á lands- byggðinni árið 2005. Að þessu sinni verður Þjóðlagahátíðin haldin dagana 7.- 11. júlí næst- komandi. Dagskráin er fjölbreytt og verður boðið upp á margskonar tónlist úr öllum heimshornum sem og ókeypis námskeið fyrir börn og fullorðna. „Tónlistarmenn koma frá Ítalíu, Þýskalandi, Noregi og Englandi, auk þess sem listamenn búsettir hér á landi flytja tónlist frá Afríku, Suður-Ameríku og Balkanskaga,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, en Brakandi logn á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði Gunnsteinn segir að íslenskir tónlistarmenn og íslenska þjóðlagið verði áberandi á Þjóð- lagahátíðinni, en dagskráin er fjölbreytt. MYNDIR/AÐSENDAR Norska slagverkssveitin SISU mun leika á vélar bræðsluverksmiðjunnar Gránu, en tónleikarnir á hátíðinni fara fram á mörgum ólíkum stöðum. Hulda Jóns- dóttir leikur fiðlukonsert eftir Florence Price. hann er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Þá verða íslenskir tónlistarmenn og íslenska þjóð- lagið áberandi,“ bætir hann við. Ljúf stemmning „Þjóðlagahátíðin er rómuð fyrir ljúfa stemningu og vandaða tón- list,“ segir Gunnsteinn. Tónleik- arnir fara fram á mörgum ólíkum stöðum, svo sem í Siglufjarðar- kirkju, Bátahúsinu, bræðsluverk- smiðjunni Gránu, á veitingahúsinu Rauðku og stundum er leikið undir beru lofti. „Ég á von á því að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi. Siglufjörður er rómaður fyrir stillt sumarkvöld og gestir hátíðarinnar geta notið þess að ganga á milli tónleikastaða í brakandi logninu,“ segir Gunn- steinn. Margvísleg námskeið í boði Á hátíðinni flytur Ragnheiður Gröndal lög af diskinum Töfra- börn, auk þess sem hún heldur námskeið í þjóðlagaútsetningum. Oddur Arnþór Jónsson syngur lög eftir Mahler og Jón Leifs, þjóðlaga- sveitin Kólga leikur eigin tónlist og þá frumflytur Sinfóníuhljómsveit unga fólksins hér á landi fiðlukons- ert eftir bandarísku blökkukonuna Florence Price. Einleikari með hljómsveitinni er Hulda Jónsdóttir fiðluleikari. „Það er okkur líka sérstakur heiður að fá norsku þjóðlagasöng- konuna Öyonn Groven Myhren á hátíðina, ásamt heimsfrægri slagverkssveit SISU frá Noregi. Þau halda tónleika saman og hvert í sínu lagi. Þá gista hátíðina ensk- íslenska þjóðlagasveitin JÆJA, Guito Thomas og Rodrigo Lopes frá Brasilíu og þýsku gítarsnill- ingarnir Uwe Eschner og Axel Meyer. Uwe býður upp á ukulele- námskeið þar sem kennt verður að leika íslensk dægurlög á þetta sívinsæla hljóðfæri,“ segir Gunn- steinn. Á hátíðinni verður boðið upp á afró-námskeið, suður-amerískt trommunámskeið fyrir unglinga og Þjóðlagaakademíu. „Aka- demían var stofnuð árið 2006, sama ár og Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar opnaði í einu elsta húsi Siglufjarðar,“ segir Gunn- steinn og bætir við að mikill áhugi sé á akademíunni. „Í Þjóðlagaakademíunni segja listamenn á hátíðinni frá tónlist landa sinna, auk þess sem nem- endur eru fræddir um íslenskan þjóðlagaarf og um langspil og íslenska fiðlu. Þar sem pláss á nám- skeiðum er takmarkað hvet ég fólk til að drífa í því að skrá sig,“ segir Gunnsteinn, en hægt er að kaupa passa á alla hátíðina, helgarpassa og miða á staka tónleika á heima- síðunni siglofestival.com. n LAVERA – LÍFRÆNT Í 30 ÁR. NÝ OG ENDURBÆT T FORMÚLA Sölustaðir: Hagkaup Kringlunni, Smáralind og Skeifunni – heimkaup.is – flestar heilsuverslanir, apótek Lyfju o.fl.Sölustaðir: Hagkaup Kringlu ni, Smáralind og Sk .is – flestar heilsuverslanir, apótek Lyfju o.fl. Auðvelt að bera á sig og skilur eftir jafna og fallega áferð. Komdu sólarkysst undan vetri með lífrænu brúnkukremunum frá Lavera. Lavera brúnkukrem fyrir líkama og andlit sem gefur gylltan og fallegan tón. 6 kynningarblað A L LT 3. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.