Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 17
kristinnpall@frettabladid.is FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Það verður ekkert úr því að að Sha'Carri Richardson, spretthlaupari frá Bandaríkjunum, fái að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó. Richard­ son var í gær dæmd í eins mánaðar bann eftir að kannabis fannst í lyfja­ prófi hjá henni eftir úrtökumót Bandaríkjanna fyrir Ólympíuleik­ anna. Richardson kom fyrst í mark í úrtökumótinu á 10,86 sekúndum en þau úrslit voru dæmd ógild. Árangur Richardson í úrtöku­ mótinu gerði það að verkum að vonir stóðu til þess hún gæti orðið fyrst bandarískra kvenna til að vinna til gullverðlauna í hundrað metra spretthlaupi í 25 ár. Á síðustu Ólympíuleikum hefur sigurvegar­ inn yfirleitt verið að hlaupa á um 10,7 sekúndum. Besti tími Richard­ son á þessu ári 10,72 sekúndur. Samkvæmt reglum Alþjóðalyfja­ eftirlitsins getur fall á lyfjaprófi vegna kannabisefna orðið að eins mánaðar til fjögurra ára banni. Á sama tíma er kannabis löglegt í átján fylkjum Bandaríkjanna og stærstu deildirnar Vestanhafs hafa verið að slaka á reglum þegar kemur að kannabisefnum í lyfjaeftirliti. „Kannabis er enn þá á svo­ lítið gráu svæði, því það hefur verið álitamál lengi hvort það falli jafn vel undir sömu skilgreiningu og viðmið og mörg önnur bönnuð efni. Þetta hefur þokast í þá átt að refsiramminn fyrir brot hefur verið að minnka í ljósi þess að þetta er ekki hormónalyf sem hefur lang­ tímaáhrif á árangur og er komið í almenna sölu víða. Einnig er alltaf hætta á að íþróttafólk geti með því mælst jákvætt í lyfjaprófi, þrátt fyrir að ásetningurinn um brot hafi verið lítill eða enginn, “ segir Birgir Sverr­ isson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftir­ lits Íslands, aðspurður út í málið. „Kannabis er enn á bannlista í keppni í íþróttum ef umfram eitt­ hvað ákveðið magn mælist, rétt eins og koffín var um tíma á bannlista ef umfram eitthvað ákveðið magn mældist í sýni,“ segir Birgir. n Sigurstranglegur spretthlaupari situr eftir vegna kannabissýnis í úrtökumóti Bandaríkjanna Richardson sem er 21 árs gæti keppt á Ólympíuleikunum í París árið 2024. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, tilkynnti í gær að 106. landsleikur hans fyrir hönd Þýska­ lands gegn Englandi á Evrópumót­ inu í knattspyrnu hefði verið hans síðasti fyrir þýska landsliðið. Hann mun því ekki gefa kost á sér í fyrsta landsliðsverkefni Þjóðverja undir stjórn Hansi Flick síðar á þessu ári, þegar Þjóðverjar koma í heimsókn í Laugardalinn. Kroos sem  lék í ellefu ár með þýska landsliðinu og fór á sjö stór­ mót, er sjöundi leikjahæsti leik­ maður þýska landsliðsins frá upp­ hafi ásamt Thomas Müller. Hann var í lykilhlutverki þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar árið 2014 og var í kjölfarið tilnefndur sem einn af bestu leikmönnum mótsins. Í yfirlýsingunni sem Kroos sendi frá sér gaf hann út að hann hefði verið búinn að ákveða fyrir löngu að EM 2020 yrði hans síðasta mót. n Kroos kemur ekki til Íslands í haust Toni Kroos vissi eftir Englandsleik- inn að landsliðsferlinum væri lokið. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI  Valskonur fengu afar erfiða andstæðinga í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, en til þess að komast á næsta stig keppninnar þarf Valur að hafa betur gegn þriðja besta liði Þýskalands, Hoffenheim, og AC Milan. Íslandsmeistarar Breiðabliks fengu talsvert greiðari leið og geta leyft sér að eygja sæti á seinna stigi undankeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er með tvö lið í undankeppninni en henni er skipt í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er um fjögurra liða mót að ræða þar sem eitt lið fer áfram á næsta stig. Valur mætir Hoffenheim, sem er að hefja níunda tímabil sitt í röð í efstu deild þýska boltans, en félagið hefur undanfarin tvö ár lent í þriðja sæti deildarinnar á eftir Bayern München og Wolfsburg. Takist Val að vinna þýska félagið verður næsta viðureign gegn Zürich frá Sviss eða AC Milan sem Guðný Árnadóttir leikur með. Breiðablik mætir færeyska liðinu Klaksvík en takist Blikum að sigra Færeyingana  bíður þeirra einvígi gegn Gintra frá Litháen eða Flora Tallin frá Eistlandi. n Erfið leið Vals í Meistaradeildina Nýr 9 kg þurrkari með íslensku stjórnborði. Sjálfhreinsandi rakaþéttir. Rafeindastýrð rakaskynjun. Sérkerfi: Blandaður þvottur, ull, útifatnaður, handklæði, tímastillt kerfi, hraðkerfi 40 mín., undirfatnaður og skyrtur. Gildir til og með 31. júlí 2021 eða á meðan birgðir endast. Ný þvottavél og nýr þurrkari frá Siemens Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. Þvottavél, iQ500 WU 14UTL9DN Fullt verð: 149.900 kr. Kynningarverð: 114.900 kr. Ný 9 kg þvottavél með íslensku stjórnborði. 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. 15 mín. hraðþvottakerfi. Við hönnun vélarinnar hefur verið leitast við að gera hana mjög stöðuga og hljóðláta. Þurrkari, iQ500 WT 45WTA8DN Fullt verð: 149.900 kr. Kynningarverð: 114.900 kr. Tekur mest 9 Tekur mest 9 10 ára ábyrgð á iQdrive mótornum. hraðkerfi 40 mín. hraðkerfi 15 mín. Á kynningarverði í júlí: LAUGARDAGUR 3. júlí 2021 Íþróttir 17FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.