Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 29
Íslenskukennari
100% staða kennara í íslensku skólaárið 2021-2022
er laus til umsóknar.
Kröfur til umsækjenda:
Háskólapróf í íslensku ásamt kennsluréttindum í fram-
haldsskóla. Leitað er að einstaklingi sem skorar hátt
á sviði samskipta og kennslustækni og fellur vel að
aðstæðum og þörfum skólans.
Umsóknir ásamt ferilskrá, prófskírteinum og saka-
vottorði berist Kvennaskólanum í Reykjavík í netfangið
hjalti@kvenno.is fyrir 19. júlí.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og fjármálaráðu-
neytis. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður í netfanginu
hjalti@kvenno.is.
Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans
www.kvenno.is
Skólameistari
Lagna- og loftræsihönnuður
NNE Verkfræðistofa leitar eftir góðu fagfólki til
framtíðarstarfa á lagna- og loftræsisviði.
Í boði er gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi.
Starfið felst í allri almennri lagna- og loftræsihönnun.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Tækni- eða verkfræðimenntun
• Gott vald á Revit og Autocad
• Góð starfsreynsla er æskileg
• Sjálfstæði í starfi
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið hoo@nne.is.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum
umsóknum verður svarað.
NNE Verkfræðistofa er lítið en öflugt fyrirtæki á sviði
mannvirkjahönnunar. Fyrirtækið þjónustar fjölbreyttan
hóp viðskiptavina og framundan eru spennandi verkefni.
www.nne.is
Leikskólastjóri Laufás Þingeyri
Fullt starf Stjórnendur.
Leikskólinn Laufás leitar að öflugum leikskólastjóra.
Viðkomandi verður að geta hafið störf í ágúst.
Sjá nánar á Job
Kynningarfulltrúi BHM
Bandalag háskólamanna (BHM) óskar eftir að ráða kynningarfulltrúa í
krefjandi og fjölbreytt starf. Kynningarfulltrúi miðlar upplýsingum um
starfsemi bandalagsins, stefnu og baráttumál til markhópa og stuðlar
að því að bandalagið sé sýnilegt í opinberri umræðu. Hann annast
einnig skipulag og framkvæmd viðburða á vegum bandalagsins, s.s.
fundi og ráðstefnur.
• Upplýsingamiðlun til ölmiðla um málefni BHM
• Aðstoð við ölmiðlasamskipti formanns bandalagsins
• Ábyrgð á framkvæmd kynningarstefnu BHM, þ.m.t. miðlun upplýsinga
um starfsemi BHM til markhópa
• Ábyrgð á ritstjórn og þróun vefs og samskiptasíðna BHM
• Ritun frétta, greina og pistla
• Ábyrgð á skipulagi og undirbúningi viðburða á vegum bandalagsins
• Ábyrgð á gerð og dreifingu kynningarefnis og auglýsinga
• Þátttaka í innra starfi BHM og samskiptum við innlenda og erlenda
samstarfsaðila
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af störfum við ölmiðlun, almannatengsl eða kynningarmál
• Góð þekking á vefumsjón, upplýsingamiðlun á samfélagsmiðlum og útgáfu
• Þekking á hlutverki stéttarfélaga og málefnum vinnumarkaðar
• Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti og hæfni til að setja fram efni á
skýran hátt
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
• Geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi
• Góð enskukunnátta í ræðu og riti, kunnátta í Norðurlandamálum er æskileg
Starfssvið kynningarfulltrúa BHM
Menntunar- og hæfniskröfur
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí 2020.
BHM er vinnustaður þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi við ráðningar.
Bandalag háskólamanna var stofnað árið 1958 og er regnhlífar-
samtök fag- og stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks á íslenskum
vinnumarkaði. Innan BHM eru nú 28 aðildarfélög með samtals
um 16 þúsund félagsmenn sem starfa í ýmsum atvinnugreinum,
bæði hjá hinu opinbera og á almennum markaði. Hjá BHM starfa
22 starfsmenn og skrifstofa félagsins er í Borgartúni 6.
K
O
N
T
O
R
R
E
Y
K
JA
V
ÍK