Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 16
Við erum einfald- lega komin á mjög hættulegan stað ef við hugum ekki að rétti hins saklausa. ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Halldór n Frá degi til dags Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Hér á öldum áður tíðkuðust opinberar aftökur. Þangað mætti fólk, oft í sínu fínasta pússi, í þeirri staðföstu trú að ástæða væri til að fagna því að illmenni væri að fá makleg málagjöld. Nú eru aðrir tímar, sem sagðir eru vera siðmenntaðri. Alla- vega leggur fólk almennt ekki blessun sína yfir dauða- refsingar, enda trúir það á betrun. Það hefur einnig staðfasta trú á því að hafa eigi í heiðri regluna um að menn séu saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð. Sú regla á þó ekki alltaf upp á pallborðið í nútímanum. Á samfélagsmiðlum þykir næsta sjálfsagt að hafa æruna af einstaklingum. Ekki þarf mikið til. Ein ásökun nægir. Ásakanirnar eru misalvarlegar og sumar ansi óljósar. Þannig hefur orðið vinsælt að segja að einstaklingur hafi farið yfir mörk annars ein- staklings án þess að það sé skilgreint nánar. Við þetta er ýmislegt að athuga. Það er ekki glæpur að reiðast og hvæsa á einhvern eða hella sér yfir hann, þótt ekki sé það æskileg framkoma. Það er heldur ekki glæpur að vera tilfinningalega heftur og eiga erfitt með að tengjast öðrum. Nú er hins vegar svo komið að ruddaskapur er lagður að jöfnu við alvarlega kynferðisglæpi. Stundum þarf mun minna til og sakleysisleg orð eru jafnvel túlkuð á versta veg. Dæmi um það finnst í #Metoo- sögum þingkvenna en þar kvartaði kona undan karl- manni sem hafði sagt að hún ætti að klæðast fötum í ákveðnum lit því það færi henni vel. Engin kona ætti að komst úr jafnvægi vegna sakleysislegrar ábend- ingar eins og þessarar og furðulegt er að breyta henni í ásökun á hendur karlmanni sem meinti ekkert illt. Það að blanda saman alvarlegum brotum og hegðun sem túlka má sem ókurteisi, eða er jafnvel einkar sakleysisleg, lýsir ákveðnu tillitsleysi og virðingarleysi í garð þeirra einstaklinga sem brotið hefur verið alvar- lega á. Á þetta verður að vera hægt að benda án þess að viðkomandi fái á sig þann stimpil að hann sé haldinn gerendameðvirkni. Eftir að óljós ásökun hefur verið sett fram á sam- félagsmiðlum á hendur einstaklingi skapast oft þrýstingur á aðra um að þeir taki afstöðu til máls sem þeir vita nákvæmlega ekkert um. Bregðist þeir ekki við á þann veg er látið öllum illum látum og svívirð- ingum hellt yfir þá. Ásökun jafngildir ekki sekt. Við erum einfaldlega komin á mjög hættulegan stað ef við hugum ekki að rétti hins saklausa. Oft er bent á að sjaldgæft sé að fólk kæri aðra að tilefnislausu í kynferðisbrotamálum. Þess vegna er því jafnvel haldið fram að alltaf eigi að taka orð þess sem ásakar eða kærir góð og gild og refsa óhikað meintum brotamanni, án þess að rannsaka málið að nokkru ráði. Það er mikil blessun að ekki er algengt að fólk geri öðrum upp sakir til að ná sér niðri á þeim. Slík dæmi eru þó til, þau eru óhugguleg og afleiðingarnar hafa verið skelfilegar fyrir þá saklausu. Það er engin huggun fyrir þann sem dæmdur er fyrir glæp sem hann framdi ekki að vita að hann sé dæmi um sjaldgæfa undantekningu. Saklausum var honum refsað. Það er glæpur sem þjóðfélagið á ekki að drýgja. n Aftökur Mannúð er sennilega okkur öllum efst í huga þegar rætt er um að styðja fátækari ríki heims til þess að bólu- setja íbúa sína. Öflugar aðgerðir má þó einnig styðja með efnahagslegum rökum. Við lifum í svo samtengdri veröld að ekkert hagkerfi mun jafna sig að fullu fyrr en bóluefnum hefur verið dreift um allan heim. Rannsókn sem unnin var fyrir Alþjóðaviðskipta- ráðið fyrr á þessu ári leiddi í ljós að skortur á bóluefn- um í miðlungs- og lágtekjuríkjum gæti kostað hagkerfi heimsins allt að 9 billjónir (9.000.000.000.000) dollara – sem samsvarar 7% af vergri heimsframleiðslu fyrir faraldurinn. Um helmingur kostnaðarins fellur á efna- meiri ríkin, óháð árangri í bólusetningum þar á bæ, vegna birgðaskorts og tafa í alþjóðlegum virðiskeðjum. Við finnum þegar fyrir þessum áhrifum hérlendis í hærri flutningskostnaði og hækkandi hrávöruverði, sem getur skilað sér í verðbólgu og kaupmáttarrýrnun. Rannsókn Alþjóðaviðskiptaráðsins áætlar að kostn- aður Íslands af veikleikum í hagkerfum heimsins vegna COVID-19, gæti numið allt að 3,21% af vergri lands- framleiðslu, eða ríflega 90 milljörðum króna. Því er óhætt að segja að það sé góð fjárfesting að tryggja jafna og skjóta dreifingu bóluefna um heiminn. Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í vikunni höfðu einungis um 2,5 milljarðar bóluefnis- skammta verið notaðir, svo það er ljóst að mikið vantar upp á til að ljúka bólusetningu. Mörg ríki ráða vel við að fjármagna kaup en önnur þurfa aðstoð og hafa auðugri ríki heims heitið þeim stuðningi. UNICEF hefur tekið að sér að leiða dreifingu á bólu- efnum til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX- samstarfsins. Undir þeim hatti starfar UNICEF nú að því að aðstoða yfir 100 ríki við að undirbúa móttöku og dreifingu bóluefnanna; verkefni sem er stærsta bólu- setningaraðgerð sögunnar. UNICEF á Íslandi kallar nú eftir fjárstuðningi fólks á Íslandi og íslenskra fyrirtækja til að fjármagna verkefnið. Hægt er að styðja á www. unicef.is/covid. Það er fjárfesting sem margborgar sig. n Bólusett heimsbyggð er allra hagur Birna Þórarinsdóttir framkvæmda- stjóri UNICEF á Íslandi. Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Íslands. Marvaðinn troðinn Umboðsmaður barna og skóla- krakka kastaði sér út í djúpu laugina fyrir skjólstæðinga sína, með bréfi til menntamálaráðu- neytisins þar sem hvatt er til endurskoðunar á fyrirkomulagi sundkennslu í grunnskólum, þar sem ætla megi að buslið með gamla laginu geti kallað fram óöryggi og vanlíðan. Í framhaldinu mætti síðan taka móðurmálskennslu svipuðum sundtökum eftir að autocorrect kom til sögunnar með tilheyr- andi áreiti frá málvöndum og sársaukafullum bólusetningum við þágufallssýki. Björgunar- sund íslenskunnar gengur þar fyrir utan þannig að þágufall, ypsílon, viðtengingarhættir og veikar beygingar karlkyns í eignarfalli f leirtölu geta vart annað en sokkið til botns. Lotið í gras Nýr Laugardalsvöllur er líklegur til þess að enda á uppboði hjá sýslumanni í tengslum við slit á sameign Reykjavíkurborgar og Ríkisins. Hjá borginni var nokk- uð ákafur áhugi á viðræðum til að byrja með, en viðræður við Ríkið strönduðu fyrirsjáanlega eftir að borgin setti verkefnið í woke-mat og í ljós kom að íþróttir falla góða fólkinu lítt í geð og deildar meiningar eru um hvort Laugardalur sé nógu nálægt miðbænum til að það taki því að sinna bröltinu sem fram fer á vellinum. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 24. júní 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.