Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 10
Ég ætla ekki að neita því að ég hefði búist við ögn málefnalegri nálgun af ASÍ. Birgir Jónsson, forstjóri Play. Viðmælandi hjá sjóða- stýringarfélagi sagði að tilboð þess hefði verið skert niður í 15 pró- sent.” Tveir sjóðir í rekstri Íslands- sjóða, dótturfélags Íslands- banka, eru einu íslensku verð- bréfasjóðirnir í hópi tuttugu stærstu hluthafa bankans. Keppinautar í sjóðastýringu segja óeðlilegt að félag tengt bankanum hafi sætt minni skerðingum en aðrir. thorsteinn@frettabladid.is Innlendir verðbréfasjóðir furða sig á því hversu mikið Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, fengu úthlutað í hlutafjárútboði bankans. Viðmælendur Fréttablaðsins sem starfa við sjóðastýringu segja óeðli- legt að gera upp á milli verðbréfa- sjóða með því að skerða suma sjóði minna en aðra. Íslandsbanki birti í gær lista yfir tuttugu stærstu hluthafa bankans. Tveir sjóðir í rekstri Íslandssjóða; IS EQUUS Hlutabréf og IS Hlutabréfa- sjóðurinn, voru í þrettánda og fjór- tánda sæti listans með 0,4 prósenta hlut hvor. Enginn annar íslenskur verðbréfasjóður var í hópi tuttugu stærstu hluthafanna. Samanlagður eignarhlutur upp á 0,8 prósent þýðir að sjóðirnir tveir fengu úthlutun upp á tæplega 1.300 milljónir króna. Það er mun meiri úthlutun en til helstu keppi- nauta Íslandssjóða í sjóðastýringu. Athugun Fréttablaðsins leiddi í ljós að önnur stór, innlend sjóðastýring- arfélög fengu hver úthlutun á bilinu 250 til 500 milljónir. Viðmælendur Fréttablaðsins leiða líkur að því að tilboð sjóða á vegum Íslandssjóða hafi verið skert mun minna en tilboð annarra sjóða. Einn viðmælandi sagði að tilboð sjóðastýringarfélagsins sem hann starfaði hjá hefði verið skert niður í 15 prósent. Ef 15 prósenta skerðing er heim- færð yfir á eignarhlut sjóða Íslands- sjóða hefðu sjóðirnir tveir þurft að leggja fram tilboð upp á samtals 8,7 milljarða króna til þess að fá 1.300 milljóna króna úthlutun. Saman- lögð stærð sjóðanna tveggja er um 15 milljarðar króna. Fréttablaðið hefur fengið stað- fest að sjóðir á vegum Íslandssjóða hafi ekki lagt fram tilboð af þeirri stærðargráðu enda brýtur það í bága við lög sem kveða á um að stök verðbréfaeign megi ekki nema meira en 35 prósentum af eignasafni verð- bréfasjóðs. Tilboðin virðast því hafa verið skert mun minna en tilboð annarra sjóðastýringarfélaga. „Þetta lítur óeðlilega út, sama hvernig maður snýr þessu,“ sagði einn af viðmælendum Fréttablaðs- ins en þeir voru á einu máli. Óeðli- legt væri að gera upp á milli verð- bréfasjóða, sérstaklega þegar um tengda aðila væri að ræða og sölu á ríkiseign. „Það er augljóslega verið að hygla ákveðnum sjóðum. Við uppfylltum öll skilyrðin: komum snemma inn og sýndum áhuga, en fengum samt bara litla úthlutun,“ sagði annar. „Það er ekki falleg áferð á þessu.“ Fréttablaðið bar málið undir Bankasýslu ríkisins, sem vísaði til útboðslýsingarinnar fyrir útboð Íslandsbanka. Þar kemur meðal annars fram að úthlutuninni sé háttað með kerfisbundnum hætti en seljandinn áskilji sér þó fullan rétt til að haga úthlutuninni að vild. Af 20 stærstu hluthöfum Íslands- banka voru níu erlend félög, en fyrir lá að Capital World og RWC Asset Management yrðu meðal svokall- aðra hornsteinsfjárfesta bankans. Capital World heldur á 3,8 prósenta hlut og RWC 1,5 prósentum. Þriðji stærsti erlendi sjóðurinn er Main- first affiliated fund managers með 0,8 prósent, svo Silverpoint og Eaton Vance með 0,6 prósent hvor. Aðrir erlendir sjóðir meðal stærstu hluthafa eru Frankling Templeton Investment Manage- ment, Premier Fund Managers, Fiera Management og Schroder Invest- ment Management. Lífeyrissjóðirnir Gildi og Live höfðu samþykkt að vera horn- steinsfjárfestar í útboðinu og eru því stærstir meðal íslenskra lífeyr- issjóða með 2,3 prósenta hlut hvor. Almenni lífeyrissjóðurinn (0,8 pró- sent), Brú (0,5 prósent) og Stapi (0,4 prósent) fylgja þar á eftir meðal íslenskra lífeyrissjóða. Ríkissjóður er eftir útboðið enn þá stærsti hluthafi bankans með 65 prósenta hlut. Frá því að bréf bankans voru tekin til viðskipta í fyrradag hefur gengi þeirra hækkað um 25 prósent frá útboðsgenginu, úr 79 krónum í 99 krónur fyrir hlutinn. Á fyrsta degi viðskipta nam velta með bréf bankans meira en 5 millj- örðum króna og í gær nam hún 1,7 milljörðum. Í hlutafjárútboði Íslandsbanka var níföld umframeftirspurn eftir bréfum bankans og því ljóst að skerða þurfti tilboð fjárfesta tölu- vert. Tilboð undir einni milljón króna voru hins vegar ekki skert. Öll eignarhaldsfélög og fjársterkir einstaklingar, sem skráðu sig fyrir meira en 75 milljónum króna í hlutafjárútboði Íslandsbanka, fengu einungis úthlutun upp á eina millj- ón króna. Heildareftirspurn í hlutafjárút- boði Íslandsbanka var samtals 486 milljarðar króna en að því gefnu að valréttir til að mæta umframeftir- spurn verði nýttir að fullu mun ríkið fá 55,3 milljarða króna í sinn hlut fyrir 35 prósenta hlut í bankanum. n Vegleg úthlutun til Íslandssjóða sætir furðu Í útboðinu var níföld umframeftirspurn og því ljóst að skerða þurfti tilboð fjárfesta töluvert. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI hordur@frettabladid.is „Ósanngjörn“ gagnrýni Alþýðusam- bands Íslands á launakjör flugverja hjá Play gæti haft neikvæð áhrif á þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárút- boði flugfélagsins. Þetta sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, í viðtals- og fréttaþætti Markaðarins, sem var sýndur á Hringbraut í gærkvöldi. ASÍ sakaði Play opinberlega um að undirbjóða laun starfsfólks til þess að halda fargjöldum í lágmarki og hvatti almenning til að sniðganga flugfélagið. „Ég ætla ekki að neita því að þetta setur neikvæðan blæ á þetta útboð og í rauninni rekstur félagsins, sem mér finnst mjög ósanngjarnt. Það er verið að búa til fleiri hundruð störf í íslensku atvinnulífi, sem ekki er vanþörf á,“ sagði Birgir og bætti við að hann teldi ólíklegt að gagnrýnin hefði á endanum skaðleg áhrif á miðasölu félagsins eða útboðið sjálft. „En þetta gæti vel orðið til þess að einhverjir lífeyrissjóðir ákveði að taka ekki þátt. Það er sorglegt vegna þess að umræðan hefur leitt það í ljós að þessi gagnrýni er ósanngjörn.“ Play stefnir á að selja 32 prósenta hlut í félaginu og afla 33-36 milljóna Bandaríkjadala, jafnvirði 4 til 4,4 milljarða króna, dagana 24. og 25. júní, í aðdraganda skráningar á First North-markað Kauphallarinnar. Birgir benti á að í fyrsta sinn væru kjör flugverja opinber eins og kjör annarra stétta. „Núna er hægt að leggja þessar tölur fram, eins og við höfum gert, og þá sér hver maður sem vill setja sig inn í þessi mál að launin eru ekki undir neinum lág- markslaunum eða út úr korti við íslenskan veruleika.“ Þá sagði hann ljóst að ASÍ væri í hagsmunagæslu fyrir aðildarfélag sitt, Flugfreyjufélag Íslands. „Ég ber virðingu fyrir því. Það er verið að verja aðra samninga og önnur kjör sem eru byggð á öðrum forsendum. En ég ætla ekki að neita því að ég hefði búist við ögn málefnalegri nálgun af ASÍ. Þau hefðu kannski átt að óska eftir fundum með Play eða stéttarfélagi starfsmanna okkar, áður en kallað var eftir sniðgöngu á félaginu af hálfu fjárfesta og almenn- ings.“ n Gagnrýni ASÍ gæti fælt lífeyrissjóði frá útboði Play Birgir Jónsson varð forstjóri Play í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 10 Fréttir 24. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 24. júní 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.