Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 22
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria @frettabladid.is S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Fylgið okkur á FB TILBOÐSDAGAR AF VÖLDUM VÖRUM 20% afsláttur SKOÐIÐ LAXDAL .IS Undanfarin ár virðist stór- leikkonan Diane Keaton hafa tekið sérstöku ást- fóstri við ákveðið, klassískt mynstur sem hefur birst æ meira í fatnaði hennar. Diane Keaton er ein af allra ást- sælustu leikkonum hvíta tjaldsins og hefur komið fram í stór- myndum eins og Guðföðurnum, Reds, Somethings’s Gotta Give og Marvin‘s Room. Kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen hefur nefnt Keaton sem eina af sínum mikilvægustu skáldgyðj- um á fyrri hluta ferils síns. Þá lék hún fjölda hlutverka í kvikmynd- um Allens eins og Annie Hall, Sleeper, Love and Death, Interiors, Manhattan, Manhattan Murder Mystery og Play it Again, Sam. Þessi hæfileikaríka leikkona hefur unnið Óskarsverðlaun, BAFTA, tvo gullna hnetti (e. Golden Globe) og AFI Life Achievement Award. Einstakur fatastíll Þessi 75 ára hæfileikakona er ekki bara flink leikkona heldur getur hún víst líka sungið og er frábær ljósmyndari. Diane Keaton vekur einnig athygli hvert sem hún fer fyrir sinn einstaka fatastíl, sem einkennist af höttum, rúllukraga- peysum, hlutlausri litapallettu og hinu óviðjafnanlega, glaðlega brosi sem hún virðist alltaf setja upp í upphafi hvers dags. Þá hefur hún sjálf sagt að hún nýti sér ekki stílista eins og flestar Köflótta skáldgyðjan Keaton er hér stödd á frumsýningu Poms á Regal LA Live í Los Angeles í maí 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Diane Keaton heimsótti spjall­ þáttastjórn­ andann Jimmy Fallon sem stýrir þáttunum The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, í apríl 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Keaton gengur hér rauða dregilinn á 62. David Di Donatello verðlauna­ athöfninni í mars 2018 í Róm. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Diane Keaton mætti á frumsýningu Green Eggs and Ham á vegum Net­ flix­samsteypunnar, sem haldin var í Hollywood American Legion í nóvember 2019. Keaton situr hér fyrir baksviðs á söngleiknum Dear Evan Hansen með leikaranum Roman Banks, sem lék titilhlutverkið í The Music Box Theatre á Broadway í september 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hollywoodstjörnur. Hún hefur þróað með sér algerlega tímalaus- an stíl sem er fullkomlega einstak- ur fyrir hana eina. Þrátt fyrir að hún vinni mest með hlutlausa liti eins og svartan, hvítan og drapp- aðan eru formin og mynstrin langt frá því að vera hlutlaus. Stór belti, áberandi mynstur, stór og mikil pils er eitthvað sem oft má sjá í fatastíl Keaton. Upp á síðkastið hefur svo sífellt borið meira á köflóttu mynstri hjá gyðjunni. Hvort sem um er að ræða heilu dragtirnar, jakka, pils, buxur eða eina litla andlitsgrímu, þá má yfirleitt spotta eitthvað í hennar fari sem er köflótt, og þá oftast með svarthvítum köflum. ■ 4 kynningarblað A L LT 24. júní 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.