Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 28
Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Tan Organic Ísland Frábærar lífrænar brúnkuvörur Olía Olía fyrir andlit Froða Dökk froða Til að viðhalda fallegri húð er afar mikilvægt að hreinsa andlitið vel hvert einasta kvöld fyrir svefn. Að sofa með farða er eitt það versta sem hægt er að gera húðinni, þar sem hún endurnýjar sig best á nóttunni. Það er ekki bara nauðsynlegt að hreinsa burt farða heldur einn­ ig sólarvörn. Þá er sérstaklega mikilvægt að hreinsa húðina vel í borgum þar sem mengun er mikil. Förðun ásamt leifum af mengun, svita og dauðum húðfrumum stíflar svitaholur húðarinnar og getur aukið á vandamál eins og unglingabólur og þurra húð, ásamt því að hraða öldrun, að því er húð­ sérfræðingar segja. Mælt er með að nota góð raka­ krem eftir hreinsun. Það er ekki nægjanlegt að bera á sig dýr rakakrem ef húðin hefur ekki verið hreinsuð. Hún þarf að vera tandurhrein áður en kremið er notað. Tvöföld hreinsun er best og árangursríkust. Fyrst er notað hreinsiefni sem tekur öll fituleysanleg úrgangs­ efni af húðinni, en það getur til Tvöföld hreinsun mikilvæg Hreinsun húðarinnar er afar mikilvæg. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY litsvatn sem er með alkóhóli, því það þurrkar húðina. Þeir sem glíma við húðvandamál ættu líka að forðast streitu og álag. Undir miklu álagi getur fólk fengið bólur, en streitan ýtir undir streitu­ hormón eins og kortisól sem eykur náttúrulegar olíur í húðinni. Streitan getur sömuleiðis kallað fram exem, þar sem húðin á það til að þorna í miklu álagi. Það getur skapað mikil óþægindi, eins og kláða. Sumir eiga á hættu að fá rósroða í andlitið í miklu stressi, sem lýsir sér með rauðum blettum. Mjög þurr húð getur auk þess aukið líkur á hrukkum. Svefnleysi er einn fylgifiskur streitu, en ef við sofum ekki nóg er hætta á að dökkir baugar myndist undir augun. Hreyfing er gott ráð gegn svefnleysi og streitu. n dæmis verið vandað andlits­ vatn eða hreinsikrem. Gott er að fá ráðgjöf um húðhreinsun hjá snyrtifræðingum. Tvöföld hreinsun getur losað fólk við ýmis húðvandamál og á það jafnt við um konur og karla. Má þarf nefna of þornun, bólur, þurrk og ótíma­ bæra öldrun. Hreinsiklútar eru ágætir en sumir benda á að volgur klútur eða handklæði geti fjarlægt óhreinindin betur. Ekki nota and­ Þeir sem glíma við húðvandamál ættu að forðast streitu og álag. Rihönnu hefur sannarlega tekist að gera snyrtivörur sem konur vilja. elin@frettabladid.is Förðunarmerki Fenty Beauty sem Rihanna markaðssetti kom nýlega í verslanir í Noregi og sló öll sölu­ met sem þar hafa þekkst á snyrti­ vörum. Á fyrsta sólarhringnum voru vörurnar seldar fyrir rúmar 43 milljónir króna. Eftir eina klukkustund í netverslun höfðu 500 pantanir verið gerðar. Förðunarmerkið var fyrst sett á markað árið 2017. Það náði strax miklum vinsældum og hafði eftir tvö ár slegið út förðunarmerki Kylie Jenner. Sérstaklega hefur ilmvatn Rihönnu slegið í gegn, en ekkert þó í líkindum við vara­ glossið Gloss Bomb, sem selst alltaf upp og fyrirtækið talar um sem „heitustu vöruna“. Fyrsta daginn í Noregi seldust 3.500 gloss. Litirnir í förðunarvörunum þykja einstak­ lega fallegir og með mikla breidd enda ætlaðir öllum húðlitum. Sérstakur ráðgjafi frá Fenty Beauty segir að mjög ánægjulegt sé hvernig viðtökur hafa verið á þessum vörum, sem standa fyrir fjölbreytileika. Rihanna tekur sjálf mikinn þátt í framleiðslu á vörunum. Fenty Beauty hefur slegið í gegn á heimsvísu og hefur nú yfir 10 milljónir fylgjenda á Instagram. Fenty Beauty var valin besta upp­ finning ársins 2017 af tímaritinu Time. Rihanna hafði áður starfað með MAC­snyrtivöruframleiðand­ anum. n Snyrtivörur sem slá í gegn um allan heim Varagloss Rihönnu, Gloss Bomb, selst alltaf upp og fyrsta söludaginn í Noregi seldust 3.500 gloss. 6 kynningarblað 24. júní 2021 FIMMTUDAGURHÚÐ OG HÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.