Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 2
Við erum að reyna að setja markið þannig að íslenska geti staðið jafnfætis stóru tungu- málunum í stafræna heiminum. Njáll Skarphéðinsson. Þeir sem ekki fá sprautu eru afskráðir í kerfinu. Sjósund í sólinni benediktboas@frettabladid.is GERVIGREIND „Ég hef gaman af nýsköpun og að búa til með hönd- unum. Tölvunarfræðin er þannig að hún býður upp á að geta búið eitt- hvað til úr engu nema hugmyndinni og tímanum sem maður setur í það verkefni,“ segir Njáll Skarphéðins- son, sem nýlega lauk BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík með ágætiseinkunn og er að hefja meistaranám í gervigreind við Carnegie Melloner, einn fremsta háskóla heims á því sviði. Njáll stýrir verkefninu Spurningar, sem er nýr símaleikur þar sem þátt- takendur setja fram, fara yfir og svara fjölbreyttum spurningum. Tilgangur leiksins er að styðja við þróun mál- tæknilausna fyrir íslensku, meðal annars smíði íslensks snjallmennis sem getur svarað spurningum á íslensku. Markmiðið er að safna 100.000 spurningum og svörum í opið gagnasafn sem getur nýst öllum sem vinna að íslenskum máltækni- lausnum. Njáll, ásamt þremur öðrum nem- endum, hefur sett sér það háleita markmið að búa til gagnasafn á heimsmælikvarða og er fyrirmynd- in eitt stærsta slíka safn heims, Stan- ford-gagnasafnið, með 100.000 spurningar og svör á ensku. „Þetta er skemmtilegur Trivial-leikur og safn- ið yrði einstakt á heimsmælikvarða. Þekktasta svona safnið er notað og kennt við Stanford-háskóla og er vel þekkt í þessum geira. Stundum er talað um að við séum best miðað við höfðatölu en þetta, ef þetta tekst, yrði einstakt á heimsvísu. Við erum að reyna að setja markið þannig að íslenska geti staðið jafnfætis stóru tungumál- unum í stafræna heiminum.“ Hægt er að nálgast leikinn og frekari upplýsingar á spurningar.is og á App Store og Google Play. Til að tryggja stöðu íslensku í stafrænum heimi er nauðsynlegt að byggja upp innviði sem stuðla að framþróun og grósku í heimi íslenskrar máltækni. Nú geta allir tekið þátt í þróun mál- tæknilausna fyrir íslensku með því að spila þennan skemmtilega spurningaleik. Njáll, sem er Keflvíkingur, valdi tölvunarfræði til að búa eitthvað til. Hann er spenntur fyrir því að vera í sumar í HR að vinna að þessu verk- efni svo hægt sé að smíða alvöru snjallmenni sem getur svarað almennum spurningum um allt milli himins og jarðar á íslensku. Svo eru það Bandaríkin sem bíða handan við hornið, en hann mun hefja sitt meistaranám við Carne- gie Melloner. „Það er eiginlega hálf ótrúlegt að hafa komist inn. Það voru 50 sem komust inn í þetta nám og flestir frá Asíu og Bandaríkj- unum en ég er sá eini sem kemur frá Evrópu,“ segir hann stoltur. n Stefna að stærra gagnasafni en Stanford-háskóli notar Njáll Skarphéðinsson og teymið hans við HR þar sem unnið er að því að styrkja þróun máltæknilausna fyrir íslensku. Meðal annars við smíði íslensks snjallmennis, sem getur svarað spurningum á íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Þjóðleikhúsið hefur leitað á náðir sveitarfélaga til að hýsa tvo leikara og tæknimanneskju frítt, á leikferðalagi leikhússins um landið. Í bréfi Magnúsar Geirs Þórðarson- ar þjóðleikhússtjóra til Ísafjarðar- bæjar segir að sýningin sé fyrir ungt fólk og aðgangseyrir sé enginn. „Við óskum þess í stað eftir samstarfi um gistingu fyrir leikara og tæknifólk og rými til að leika í.“ Kemur fram að rýmið þurfi að vera með þriggja metra lofthæð og leikrýmið 5x5 metrar. Rafmagn þurfi að vera stöðugt og aðgengi að minnst fjórum tenglum. Sýningin Vloggið er sérstaklega skrifað fyrir 10. bekk. Er það von Magnúsar að hægt sé að halda áfram að bjóða unga fólkinu á landsbyggð- inni að fá Þjóðleikhúsið í heimsókn og það verði fastur liður á hverju ári. Samkvæmt ársreikningi Þjóðleik- hússins 2019 fékk leikhúsið tæpa 1,4 milljarða frá ríkinu.n Þjóðleikhúsið vill fría gistingu um landið Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhús- stjóri. EL PLANTIO GOLF 4* ALICANTE - 7 DAGAR 06. -13. SEPTEMBER WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS INNIFALIÐ Í VERÐI: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR, HANDFARANGUR, FLUTNINGUR Á GOLFBÚNAÐ, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI, MORGUNVERÐUR, ÓTAKMARKAÐ GOLF & GOLFBÍLL VERÐ FRÁ: 219.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Eitthvað hefur borið á því að fólk mæti í bólusetningu í Laugardalshöll, skrái sig inn með strikamerki en yfirgefi svæðið áður en það er sprautað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir vel fylgst með þeim sem vilji yfirgefa Höllina áður en bóluefni er gefið. „Við reynum að grípa þetta fólk,“ segir Ragnheiður. „Yfirleitt er þetta fólk sem er kvíðið og við reynum þá að bjóða því að koma afsíðis og róa það,“ bætir hún við. Ragnheiður segir að þiggi fólk ekki bólusetningu eftir að reynt hefur verið að koma til móts við það og kjósi að yfirgefa svæðið án þess að hafa verið sprautað, sé það afskráð í kerfinu og geti ekki sótt bólusetningarvottorð á Heilsuveru. „Ég held að þetta sé ekki gert af brotavilja og ég trúi því ekki að fólk sé að reyna að komast undan. Það er erfitt að komast fram hjá okkur en ef það er einbeittur brotavilji þá er það örugglega hægt,“ segir Ragn- heiður. n Fólk svindli ekki í bólusetningunni Sundhettur í öllum regnbogans litum sitja á kollum sundkappa, sem gera sig klára til að taka þátt í hinu árlega Fossvogssundi í kvöldsólinni. Þátttaka í sundinu er yfirleitt góð, þar sem leiðin liggur frá Nauthólsvík og yfir til Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 Fréttir 24. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.