Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 52
stod2.is Ábreiðubandið Bjartar sveiflur snýr aftur eftir góða pásu, með tónleikum annað kvöld. Þeir segja gífurlega flókið ferli að baki lagavalinu og því fylgi mikið leynimakk meðal hljómsveitarmeðlima. steingerdur@frettabladid.is Hljómsveitin Bjartar sveif lur er skipuð þeim Arnari Inga Viðars- syni, Loja Höskuldssyni, Úlfi Alex- ander Einarssyni, Kára Einarssyni, Ólafi Daða Eggertssyni og Magnúsi Degi Sævarssyni. Hún er sérstök fyrir þær sakir að hún spilar ein- vörðungu ábreiður. Áður höfðu þeir allir spilað í hljómsveitum, sumir í sömu sveit og aðrir einungis þekkst lítillega. Við stofnun sveitarinnar skapaðist þó sterk og mikil vinátta milli meðlima. Mikil spilagleði og hressleiki einkennir hljómsveitina og myndast oft rafmögnuð dans- stemning á tónleikum. Þeir voru allir fyrir í hljómsveitum, sem spil- uðu tónlist nokkuð ólíka þeirri sem þeir spila í Sveiflunum. „Við komum allir úr rosalega mikilli indí-senu. Allir búnir að vera í mörgum hljómsveitum, mörgum verkefnum sem standa kannski stutt en eru mjög metnaðargjörn. Bjartar sveiflur byrjuðu í raun sem nokkurs konar afmælisgjöf til vin- konu okkar, Ólafar Rutar,“ segir Arnar Ingi. Loji og Arnar Ingi segja áfram- haldandi bókanir eftir fyrsta giggið hafa orsakað að Bjartar sveif lur ákvað að halda áfram. „Í afmælinu fórum við í gegnum sama settið tvisvar sinnum út af góðum undirtektum, við vorum með svo stutt sett, bara fjögur lög. Dreams með Fleetwood Mac, Noth ing Compares 2 U með Sinead O’Connor, Wicked Games með Chris Isaak og Þú fullkomnar mig með Sálinni hans Jóns míns,“ útskýrir Loji, en upptalningin gefur nokkuð góða mynd af hvernig tónlist Bjartar sveiflur spilar á tónleikum. Þó hefur færst meiri breidd í lagavalið og nú spila þeir lög úr ólíkustu áttum. Leynimakkið hausverkur Sveitin hefur lítið spilað síðasta árið, vegna ástandsins. Í raun varla spilað í tvö ár, ef frá eru skilin tvö gigg á síðasta ári. „Þetta eru fyrstu tónleikarnir okkar fyrir almenning í tvö ár, fyrir utan LungA. Svo var það eitt brúð- kaup,“ segir Loji. Þeir vilja meina að gífurlega flókið ferli liggi að baki lagavalinu. „Þetta er pólitík,“ segir Loji. „Já, þetta er gríðarleg pólitík. Svo höldum við strákarnir í bandinu hlustunarpartí og síðan er neitunar- vald,“ útskýrir Arnar Ingi. „Það er mikið um leynimakk. Meðlimirnir eru að gera leynilega „díla“ sín á milli, svona til að fá sín lög í gegn,“ bætir Loji við. „Það eru hrossakaup á lögum, ég held að það einkenni bandið mjög mikið. Ef þú segir já við þessu lagi, þá skal ég segja já við þínu lagi,“ segir Arnar Ingi. „Svo oft þó að eitthvert lag sé komið í gegnum þetta ferli, þá eru samt bara helmingslíkur á að við endanlega fílum það þegar við spilum það,“ segir Loji. Þannig að þið hafið mögulega farið í gegnum þúsundir laga? „Já, ég myndi segja það, það hljómar alls ekki eins og vitlaus tala,“ svarar Loji glettinn. „Þetta er með svona ómarkviss- asta lagavali hljómsveitar sem fyrirfinnst,“ segir Arnar Ingi og heldur svo áfram: „Því eftir allt leynimakkið, sem er oft algjör haus- verkur, neitunarvaldið og hrossa- kaupin, þá spilum lögin og þau falla kannski kylliflöt á æfingu.“ Vel úthvíldir Bjartar sveif lur fá gjarnan til sín þekkta gestasöngvara og því ekki úr vegi að spyrja Loja og Arnar Inga hvort einhver slíkur mæti á morgun. „Það átti að vera leynigestur en það virðist enginn komast. Þannig að það er enginn núna nema eitt- hvað ótrúlegt gerist, skrifaðu samt að það sé leynigestur,“ segir Arnar Ingi, sposkur. Svarið gefur til kynna að einhver leynigestur mæti á svæðið. „Nei, nei, Arnar, eigum við ekki bara að vera hreinskilnir og segja að það er enginn gestur, því það er enginn gestur?“ segir Loji við Arnar. „Nema eitthvað ótrúlegt gerist!“ svarar Arnar Ingi, sem vill greini- lega að mystíkin fái að svífa yfir vötnum, svona sérstaklega ef eitt- hvað ótrúlegt gerist. Sveitin hefur nýtt tímann og er búin að æfa nokkur ný lög sem frumflutt verða á tónleikunum, eða öllu heldur verða frumflutt í þeirra útgáfu. „Ég verð að segja að þessi Covid- pása var eiginlega kærkomin, við vorum byrjaðir að spila svo ótrú- lega mikið. Það var gott að fá þá Bjartar sveiflur gefa tóninn fyrir bjartari tíma Loji og Arnar Ingi segja mikið leynimakk að baki lagavalinu, sem geti reynst höfuðverkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR Sveitin hlakkar mikið til að spila á ný eftir góða pásu. MYND/MAGNÚS ANDERSEN pásu og koma svo aftur saman,“ segir Loji. Þannig að það er jafnvel von á Bjartari sveiflum annað kvöld? „Þetta verða Bjartar sveiflur að setja tóninn fyrir bjartari tíma. Við erum bæði svo spenntir að spila en líka svo vel úthvíldir,“ svarar Arnar Ingi, en sveitin er fullbókuð í sumar ef frá eru taldar tvær helgar sem sveitin ætlar að taka í sumarfrí. Þrautseigt ábreiðuband Loji segir sveitina hafa sett sér eina reglu við stofnun: Aldrei spila neitt frumsamið, og hefur það gengið eftir. „Það sparar bandinu mikinn haus- verk og er örugglega forsenda þess að við erum enn í gangi í dag, að það má ekki koma með neitt frumsamið,“ segir Arnar. „Flestir eru góðir í að halda sig á mottunni, það tekur enginn sénsinn. Ég er ótrúlega ánægður með þessa reglu,“ segir Loji. „Það myndaðist mjög skemmti- leg dýnamík hjá okkur fljótt eftir fyrsta gigg, þess vegna held ég að bandið sé svo þrautseigt, þrátt við að vera ábreiðuband. Okkur finnst svo gaman að hanga og gera hluti saman.“ Hvernig verður svo stemningin á tónleikunum á morgun? „Bara fín, held ég,“ svarar Loji. Tónleikar Bjartra sveif lna eru annað kvöld á KEX og hefjast klukk- an 21.00. Það er frítt inn. n 32 Lífið 24. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.