Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 6
Upphaflega átti platan að verða spiluð af sin- fóníuhljómsveit en í faraldrinum þróaðist hún í aðra átt Verkir eru algengir meðal almennings. Þorbjörg Jóns- dóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Doktor Þorbjörg Jónsdóttir hefur hafið viðamikla rann- sókn á því hvernig heilsu- tengd lífsgæði og lífshættir hafa áhrif á heilsu almenn- ings á Íslandi. Þátttakendur eru 12 þúsund og verða niður- stöður birtar með haustinu. birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Verkir eru algengir meðal almennings. Verkir sem ekki eiga sér augljósa skýringu eru oft vanmetnir og vanmeðhöndlaðir, sem getur leitt til þess að þeir þróast út í langvarandi heilsufarsvandamál sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklingsins,“ segir doktor Þor- björg Jónsdóttir, lektor við Heilbrigð- isvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hún fer fyrir viðamikilli rannsókn er snýr að því hvernig heilsutengd lífs- gæði og lífshættir hafa áhrif á heilsu almennings á Íslandi. Spurningalisti hefur verið sendur til 12 þúsund þátttakenda, þar sem safnað er upplýsingum um heilsu- tengd lífsgæði og þætti varðandi almenna lífshætti fólks, svo sem atvinnuþátttöku, neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, sem og upplýsingum um reynslu af langvinnum veikindum og streitu- valdandi áföllum, svo sem slysum og ofbeldi. Einnig er spurt um reynslu af verkjum, eðli og útbreiðslu verkja, áhrif verkja á daglegt líf og lífsgæði sem og aðgang að og notkun á heil- brigðisþjónustu. Þorbjörg hvetur alla sem fengið hafa listann til að svara, mikilvægt sé að fá svör frá sem flestum. „Það vill oft verða þannig að þeir sem telja sig hafa einkenni þess sem verið er að rannsaka svari frekar en aðrir, en það er mikilvægt að fá svör frá sem fjölbreyttustum hópi,“ segir Þorbjörg. Búast má við fyrstu niðurstöðum með haustinu og segir Þorbjörg að þær muni auka þekkingu og skiln- ing á því hvernig verkir til lengri eða skemmri tíma tengist ýmsum þátt- um í lífi fólks sem nýtist við með- ferð verkja. „Og til að fyrirbyggja að verkir þróist í að verða langvarandi heilsufarsvandamál,“ segir hún. Samkvæmt nýlegri skýrslu starfs- hóps sem heilbrigðisráðherra fól að greina fjölda einstaklinga með lang- vinna verki hér á landi, glíma í það minnsta 56 þúsund Íslendingar við langvinna verki. Um það bil þriðj- ungur þeirra er óvinnufær. „Rannsóknir hafa sýnt að tengsl verkja og heilsutengdra lífsgæða og þróun langvinnra verkja er ekki línu- legt samband orsaka og afleiðingar, heldur flókið og gagnvirkt samspil margra þátta í lífi einstaklingsins sem geta haft áhrif hver á annan,“ útskýrir Þorbjörg. „Margar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl verkja og ýmiss konar áfalla fyrr á ævinni, sem og ýmissa lífsstílsþátta. Ýmsir verkir tengdir blæðingum kvenna, fæðing- um og tíðahvörfum geta einnig haft neikvæð áhrif á daglegt líf og heilsu- tengd lífsgæði,“ segir Þorbjörg. Hún segir niðurstöðurnar geta hjálpað við að efla þekkingu, hvað varðar tengingu á milli langvinnra verkja og ýmissa þátta í lífsháttum og lífssögu fólks. n Rannsaka tengsl langvarandi verkja við lífshætti og heilsutengd lífsgæði Margar rannsóknir hafa sýnt að verkir geta tengst áföllum sem fólk hefur orðið fyrir um ævina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Rafíþróttasamtök Íslands, RÍSÍ, hafa lýst yfir áhuga á því að hýsa The International, stærsta mót ársins í tölvuleiknum DOTA, sem á að fara fram í Stokkhólmi í ágúst. Valve, framleiðandi leiksins, til- kynnti í vikunni að fyrirtækið væri farið að skoða aðra staðsetningu í Evrópu eftir að viðræður við sænsk stjórnvöld sigldu í strand. Svíar hafa til þessa neitað að viðurkenna mótið sem afreksíþróttaviðburð og er fyrir vikið óvíst hvort leikmenn- irnir fái vegabréfsáritun. „Þetta er ekki enn komið á form- legt viðræðustig en þetta er eitt- hvað sem vakti strax áhuga okkar þegar þessi yfirlýsing kom út. Síð- ustu daga höfum við, í samstarfi við Íslandsstofu, undirbúið efni og reynt að koma því á framfæri, um að við séum áhugasöm um að hýsa mótið,“ segir Ólafur Steinarsson, formaður RÍSÍ. Fyrr á þessu ári fór Mid Sea- son Invitational fram, eitt stærsta tölvuleikjamót ársins í League of Legends, í Laugardalshöll. Samhliða því hélt Riot Games fyrsta mótið í Valorant í Laugardalshöll. „Upplifun mín eftir Mid Season Invitational, er að við séum nú sýni- legri í þessum heimi. Forráðamenn Riot Games höfðu orð á því að þeir væru himinlifandi með mótið hér á landi og eiga allir sem komu að því verkefni risahrós skilið. Um leið var hægt að fjárfesta í búnaði til að hýsa f leiri mót í framtíðinni.“ Þetta verður í tíunda sinn sem mótið fer fram og er verðlaunaféð, sem er fjármagnað af leikmönnum á heimsvísu, komið yfir fjörutíu milljónir dala. Íslandsstofa vinnur að skýrslu um fjárhagsleg áhrif Mid-Seaso- nal Invitational. Samkvæmt fyrstu tölum voru bókaðar 1.100 gistinæt- ur og var áætlað að hundrað milljón manns hefðu horft á mótið. n Vilja hýsa annað risamót í tölvuleikjum hér á landi Tölvuleikjamót verða sífellt stærri og vinsælli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Tónlistarmaðurinn Damon Albarn hefur tilkynnt um nýja sólóplötu sem koma mun út þann 12. nóvember. Ber hún titilinn The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows. Þetta er fyrsta platan sem Albarn gefur út eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt í janúar. Albarn gerði garðinn frægan með hljóm- sveitunum Blur og The Gorillaz á tíunda áratug síðustu aldar og þeim fyrsta á þessari. Platan í nóvember verður hans önnur sólóplata, en sú fyrsta, Everyday Robots, kom út árið 2014. Samkvæmt fréttasíðunni RTE mun platan innihalda 11 lög sem voru innblásin af íslenskri náttúru. Upphaflega átti tónlistin að vera leikin af sinfóníuhljómsveit, en í far- aldrinum þróaðist hún í aðra átt. „Ég hef verið á myrku ferðalagi við gerð þessarar plötu og ég er farinn að trúa að hrein uppspretta sé enn þá til,“ sagði Albarn við tilkynninguna. n Fyrsta platan sem íslenskur borgari Damon er kominn með sítt að aftan. kristinnhaukur@frettabladid.is GARÐABÆR Sjómannadagsráð hefur sagt upp samningi við Garðabæ um rekstur hjúkrunarheimilisins Ísa- foldar. Tekur uppsögnin gildi um áramót. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur farið fram á viðræður við ríkið um yfirtöku á Ísafold. Garðabær fetar í fótspor Akureyr- ar, Vestmannaeyja, Fjarðarbyggðar og Hornafjarðar, sem öll hafa skilað, eða lýst því yfir að þau hyggist skila, rekstri hjúkrunarheimila. Segja þau ekki nægt fjármagn fylgja rekstrin- um. Eftir að ríkið samdi við Heilsu- vernd hjúkrunarheimili um að taka við Hlíð á Akureyri, var tugum starfsfólks sagt upp. Fjármál Ísafoldar hafa áður kom- ist í deiglu fjölmiðlanna. Garðabær krafði ríkið um hundruð milljóna króna vegna rekstrartaps árin 2013 til 2017 fyrir dómi. Hæstiréttur dæmdi ríkinu hins vegar í vil. Sjómannadagsráð hefur rekið Ísa- fold síðan árið 2017 en reksturinn verið erfiður. Í september var bókað í bæjarstjórn að rekstrinum yrði skilað ef ekki kæmi til viðbótarfjár- magn frá ríkinu. Garðabær ákvað að leggja til viðbótarfjármagn í október til að halda rekstrinum gangandi en nú er komið að lokum hans. n Bæjarstjórn Garðabæjar hyggst skila hjúkrunarheimilinu Ísafold til ríkisins Árið 2017 tapaði Garðabær máli gegn ríkinu vegna reksturs Ísafoldar. 6 Fréttir 24. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.