Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 40
20 Íþróttir 24. júní 2021 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 24. júní 2021 FIMMTUDAGUR Það fjölgaði í hópi þeirra íslensku fótboltaþjálfara sem munu starfa erlendis, þegar Freyr Alexandersson var ráðinn þjálfari Lyngby á dögunum. Freyr er spenntur fyrir komandi áskorunum hjá þessu rótgróna félagi. hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Freyr Alexandersson var fyrr í vikunni ráðinn þjálfari danska B-deildarliðsins Lyngby, en liðið féll úr efstu deild á síðasta keppnistíma- bili. Freyr sem hætti störfum sem aðstoðarmaður Heimis Hallgríms- sonar hjá Al Arabi í Katar í vor, segir rúma viku vera síðan viðræður fóru af stað við forráðamenn danska félagsins. „Þeir höfðu fyrst samband við mig fyrir rúmri viku og ég fékk strax góða tilfinningu fyrir þessu. Eftir að hafa hitt stjórnina, yfirmann knattspynumála og annað starfs- fólk í félaginu, var ég mjög fljótlega viss um að ég vildi taka þetta starf að mér. Það sem heillaði mig mest er hvað þeir höfðu ekki síður mikinn áhuga á að kynnast mér sem manneskju og þeirri hugmyndafræði sem ég hafði til brunns að bera hvað þjálfun og stjórnun almennt varðar,“ segir Freyr um ráðningarferlið. „Þetta er rótgróið félag í bæ í útjaðri Kaupmannahafnar og það er mikil nostalgía sem fylgir því að labba um félagshúsið, æfingasvæðið og leikvanginn, sem tekur um það bil 10.000 manns í sæti. Aðstæður eru til fyrirmyndar hérna og það er til að mynda nýtt undirlag á vellinum, þó svo að stúk- an við völlinn sé komin til ára sinna. Það er á teikniborðinu að byggja nýjan völl og spennandi tímar fram undan hjá félaginu,“ segir hann. „Það má kannski segja að þetta sé að mörgu leyti eins og Leiknir, bara af allt annarri stærðargráðu hvað umgjörð varðar. Þetta er félag sem vill vera á meðal 16 bestu félaga Danmerkur, er með gott unglinga- starf sem hefur skilað af sér frábær- um leikmönnum í gegnum tíðina og er með skýra framtíðarsýn. Þetta er félag sem er með lítið fjármagn miðað við félögin í efstu deildinni, er með f járhagslega umgjörð á pari við fimm stærstu félögin í B-deildinni. Félagið er því ekkert hrætt við að gefa það út að stefnan er að fara upp á næsta tíma- bili, en himinn og jörð munu ekki farast ef það tekst ekki. Það er að segja, metnaðurinn er að sjálfsögðu til þess að komast strax aftur upp í efstu deild, en félagið er hins vegar með langtíma- markmið og mun ekki spenna bog- ann í hæstu hæðir til þess að fara upp í fyrstu atrennu hjá mér,“ segir Freyr um starfsumhverfið. Vilja spila ákveðinn leikstíl „Ég er að ganga inn í það þjálfara- og starfsteymi sem var til staðar í kringum liðið, sem er bara hið besta mál. Ég viðurkenni það alveg að ég var með í huga að fá mér íslenska þjálfara í verkefnið, en eftir að hafa hitt teymið hérna líst mér mjög vel á samstarfið við það. Teymið í kringum mig saman- stendur af einstaklingum á mínum aldri, það er frá þrítugu og upp í tæplega fertugt, sem eru mjög vilj- ugir að sanna sig, eru metnaðar- fullir og þekkja gildi félagsins vel. Ég er því mjög spenntur fyrir því að vinna með þeim. Leikmannahópurinn er alfarið danskur auk íslenska Danans, Fred- eriks Schram, og þetta eru ungir og metnaðarfullir leikmenn sem vilja ná lengra en að spila i dönsku B- deildinni. Þetta er félag sem vill spila skemmtilegan sóknarfótbolta á háu orkustigi og það passar vel við mína hugmyndafræði, þar sem ég legg auðvitað einnig upp með skipulagi og aga í varnarvinnu. Planið er að víkka sjóndeildar- hringinn hvað það varðar að ná í leikmenn á næstu árum og mér líst bara vel á það. Þetta er hins vegar félag sem leggur upp með að gefa þeim leikmönnum sem alast upp hjá akademíunni traust og við munum ekki hverfa frá þeirri stefnu. Nú er bara að rifja upp mennta- skóladönskuna og þá dönsku sem ég lærði þegar ég bjó í Kaupmanna- höfn fyrir um það til 20 árum síðan og hefja vinnuna,“ segir þjálfarinn um framhaldið. ■ Félag með skýra stefnu til framtíðar Freyr segist sjá líkindi með Lyngby og uppeldisfélagi sínu, Leikni, sem hann stýrði um tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND Félagið er því ekkert hrætt við að gefa það út að stefnan er að fara upp á næsta tímabili en himinn og jörð munu ekki farast ef það tekst ekki. Freyr Alexandersson. hjorvaro@frettabladid.is SKÁK Jóhanna Björg Jóhanns- dóttir og Lenka Ptácníková munu í dag tefla um Íslandsmeistaratitil kvenna í skák, en þær voru jafnar þegar keppt var á Íslandsmótinu um miðjan mánuð. Jóhanna og Lenka voru í sérflokki á meðal keppenda á Íslandsmótinu en þegar þær mætt- ust í lokaumferðinni höfðu þær unnið allar sínar skákir á mótinu. Í lokaumferðinni skildu þær svo jafnar og þar af leiðandi þarf bráða- bana til þess að knýja fram úrslit. Í byrjun júní varð Jóhanna Íslands- meistari kvenna í hraðskák, en þar hafði hún betur gegn Guðlaugu Þor- steinsdóttur í úrslitum. Hún getur með sigri í dag orðið Íslandsmeistari í klassískri skák í fyrsta sinn. Jóhanna Björg segir ákveðinn vendipunkt hafa orðið á skákferl- inum árið 2019. Þá hafi hún tekið ákvörðun um að leggja frekari rækt við taf lmennskuna og sett stefn- una á að komast í landsliðið fyrir Ólympíumótið sem fram átti að fara í Rússlandi á síðasta ári. „Ég ákvað að setja undir mig hausinn, tefla meira og markmiðið var að komast í landsliðið sem átti að fara til Rússlands í fyrra. Til þess nýtti ég mér töluvert hluti úr námi mínu í sálfræði. Það er að segja að hætta að finna ávallt afsakanir fyrir töpum á skákborðinu, læra frekar af töpunum og sjá hvað ég get bætt. Ég tef ldi umtalsvert meira árið 2019 en ég hafði gert árin á undan og 2020 átti að vera árið þar sem ég myndi uppskera laun erfiðisins. Það fór eins og það fór út af kóróna- veiru faraldrinum, en ég frestaði bara þeim markmiðum sem ég hafði sett mér og nú stefni ég að því að komast í landsliðið fyrir EM landsliða síðar á þessu ári,“ segir Jóhanna. „Andstæðingur minn í úrslit- unum í hraðskákinni, Guðlaug, var fyrirmynd mín á sínum tíma og Lenka er stórmeistari kvenna sem ég hef litið upp til síðan hún skaust fram á sjónarsviðið. Ég var nokkuð frá því að ná að leggja þær að velli hér áður og því er það töluverður áfangi fyrir mig að vera komin á sama stall og þær,“ segir þessi öfluga skákkona. „Ég kann betur við hraðskákina og því hentar það mér ágætlega að í ein- víginu við Lenku verða tefldar skákir með styttri tímamörkum. Undir- búningurinn fer jöfnum höndum í það að stúdera skákstíl Lenku, þær byrjanir sem hún gæti bryddað upp á og finna veikleika hjá henni. Lenka hefur haldið Íslandsmeist- aratitlinum samfellt síðan 2012 en ég verð að gæta þess að bera ekki of mikla virðingu fyrir henni og freista þess að ná frumkvæði í skákunum. Það er sæti í landsliðinu í húfi í þessari skák og það væri gríðarlegur heiður fyrir mig og stór áfangi ef ég næði að slá tvær flugur í einu höggi með því að verða Íslandsmeistari og tryggja mér sæti í landsliðinu.“ ■ Freistar þess að velta ríkjandi meistara úr sessi í dag Frá viðureign Jóhönnu Bjargar og hinnar sigursælu Lenku fyrr í þessum mánuði. MYND/ AÐSEND Salah fær ekki að fara á ÓL. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Forráðamenn Liverpool munu ekki leyfa Mohamed Salah að leika með Egyptalandi á Ólympíu- leikunum. Þetta kom fram í viðtali við forseta egypska knattspyrnu- sambandsins í gær, sem segir að Salah sé ekki sammála ákvörðun- inni og eigi eftir að berjast fyrir því að leika fyrir hönd Egyptalands. Keppni í knattspyrnu á ÓL lýkur viku áður en enska úrvalsdeildin hefst í ágúst. Liðin eru skipuð leik- mönnum undir 23 ára aldri, en heimilt er að skrá þrjá eldri leik- menn og vildu Egyptar hafa Salah innanborðs í Japan. Samkvæmt reglum FIFA er félögum hins vegar heimilt að koma í veg fyrir að leik- menn fari á Ólympíuleikana. Salah verður fjarverandi í tæpan mánuð í janúar þegar Egyptar keppa í Afríkukeppninni og voru forráðamenn Liverpool ekki til- búnir að hleypa honum í bæði verk- efnin. ■ Banna Salah að keppa í Tókýó kristinnpall@frettabladid.is HANDBOLTI Rut Jónsdóttir sem fór fyrir Íslandsmeistaraliði KA/Þórs og Árni Bragi Eyjólfsson, marka- kóngur Olís-deildar karla, voru valin bestu leikmenn nýafstaðins tímabils á Íslandsmótinu í hand- bolta. Valið var kunngert á lokahófi HSÍ í gær. Rut og Árni Bragi voru valin bestu sóknarmenn efstu deildar og hlutu Sigríðar- og Valdimarsbikarinn fyrir þá leikmenn sem þóttu mikilvægust í efstu deildum karla og kvenna. Þá fékk Árni Bragi Háttvísiverðlaun HDSÍ. ■ Rut og Árni Bragi valin best af HSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.