Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 17
Það er ekkert náttúru- lögmál að ríkisvæðing takist svo illa. Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Snemma á ferli þessarar ríkis­ stjórnar var þáverandi dómsmála­ ráðherra knúinn til að segja af sér vegna stjórnarathafna sinna. Að því tilviki frátöldu virðist enginn ráðherranna hafa lent á pólitískum hrakhólum með jafn mörg verkefni eins og heilbrigðis­ ráðherra. Eigi að síður eru stjórnarflokk­ arnir þrír sammála um að óska nú eftir því við kjósendur að fá umboð til að framlengja setu heil­ brigðisráðherra. Það er traust, sem ráðherra má vel við una. Stóru fyrirheitin Þegar ráðherrar taka við er eðlilegt að þeir sýni þjóðinni að þeir vilji „vanda sig frá upphafi í því, sem er innanhandar að standa sig í.“ Án þess að í þessu ljósi sé lítið gert úr öðrum ráðherrum ríkis­ stjórnarinnar, setti enginn þeirra sjálfan sig á hærri stall í byrjun en heilbrigðisráðherra. Á þann mæli­ kvarða er fall heilbrigðisráðherra mest. Lýsingar ráðherra fyrir síðustu kosningar á vandamálum heil­ brigðiskerfisins voru ófagrar. Mörgum hefur því ugglaust létt þegar ráðherrann steig fyrst fram til að sannfæra þjóðina um að enginn forveranna hefði haft jafn mikinn metnað, jafn mikið þrek og jafn mikinn kjark til þess að takast á við vandamálin. Ráðherrann sagði tæpitungu­ laust að verkefnið væri að bjarga heilbrigðiskerfinu frá langvinnri vanrækslu og ásælni peningaafl­ anna. Þannig byrjaði kjörtíma­ bilið. Einkavæðing Þegar kom að síðastu stóru stjórn­ arathöfn kjörtímabilsins, ákvað heilbrigðisráðherra að einkavæða hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða á Akureyri. Það þarf ekki að vera óeðlilegt þótt ráðherra hafi áður litið á það sem erfðasynd. Spurningin snýst fyrst og fremst um þær kröfur sem gerðar eru til þjónustunnar og það fjármagn sem fylgir til að uppfylla þær. Fremur langsótt er að ætla að með þessu hafi ráðherra ætlað að gulltryggja áframhaldandi sam­ starf við Sjálfstæðisflokkinn. Önnur skýring er nærtækari. Metnaður, þrek og kjarkur ráð­ herra hefur einfaldlega farið í annað en að finna lausn á þeim vanda hjúkrunarheimilanna sem við blasti áður en ríkisstjórnin tók við. Á síðustu stundu voru kostirnir því bara tveir. Annars vegar gat ráðherra tekið verkefnið yfir til ríkisins frá bænum og axlað beina ábyrgð á uppsögnum og niðurskurði. Hins vegar mátti bjóða þjónustuskerð­ inguna út og kaupa þannig þrek og kjark einkaaðila í það verk. Einkaaðilinn ber þó ekki póli­ tíska ábyrgð á niðurskurðinum. Á hrakhólum Það gerir heilbrigðisráðherra, sem nú lýkur kjörtímabilinu á hrak­ hólum með málið. Ríkisvæðing Biðlistarnir hafa lengst á kjörtíma­ bilinu og vandinn á Landspítal­ anum er svipaður og áður. Metnaður, kjarkur og þor heil­ brigðisráðherra hefur farið í að ríkisvæða framkvæmd á skimun fyrir krabbameinum. Krabba­ meinsfélagið hafði það verkefni með höndum í áratugi og lagði því til nokkra tugi milljóna króna á hverju ári. Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við að ríkisvæða slíkt verkefni, þó að brýn þörf til þess hafi ekki bein­ línis blasað við. Gallinn er bara sá að áður en ákvörðun var tekin var ekkert mat lagt á starfsemina eins og hún var, engin ný markmið sett, engin athugun gerð á því hvernig verkefninu yrði best fyrir komið eða hvar og enginn tími ætlaður til að framkvæma svo viðkvæma breytingu. Árangurinn blasir við. Ekkert opinbert verkefni hefur lent á slíkum hrakhólum svo lengi sem elstu menn muna. Tugir þúsunda kvenna kalla eftir endurnýjuðu trausti til þessa mikilvægasta forvarnaverkefnis íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Bergmál þagnarinnar Það er ekkert náttúrulögmál að ríkisvæðing takist svo illa. Kannski sá ráðherrann bara vannýttan starfskraft á Land­ spítala og í heilsugæslu, sem aðrir sáu ekki. Þar er sannarlega líka hæft fólk. En hvers vegna öll þessi ósköp, ef góðan vilja skorti ekki? Líklegasta skýringin er sú að póli­ tískar kreddur og valdhroki hafi ýtt almennri skynsemi til hliðar bæði við undirbúning ákvarðana og framkvæmd þeirra. Hvort tveggja veldur oft vandræðum. Athyglisvert er að þessi tvö dæmi sýna að heilbrigðisráðherra hefur lent á jafn miklum hrak­ hólum með ríkisvæðingu verkefna og yfirfærslu þeirra til einkaaðila. Heilbrigðisráðherra neitar nú fjölmiðlum um viðtöl um hrak­ hólamál sín. Bergmál þeirrar þagnar virðist þó berast jafn langt og ómur stóru orðanna í byrjun. n Heilbrigðisráðherra neitar nú fjölmiðlum um viðtöl um hrak- hólamál sín. Bergmál þeirrar þagnar virðist þó berast jafn langt og ómur stóru orðanna í byrjun. Vörn sem virkar Vertu í fríi frá mýi Mygga er áhrifarík mýflugnafæla sem veitir allt að 9 klukkustunda vörn gegn flugnabiti. Fæst á völdum sölustöðum um land allt. mygga.is 9,5% DEET sprey 2 ára & eldri 20% DEET roll-on 12 ára & eldri 50% DEET sprey 18 ára & eldri After bite Skoðun 17FIMMTUDAGUR 24. júní 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.