Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 47
Kynslóðir, er yfirskrift Sumartónleika í Skálholti sem haldnir verða 1.–11. júlí. List- rænir stjórnendur hátíðar- innar eru Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal. kolbrunb@frettabladid.is Sumartónleikar í Skálholti eru nú haldnir í 46. sinn, en hátíðin er elsta tónlistarhátíð landsins og elsta bar- okkhátíð á Norðurlöndum. „Á þessari hátíð erum við að tefla saman tónskáldum af mismunandi kynslóðum og erum um leið að fagna öllum kynslóðunum sem hafa komið að sumartónleikum frá upp- hafi. Hátt í sjötíu f lytjendur koma nú fram á hátíðinni, þar á meðal hópar frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð,“ segir Ásbjörg. Staðartónskáld eru að þessu sinni Haukur Tómasson og Eygló Höskuldsdóttir Viborg. Þau semja verk fyrir hátíðina sem flutt verða á lokatónleikunum. Eldri verk eftir þau verða flutt á opnunartónleikum hátíðarinnar. Ný verk eftir Báru Grímsdóttur og Huga Guðmundsson verða frum- flutt á hátíðinni. Hljómeyki f lytur verk Báru en kórinn kemur fram með nýjum stjórnanda, Hreiðari Inga Þorsteinssyni. Sönghópurinn Cantoque og hin dansk/sænska Camerata Öresund og finnska bar- okksveitin Ensemble, f lytja meðal annars verk Huga. Dúó Freyja, mæðgurnar Svava Bernharðsdóttir og Rannveig Marta Sarc, flytja sex verk á hátíðinni, sem þær létu sérstaklega semja fyrir sig, öll verkin eru eftir konur. Þær koma einnig fram á lokatónleikunum. Barokk á harmóníku Meðal annarra viðburða má nefna að Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harm- óníkuleikari spilar barokktónlist á hátíðinni. „Það er nokkuð sérstakt að spila barokktónlist á harmóníku og verður spennandi að heyra í Skál- holtskirkju,“ segir Ásbjörg. „Það er mikið af íslenskum harmóníkuleik- urum að stíga fram. Harmóníkan er að ganga í endurnýjun lífdaga.“ Tónlistarhópurinn Gadus Mor- hua heldur tónleika, en þar má meðal annars heyra í langspili og barokksellói. Fjölskylduviðburðir verða á dag- skránni. Bergþór Pálsson og Guðný Einarsdóttir f lytja tónlistarævin- týri, en þar er orgelið kynnt. Guðný sér einnig um listgjörning, en þar fá börn að setja saman lítið orgel og geta síðan skemmt sér við að leika á það. Stækkar tengslanet Ásbjörg segir stemninguna á hátíð- inni vera dásamlega. „Það er alltaf sérstakur andi yfir Skálholti. Þarna koma listamenn saman og f lestir gista í nokkrar nætur. Þetta stækkar tengslanetið hjá mörgum.“ Ekki er selt inn á tónleikana. „Þannig hefur þetta verið frá upp- hafi. Það er litið svo á að allir eigi að geta sótt gæðatónleika í fallegu umhverfi,“ segir Ásbjörg. ■ Á þessari hátíð erum við að tefla saman tónskáldum af mis- munandi kynslóðum. Ásbjörg Jónsdóttir er annar tveggja listrænna stjórnenda Sumartónleika í Skálholti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sérstakur andi í Skálholti kolbrunb@frettabladid.is Þýska forlagið Kiepenheuer & Witsch hefur tryggt sér réttinn á verðlaunaglæpasögu Evu Bjargar Ægisdóttur, Marrið í stiganum. Mörg af helstu útgáfufélögum Þjóð- verja bitust um réttinn á bókinni á æsispennandi uppboði sem lauk með því að KiWi, eins og forlagið er gjarnan kallað, bauð best. Marrið í stiganum er tilnefnt til CWA Daggers-verðlaunanna í Bret- landi, en það eru hin virtu samtök breskra glæpasagnahöfunda sem standa að verðlaununum. Þau eru veitt í ýmsum flokkum, þar á meðal „nýtt blóð ársins“ eða frumraun árs- ins („New Blood“). ■ Barist um Evu Björgu Eva Björg Ægisdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kolbrunb@frettabladid.is Jón Gnarr verður í hlutverki Skugga- Sveins í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu. Marta Nordal, leikhússtjóri Leik- félags Akureyrar, mun leikstýra Skugga-Sveini. „Það er hreint út sagt stórkostlegt að fá náttúruaflið og listamanninn Jón Gnarr í hlut- verk Skugga-Sveins, einnar frægustu persónu íslenskra leikbókmennta,“ segir Marta. Leikritið Skugga-Sveinn eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson var fyrst sett á svið árið 1862. Áætl- uð frumsýning Leikfélags Akur- eyrar er um miðjan janúar 2022. ■ Jón Gnarr verður Skugga-Sveinn Jón Gnarr leikari. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MJÓLKURBIKAR KVENNA 8 LIÐA ÚRSLIT Tryggðu þér áskrift á stod2.is Í DAG 17:50 Menning 27FIMMTUDAGUR 24. júní 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.