Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s 1 2 2 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 4 . J Ú N Í 2 0 2 1 Samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins hafa fasteignaskattar atvinnu­ húsnæðis hækkað mikið á undanförnum árum og eru háir í samanburði við nágrannalöndin. kristinnhaukur@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafa hækkað mikið á undanförnum áratug og eru háir í alþjóðlegum samanburði. Sveitar­ félög landsins innheimta rúmlega 28 milljarða króna í ár, en árið 2012 innheimtu þau 14 milljarða. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Sam­ taka iðnaðarins. Aðeins tæplega 20 prósent af hús­ næði er atvinnuhúsnæði, en engu að síður telur það tæplega 56 prósent af heildarskattinum. Vegin meðalskatt­ prósenta á atvinnuhúsnæði er 1,56 prósent, en aðeins 0,23 af íbúðar­ húsnæði. Nærri helmingur sveitar­ félaganna er með skatthlutfallið í löglegu hámarki, 1,65 prósentum, og Reykjavíkurborg, þar sem um helm­ ingur heildarverðmætis atvinnuhús­ næðis er staðsettur, er mjög nálægt hámarkinu. Ingólfur Bender, aðalhagfræðing­ ur samtakanna, segir að fasteigna­ verðið sjálft hafi þrýst sköttunum upp á undanförnum árum og sveit­ arfélögin hafi ekki brugðist við með því að lækka prósentuna. Á síðustu sex árum hafi skattarnir hækkað um 68 prósent, en verðmætasköpun hagkerfisins einungis um 27 prósent. Þetta leggist illa á fyrirtæki í öllum greinum sem þurfa rými og hafnar á endanum á heimilunum sem greiða fyrir með hærra verðlagi. „Sveitarfélögin eru að taka sífellt stærri hluta af kökunni með þessari skattlagningu,“ segir Ingólfur. „Hlut­ ur sveitarfélaganna í hagstjórninni hefur verið að stækka og þau verða að axla sína ábyrgð. Þetta er einn af þeim hlutum sem skapa samkeppn­ ishæfnina fyrir okkar fyrirtæki. Með lækkun skattanna væri hægt að örva efnahagslífið til vaxtar og skapa störf sem við þurfum verulega á að halda nú eftir niðursveifluna undanfarið.“ Árið 2019 voru tekjur sveitar­ félaganna af fasteignasköttum 0,9 prósent af landsframleiðslu. Er þetta hærra en gengur og gerist á Norður­ löndunum og í Evrópu. Í Svíþjóð og Finnlandi er hlutfallið 0,4 prósent og 0,2 í Noregi. Þrátt fyrir áskoranir hafa aðeins 6 af 69 sveitarfélögum landsins lækkað skattprósentu sína á þessu ári, þar á meðal Reykjavík um 0,05 prósent. En eitt þeirra, Grindavík, hækkaði sinn skatt um 0,13 prósent. Ingólfur segir jákvætt að Reykja­ vík hafi lækkað, en að það þurfi miklu meira til að hafa alvöru áhrif. Bendir hann á að tvö nágranna­ sveitarfélög með mikið af atvinnu­ húsnæði hafi verið til fyrirmyndar. Það er Hafnarfjörður þar sem pró­ sentan var í hámarki árið 2017 en er nú 1,4 og Kópavogur, sem lækkaði nýlega niður í 1,47 prósent. Almennt séð hefur landsbyggðin hins vegar verið eftirbátur þegar kemur að lækkunum skattanna. Til að mynda eru Skagafjörður, Ísa­ fjörður, Múlaþing og Fjarðabyggð í hámarkinu og Akureyri nálægt því. „Við furðum okkur á þessu því að samkeppnishæfni þeirra er skert með þessum hætti líkt og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingólfur. „Fyrir tæki þurfa á því að halda að hafa lága skattprósentu.“ ■ Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði tvöfaldast á áratug Hlutur sveitarfélag- anna í hagstjórninni hefur verið að stækka og þau verða að axla sína ábyrgð. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI. Pssst ... Góðar á grillið!Nektarínur Krónanmælir með! Mmm ... Nektarínur Bestar núna! Ísólfsskáli sést hér skammt undan hrauninu sem rennur nú úr Geldingadölum og niður í Nátthaga. Jörðin var um langan tíma notuð sem bújörð en verður líklega komin undir hraun á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktboas@frettabladid.is  UMHVERFISMÁL 150 tonn af bænda­ plasti eru föst í móttökustöð Flokku á Sauðárkróki. Fyrirtækið vill f lytja plastið til endurvinnslu í Hveragerði en Úrvinnslusjóður neitar að koma til móts við f lutningskostnaðinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis­ og auðlindaráðherra, segir Úrvinnslusjóð með flutnings­ jöfnunarkerfið til heildstæðrar endurskoðunar og vonast eftir því að sú vinna verði farsæl. – SJÁ SÍÐU 4 Pattstaða í Skagafirði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.