Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 20
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Auður Marín lauk fyrsta árinu sínu í Háskólanum í Reykjavík í vor en hún leggur stund á nám í hagfræði og stjórnun. En í framtíðinni sér hún fyrir sér einhvers konar starf með fólki. „Ég hef alltaf haft áhuga á við­ skiptum og ég er frekar mannauðs­ megin í minni viðskiptahugsun. Ég var á viðskiptabraut í framhalds­ skóla. Það var alltaf stefnan að læra viðskiptafræði en svo færðist ég í átt að hagfræðinni og mannauðs­ málum.“ Tengt áhuganum á mannauðs­ málum og að vinna með fólki, kemur áhuginn á viðburða­ stjórnun, sem Auður Marín fær útrás fyrir í starfi sínu fyrir heimildamyndahátíðina IceDocs á Akranesi. „Ég er umsjónarmaður gesta. Ég sé um flugferðir þeirra sem koma að utan og sé um gistingu. Ég er líka með allar upplýsingar um Akranes og hátíðina sjálfa fyrir gestina. Ég sé um að gestunum líði eins og þeir séu velkomnir og það sé tekið vel á móti þeim,“ segir Auður Marín. „Mér finnst mjög gaman að vinna við þetta. Það gefur mér góða reynslu. Mér finnst gaman að vinna með fólki og redda hlutum. Að hafa umsjón með einhverju, vera til staðar fyrir fólk og vera kunnuglegt andlit fyrir gestina.“ Lærði dans hjá pabba sínum Auður Marín er að hluta alin upp á Akranesi og móðurfjölskyldan hennar er þaðan, svo hún er ekki ókunnug staðnum. „Ég bjó á Akranesi í 10 ár þegar ég var í grunnskóla og Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri IceDocs, er frænka mín. Ég hafði rætt við hana um áhuga minn á viðburðastjórnun, svo þess vegna hafði hún mig í huga í sambandi við hátíðina og gaf mér tækifæri til að finna smjörþefinn af starfinu. Hún hefur líka hjálpað mér að komast inn í viðburði í dansheim­ inum,“ segir Auður, sem hefur dansað frá unga aldri. „Pabbi minn var danskennari og hann kenndi mér grunninn í samkvæmisdönsum, en ég æfði þá aldrei. Ég fór svo út í street jazz og var mikið í því sem krakki. Ég fór svo að kenna í Dansstúdíói á Akra­ nesi á meðan ég bjó þar. Ég hélt svo áfram að æfa svipaðan dans þegar ég varð eldri og flutti í bæinn,“ segir hún. Auður tók sér svo smá hlé frá dansæfingum en byrjaði aftur í haust. „Þá fór ég meira út í svona stelpu­ dans, eða kvendans. Ég dansa á Auður á marga kjóla og á sumrin notar hún hvert tæki- færi sem gefst til að klæðast þeim. MYND/ AÐSEND Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is hælum. Ég er svolítið að læra inn á líkamann og að tjá mig með hreyf­ ingu og verða örugg í líkamanum,“ útskýrir hún. Fylgir ekki bylgjum Auður Marín segist pæla mikið í tísku en í street­dansinum klæðist hún bara þeim fötum sem hún getur hreyft sig í og finnst þægileg. „Það eru aðallega íþróttaföt og eitthvað vítt. Þegar við sýnum þá höfum við fengið boli til að vera í. Það eru ekki svona strangar reglur um klæðaburð í street­dansi eins og í samkvæmisdansi,“ segir Auður Marín. „En þegar ég pæli í fötum þá er ég ekki mikið að fylgja bylgjum. Ég verð auðvitað fyrir áhrifum frá öðrum og fylgist aðeins með, en ég klæði mig samt bara í það sem mér finnst flott. Ég klæðist því sem gleður mig og því sem mér líður vel í. Mér er sama hvað öðrum finnst, ef mér líður vel og finnst ég vera flott, þá fylgi ég því.“ Auður segir að gallabuxur séu alltaf í uppáhaldi hjá henni en henni finnst gott að eiga gallabux­ ur í nokkrum litum, helst bláar eða svartar og svo nokkra mismunandi boli til að klæðast við þær. „En ég er líka mikil stelpu­ stelpa, þannig að ég er mjög hrifin af kjólum. Á sumrin reyni ég að vera eins mikið í kjólum og ég get. Uppáhaldsflíkin mín er kjóll frá Tommy Hilfiger, hann knúsar svolítið líkamann,“ segir Auður og bætir við að þessa dagana versli hún mest hér heima á Íslandi, en henni finnist samt mjög gaman að fara í verslunarferðir til útlanda. „Þá leita ég oft að flík jafnvel í einhverjum merkjum. Mér finnst gaman að eiga eina og eina mjög góða flík sem passar við margt og maður getur átt lengi. Ég er þá aðallega að hugsa um gæðin. En annars versla ég eiginlega bara í hvaða búð sem er, ef ég finn eitt­ hvað sem mér finnst flott. Ég held ég hafi klárlega verslað í f lestum helstu fataverslunum hérlendis.“ ■ 2 kynningarblað A L LT 24. júní 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.