Fréttablaðið - 24.06.2021, Síða 32

Fréttablaðið - 24.06.2021, Síða 32
Fátt er sumarlegra en sól- kysst húð skreytt hressi- legum freknum vítt og breitt um andlitið. Sumir eru bless- aðir með því gullna gena- mengi sem myndar þessa krúttlegu flekki á andliti og jafnvel um allan líkamann, á meðan aðrir skarta flekk- lausri húð. johannamaria@frettabladid.is Löngum hefur óflekkuð húð þótt hið æðsta takmark fegurðar og freknótt fólk lengi leitað leiða til þess að dylja doppur sínar. Undan- farið hefur þó sífellt meira borið á því í fegrunarsamfélaginu að fólk sé að ýkja freknur sem eru þegar til staðar og bæta fleirum við. Þá hafa margir gengið svo langt að jafnvel stimpla þær á sig þar sem engar eru. Það er mörgum ánægjuefni að freknur séu loksins orðnar móðins og að doppóttir einstaklingar hafi nú fengið uppreist æru. Þó er að sjálfsögðu ávallt æskilegt að verja húðina fyrir óæskilegum geislum sólarinnar. Því þrátt fyrir að freknur séu nú hinn nýi fegurðar- staðall hjá mörgum kemst skað- brennd húð seint í tísku. Flaggaðu freknum í allt sumar Freknur eru tengdar sjaldgæfri genasamsætu af MC1R-geninu. Þó svo að einstaklingur sé með tvö slík gen frá báðum foreldrum myndar hann ekki endilega freknur. Þá geta einstaklingar sem hafa ekki þessa sjaldgæfu MC1R-genasam- sætu líka myndað freknur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Upphaf frekna hjá mönnum er tengt því þegar mannkynið hóf að flytjast á ný svæði frá Afríkuflekanum. Freknur eru hraustleikamerki hjá þeim sem bera þær og minna fólk á sól og sumardaga. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Fjölmargar kvikmyndastjörnur eru freknóttar og flagga þeim stoltar. Þeirra á meðal er bandaríska kvikmyndaleikkonan Glenn Close. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hvað eru freknur? Freknur eru skaðlausir litlir húð- blettir sem innihalda meira af litarefni en húðin í kring. Oftast eru freknur litlar og ljósbrúnar eða rauðbrúnleitar, f latar en ekki upphleyptar. Stundum renna þær þó saman og mynda stærri og óreglulegri flekki. Þegar sólin skín eykst melanínframleiðsla í húðinni. Þá dekkjast freknurnar og verða meira áberandi. Margir skarta freknum allt árið um kring og hjá öðrum myndast þær og dökkna yfir sumartímann, þegar sólin fær að kyssa húðina. Freknur ganga í erfðir þannig að ef for- eldrar eru doppóttir þá er líklegt að börnin verði það líka. Þá er algengt að freknurnar komi fram á barnsaldri en þær geta líka horfið á fullorðinsárum. Heilsusamleg freknusöfnun Það hafa ekki gefist óramörg tæki- færi fyrir freknusöfnun í sumar hjá mörgum, sérstaklega fyrir þau sem safna þeim helst í útlöndum þar sem sólin skín oftar og töluvert meira en á Íslandi. En þrátt fyrir það eru alveg til leiðir til þess að bæta við nokkrum freknum í safnið og dekkja þær sem eru þegar til staðar, sem krefst ekki neins einasta sólargeisla. Freknur með blýanti Fyrst er að finna sér hentugan lit. Allajafna er liturinn sem maður notar til að fylla upp í augabrún- irnar of dökkur. Mælt er með því að finna augnabrúnablýant fyrir freknuteiknun sem er um einum til tveimur tónum dekkri en grunn- litur húðarinnar. Áður en flekkj- unum er smellt á andlitið er best að vera búin að grunna húðina, hvort sem um er að ræða krem, púður eða húðfarða. Hafðu í huga að freknurnar koma best út þegar þú hugsar ekki allt of mikið um hvar þú kemur þeim fyrir. Náttúrulegar freknur myndast nefnilega yfirleitt þar sem maður býst ekki við þeim. Ekki heldur reyna að gera þær of snyrti- legar eða fullkomnar. Fyrir minni freknur er gott að fjárfesta í micro- brow-augnblýanti en fyrir stærri er hægt að nýta sér þykkari blýant. Freknur eru enn fremur frábær leið til þess að fela stakar bólur. Settu flestar freknur þar sem sólin skín náttúrulega á andlitið. Nefið, kinnbein, kinnar og enni. Láttu þeim svo fækka eftir því sem fjær dregur frá sólkysstustu svæðunum. Mundu að freknur eru ekki fullkomnar, hvorki í laginu né í lit. Til að halda þeim sem náttúru- legustum er æskilegt að blanda þær í grunntóninn í húðinni með bursta eða bara puttanum. ■ NÝ HÁRLÍNA FRÁ LAVERA NÝTT Sölustaðir: heilsuverslanir, Hagkaup, Heimkaup.is og valin apótek. Fylgdu okkur: „Lavera Íslandi“ • Einstök formúla sem þykkir og mýkir. • Sjö nýjar tegundir af sjampói og næringu. • Lífrænt vottað og sílikon frítt í endurunnum umbúðum. 10 kynningarblað 24. júní 2021 FIMMTUDAGURHÚÐ OG HÁR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.