Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 24
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Lizzy Pike hefur á stuttum tíma skapað sér stórt nafn innan snyrti­ vöruheimsins fyrir Face Halo far­ ðaklútana. Hún er búsett í Ástralíu en eigendur Beautybox.is fundu leið fyrir blaðamann til að komast í samband við þessa flottu fyrir­ mynd og frumkvöðul, sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vöru sína. Nú síðast vann Face Halo til verðlauna sem besti farðahreins­ irinn að mati Harper’s Bazaar í Bandaríkjunum. En hvernig skyldi þetta ævintýri hafa byrjað? „Eftir að hafa eignast þrjú börn á þremur árum og þar á meðal tvíbura, þá fór ég að leita mér að sneggri og auðveldari leiðum til þess að gera alls konar hluti. Ég áttaði mig á því að það var engin snögg, árangursrík og örugg leið til þess að fjarlægja farða í lok dagsins. Ég er með bakgrunn í ör­ trefjatækni og út frá þeirri reynslu varð Face Halo til. Ég er mjög stolt af að segja frá því að fjórum árum síðar hefur Face Halo komið í veg fyrir að 1 milljarður einnota and­ litsklúta lendi í sjónum eða í land­ fyllingu,“ segir Lizzy, sem á sínum tíma hóf atvinnuferil sinn sem flugfreyja hjá Qantas­flugfélaginu. Draumur fyrir uppteknu konuna Face Halo er margnota farðaklútur með örtrefjum til að hreinsa farða af húðinni og það eina sem þarf er vatn. „Sýrustigið í Face Halo er hlutlaust, svo klúturinn er mildur fyrir húðina og náttúruna okkar. Hann er margnota og hægt er að þvo hann allt að 200 sinnum í þvottavél,“ segir Lizzy. Þegar hún er spurð fyrir hverja farðaklúturinn sé, stendur ekki á svari. „Face Halo er draumur upp­ teknu konunnar, því hann er svo auðveldur í notkun og virkar svo vel. Þú þarft aðeins að bleyta hann með vatni og strjúka yfir andlitið. Þar sem það eru engin efni í farða­ hreinsinum þá hentar hann öllum húðtegundum.“ Hrein og endurnærð húð Sérstaða Face Halo felst í Halo­ Tech örtrefjatækni. „Örtrefjarnar í Face Halo eru 100 sinnum fínni en mannshár og er hann hannaður til þess að ná niður í húðholurnar okkar til þess að fjarlægja farða og óhreinindi. Þannig skilur klúturinn húðina eftir hreina og endurnærða,“ segir Lizzy. Face Halo hefur farið í gegnum strangar prófanir til þess að tryggja að hann virki betur en sambæri­ legar vörur á markaði, ásamt því að vera mjúkur og mildur á húðina. „Ég vissi að við hefðum eitthvað sérstakt í höndunum þegar You­ Tube­stjarnan Chloe Morello bað um að verða partur af fyrirtækinu Face Halo farða­ klútarnir hreinsa allan farða af á augabragði. Örfínar örtrefjar fara djúpt inn í húðina og það eina sem þarf aukalega er vatn. MYND/AÐSEND Lizzy segir að Face Halo sé draumur uppteknu konunnar, því farðaklúturinn er auðveldur í notkun og hreinsar húðina vel. Aðeins þarf að bleyta hann með vatni og strjúka yfir húðina. MYND/AÐSEND „Dr. Dennis Gross er einn frægasti húðsjúkdómalæknir New York. Hann hefur þróað mjög virkar og áhrifaríkar vörur, sem eru í fremsta flokki þegar kemur að vörum með mikla virkni. Hann er meistari í ávaxtasýrum og eru ávaxtasýruskífurnar hans einka­ leyfisvarðar og einstakar að því leyti að þeim svipar til ávaxtasýra sem eru notaðar á snyrtistofum. Þar er ávaxtasýran fyrst sett á húð­ ina og síðan beðið í 2 mínútur, svo er settur á stoppari sem stöðvar virkni ávaxtasýranna. Þannig næst hámarksárangur en minni erting,“ segir Íris, sem er að vonum ánægð með að geta boðið upp á þetta spennandi snyrtivörumerki. Ávaxtasýrur og retinol „Viðskiptavinir okkar hafa óskað eftir sérhæfðum lúxusvörum með virkum innihaldsefnum á borð við ávaxtasýrur og retinol og við vild­ um verða við því. Dr. Dennis Gross uppfyllir þessar kröfur en um er að ræða hágæðavörur með áherslu á ákveðna virkni. Dr. Dennis Gross er einnig með mjög flotta C­víta­ mín­línu, hýalúronsýru­línu og retinol­línu, ásamt níasínamíð­ línu fyrir stressaða húð. Síðast en ekki síst er hann með æðisleg tæki, eins og til dæmis SpectraLite FaceWear Pro grímuna, sem er blanda af 100 rauðum ljósum og 62 bláum ljósum sem vinna saman til að slétta hrukkur, draga úr litamis­ fellum og minnka þrymlabólur, auk þess að gefa húðinni fallegt og unglegt yfirbragð,“ segir Íris. Vinsælar um allan heim Vörurnar frá Dr.Dennis Gross eru á toppi yfir vinsælustu snyrtivör­ urnar víða um heim, þar á meðal hjá hinni þekktu snyrtivöru­ Dr. Dennis Gross kominn í Beautybox.is Íris Björk segir að viðskiptavin­ ir Beautybox. is hafi óskað eftir sérhæfðum lúx­ usvörum með mikla virkni og vörurnar frá Dr. Dennis Gross uppfylli þær kröfur. MYND/ERNIR Dr. Dennis Gross er einn frægasti húðsjúkdóma­ læknir New York. Hann hefur þróað mjög virkar og áhrifaríkar vörur, sem fást nú hjá Beauty­ box.is. MYND/AÐSEND okkar eftir að hafa prófað lokaein­ takið,“ nefnir Lizzy, og ekki leynir sér að hún er stolt af vörunni sem hún þróaði sjálf. Einn Face Halo farðaklútur í stað 500 einnota er betra fyrir jörðina Hún leggur mikla áherslu á umhverfismál og sjálfbærni í allri framleiðslu og vöruþróun. „Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir sjálfbærum vörum og leiðum til þess að draga úr sóun. Í dag er mikil vitundar­ vakning fyrir umhverfismálum og hreinum húðvörum, sem hefur ýtt undir velgengni Face Halo. Mark­ mið okkar er að minnka og helst útrýma notkun á einnota plasti og einnota farðahreinsiklútum, sem lenda beint í ruslinu eftir eina notkun. Einn Face Halo kemur í stað 500 einnota farðaklúta og hægt er að þvo hann í þvottavél allt að 200 sinnum. Við bjóðum líka viðskiptavinum okkar að skila notuðum Face Halo til okkar og eru þeir sendir í endurvinnslu. Not­ uðum Face Halo er hægt að skila til Beautybox.is á Langholtsvegi 126. Nýlega sýndum við afraksturinn af endurvinnslunni okkar með nýrri fatalínu sem heitir Modern Merch Streetwear,“ segir Lizzy. En er von á nýjungum frá þessu frábæra merki? „Já, við eigum von á nýjum, spennandi vörum á næstunni og við erum mjög spennt að kynna þau fyrir vinum okkar á Íslandi,“ segir Lizzy brosandi að lokum. n Face Halo farðaklútarnir fást hjá vefversluninni beautybox.is og í versluninni Langholtsvegi 126. „Við hjá Beautybox.is vorum að fá nýtt og öflugt merki, Dr. Dennis Gross. Merkið verður komið til landsins um helgina en er komið í Beautybox.is í forpöntun,“ segir Íris Björk Reynisdóttir. keðju Sephora í Bandaríkjunum. „Dr. Dennis Gross býr yfir meira en 25 ára reynslu sem húðsjúk­ dómalæknir og rekur sína eigin stofu. Hann notar þessar vörur á stofunni sinni,“ segir Íris. Á vefverslun Beautybox eru nákvæmar leiðbeiningar um hvernig eigi að nota vörurnar frá Dr. Dennis Gross og einnig góðar innihaldslýsingar. Í versluninni sjálfri er tekið vel á móti viðskipta­ vinum og gefnar upplýsingar og góð ráð um notkun þeirra. Íris segir að tvö ár séu frá því hún fór fyrst að vinna í að fá Dr. Dennis Gross merkið til lands­ ins. „Það er alveg frábært að geta loksins boðið upp á þessar góðu vörur, sem standa algjörlega fyrir sínu. Það er mikil hugsun á bak við þær, svo sem hvaða efni þær inni­ halda, en þær virka vel án þess að erta húðina. Vörurnar eru „cruelty free“, lausar við paraben, súlföt og þalöt,“ upplýsir Íris. Fjölskyldufyrirtæki sem hefur stækkað hratt undanfarin ár Beautybox er fjölskyldufyrirtæki sem Íris á, ásamt foreldrum sínum. „Við opnuðum netverslunina í ágúst 2017 og verslunina við Lang­ holtsveg 126 í febrúar 2020. Fyrir­ tækið hefur gengið mjög vel og við eigum trausta og góða viðskipta­ vini sem koma til okkar aftur og aftur. Beautybox stækkaði hraðar og meira en við áttum von á, sem er mjög ánægjulegt. Við erum lítið fyrirtæki með mikinn metnað,“ segir Íris. n Nánari upplýsingar má fá hjá vef­ versluninni beautybox.is 2 kynningarblað 24. júní 2021 FIMMTUDAGURHÚÐ OG HÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.