Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 8
50/100 Við höldum ótrauð áfram að rampa upp Reykjavík. Fulltrúi Sjálfs- bjargar vígir ramp nr. 50 af 100 í miðborginni, við verslunina Yeoman, Laugavegi 7. Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, flytur ávarp. Tónlist, töfrabrögð og sirkúskúnstir. Ókeypis andlitsmálning, blöðrur og djús fyrir börnin. Fjölmennum, fögnum sumri og frábærum árangri við að bæta aðgengi í miðborginni. rampur.is GLEÐIHÁTÍÐ Í GÖNGUFÆRI Við Yeoman, Laugavegi 7 Fimmtudag, kl. 14:00–16:30 DJ Dóra Júlía Sirkus Íslands Bjarni töframaður Apple Daily neyðist til að hætta starfsemi. BÍ og IFJ for­ dæma aðgerðir stjórnvalda gegn fjölmiðlafrelsi. urduryrr@gmail.com HONG KONG Apple Daily prentaði seinasta eintak blaðsins í gær. Það neyðist til að hætta starfsemi eftir áhlaup lögreglu á ritstjórnarskrif­ stofu þess, handtökur stjórnar­ manna og blaðamanna og frystingu eigna. Blaðið hefur verið starfandi í 26 ár og þykir vera táknmynd lýð­ ræðishreyfingarinnar í Hong Kong. Blaðið og stofnandi þess, Jimmy Lai, hafa gjarnan staðið uppi í hárinu á ríkisstjórn og lögreglu landsins. Í seinustu viku gerði öryggislög­ regla áhlaup á ritstjórnarskrifstofu blaðsins. Yfir fimm hundruð lög­ reglu menn tóku þátt í á hlaupinu og hand tóku fimm stjórn endur, þar á meðal fram kvæmda stjórann, Cheung Kim­hung, og aðal rit­ stjórann, Ryan Law. Tölvur og harðir diskar voru gerðir upptækir í á hlaupinu og 2,3 milljónir dala af fjár munum blaðs­ ins frystar. Stjórnendum blaðsins er gert að hafa brotið öryggislög um sam­ ráð við erlendar þjóðir, eða öf l gegn þjóðaröryggi. Því er haldið fram að blaðið hafi birt 30 greinar sem hvöttu erlend ríki til að beita höftum gegn ríkisstjórnum Kína og Hong Kong. Lögin sem um ræðir tóku gildi í júní 2020, en greinarnar birtust á tímabili sem nær til ársins 2019. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, sagði við mannrétt­ inda ráð Sameinuðu Þjóðanna að lögin yrðu ekki afturvirk, en það virðist þó ekki hafa gengið eftir. Frá því lögin tóku gildi hafa þau verið nýtt til að handtaka rúmlega hundrað lýðræðissinna, samkvæmt tölum Alþjóðablaðamannasamtak­ anna (IFJ). Stofnandi blaðsins, Jimmy Lai, var handtekinn í ágúst í fyrra vegna meintra brota á þessum lögum með því að taka þátt í mótmælum til stuðnings lýðræði árið 2019. Í apríl á þessu ári var hann dæmdur í fjór­ tán mánaða fangelsi. Helsti leiðarahöfundur blaðsins, sem skrifar undir nafninu Li Ping, var einnig handtekinn í gærmorgun á staðartíma fyrir meint samráð við erlend öfl. Brotin voru rekin til greinaskrifa hans, en þrátt fyrir að ekki komi fram hvaða greinar um ræðir kemur fram að einhverjar þeirra hafi verið birtar árið 2019. Eftir handtöku Li Ping var ákveð­ ið að flýta lokun blaðsins en stefnt var að því að hætta starfsemi um helgina. Blaðamannafélag Íslands (BÍ) fordæmir aðgerðir stjórnvalda í Hong Kong. „Þetta er fjölmiðill sem hefur haldið uppi hvað gagn­ rýnustu umræðunni um stjórnvöld og er núna þvingaður til að loka og búið að handataka stjórnendur,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ. „Blaðamannafélag Íslands mun að sjálfsögðu gera allt í valdi félags­ ins til að vekja athygli á því sem er í gangi þarna og í f leiri löndum þar sem svona vinnubrögð og viðhorf ríkja og frelsi fjölmiðla er skert eða ekkert,“ segir Sigríður. Guðlaugur Þór Þórðarson, utan­ ríkisráðherra, segir íslensk stjórn­ völd fylgjast grannt með þeim atburðum sem átt hafa sér stað í Hong Kong undanfarna mánuði. „Þessar nýjustu fréttir valda áhyggj­ um og eru merki um að enn sé verið að þrengja að frelsi íbúanna,“ segir hann. Hefur Ísland ítrekað lýst áhyggjunum á alþjóðavettvangi og í tvíhliða samskiptum við Kína. Einn­ ig tekið undir yfirlýsingar á vegum ESB og í mannréttindaráði SÞ. ■ Vegið að gagnrýnni blaðamennsku Apple Daily hættir starfsemi eftir 26 ár og prentar sitt seinasta blað í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaða- mannafélags Íslands. arnartomas@frettabladid.is JAPAN Hæstiréttur í Japan úrskurð­ aði í gær að lagaákvæði sem neyða hjón til að bera sama ættarnafn séu í samræmi við stjórnarskrána þar í landi. Dómur sama efnis féll árið 2015. Í úrskurðinum segir að hæsti­ réttur hafi „ekki fundið nein atriði sem ætti að breyta frá ákvörðuninni frá 2015, jafnvel þó að hún taki mið af breytingum í samfélaginu og vit­ undarvakningu“, svo sem fjölgun kvenna á atvinnumarkaðinum og auknum fjölda fólks sem hlynnt er að leyfa ólík ættarnöfn. Japan er eina landið í heiminum sem vitað er til að hafi lög sem neyða hjón til að bera sama ættar­ nafn. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gegn konum hefur mælst til þess Japan breyti reglunum. ■ Japanir neita hjónum um ólík ættarnöfn Í flestum tilfellum taka japanskar konur upp ættarnafn eiginmannsins. arnartomas@frettabladid.is MALTA Möltu og Rúmeníu verður bætt við gráan lista FATF, alþjóð­ legs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og f jármögnun hryðjuverka. Þetta er haft eftir maltneskum fjölmiðlum. Á gráa listanum eru í dag 19 ríki sem þykja ekki hafa gripið til full­ nægjandi aðgerða gegn peninga­ þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ísland var sett á listann í október árið 2019 en tekið af honum nokkr­ um mánuðum síðar. Rannsóknir benda til þess að ef lönd endi á gráa listanum geti það haft víðtæk áhrif á efnahag þeirra og alþjóða­ viðskipti. ■ Tvö Evrópulönd á gráa listann arnartomas@frettabladid.is SVÍÞJÓÐ Líkurnar á að Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, muni halda embætti sínu hafa aukist eftir að meðlimir Miðflokksins lýstu yfir að þeir myndu falla frá tillögu um umbætur á húsaleigu. Annie Loof, leiðtogi Miðflokksins, lýsti því yfir að flokkurinn væri opinn fyrir því að setjast aftur við samningaborðið með Löfven. „Miðf lokkurinn vill sjá nýjan janúarsamning sem mun gilda út tímabilið og færa Svíþjóð ríkis­ stjórn á ný,“ sagði Loof í yfirlýsingu, en janúarsamningurinn vísar til stjórnarmyndunarsamnings sænsku ríkisstjórnarinnar sem gerður var árið 2019. Í janúarsamningnum var meðal annars kveðið á um þak á húsaleigu og leiddi það til ástands­ ins á sænska þinginu í dag. Skoðana­ kannanir sýna að fylgi stjórnmála­ Miðflokkurinn veitir Löfven von Annie Loof, for- maður sænska Miðflokksins. fylkinga í Svíþjóð sé jafnt, svo að neyðarkosningar gætu skilað litlu. Eins og Fréttablaðið greindi frá féll ríkisstjórn Löfvens á mánudaginn, eftir að meirihluti sænska þingsins samþykkti tillögu um vantraust gegn forsætisráðherranum. Löfven hafði í kjölfarið rúma viku til að segja af sér, mynda nýja ríkisstjórn eða boða til kosninga. Vantrauststillagan kom í kjölfar mikilla deilna um afléttingu á þaki á húsaleigu. ■ arnartomas@frettabladid.is BANDARÍKIN Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta greiddi í gær atkvæði gegn árlegri ályktun Alls­ herjarþings Sameinuðu þjóðanna, um afnám á viðskiptabanni Banda­ ríkjanna á Kúbu. Viðskiptabannið hefur nú staðið yfir í meira en hálfa öld. Af 189 atkvæðum sem bárust í gær kusu aðeins tvö lönd gegn ályktuninni, Bandaríkin og Ísrael. Aðeins banda­ ríska þingið hefur þó umboð til að aflétta banninu. Þetta er í 29. skipti sem ályktunin er borin upp á Allsherjarþinginu og hafa Bandaríkin venjulega alltaf kosið gegn henni, nema þegar þau sátu hjá árið 2016 í valdatíð Baracks Obama. Þrátt fyrir að Biden hafi talað um endurbætur í samskiptum land­ anna tveggja  í kosningaherferð sinni hefur ríkisstjórn hans sagt að stefnubreyting gagnvart Kúbu séu ekki í forgangi. Bandarískur erindreki sagði fyrir atkvæðagreiðsluna í gær að Banda­ ríkin myndu kjósa gegn ályktuninni þar sem viðskiptabannið væri leið til að stuðla að mannréttinda­ og lýð­ ræðislegum umbótum á Kúbu. ■ Ríkisstjórn Bidens boðar ekki breytta afstöðu Bandaríkjanna gegn Kúbu Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í kosningaherferð sinni ætla að bæta samskipti ríkjanna tveggja. 8 Fréttir 24. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.