Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 18
Hinsegin réttindi hafa aukist jafnt og þétt víða um heim á síðustu áratugum. Þótt við höfum til- hneigingu til þess að hugsa um réttindabaráttu hinsegin fólks sem röð sístækkandi sigra, þá er mikilvægt að við horfumst í augu við að mannréttindabarátta er ekki línulegt ferli. Reyndar hafa hættu- merkin hrannast upp allt í kringum okkur á síðustu árum, hættumerki sem benda til bakslags í hinsegin málefnum eftir tímabil framþró- unar. Nýjasta dæmið kemur frá Ungverjalandi. Á dögunum voru sett lög í Ung- verjalandi sem banna efni sem sýnir hinsegin fólk í jákvæðu ljósi og sem gæti mögulega komið fyrir sjónir barna, allt frá fræðsluefni til fjölmiðlaumfjöllunar. Lögin eru reiðarslag fyrir hinsegin réttinda- baráttu í landinu, þótt þau komi engum sem fylgst hefur með þróun mála á óvart. Ríkisstjórn Viktors Orbán hefur nefnilega á undan- förnum árum bundið í stjórnar- sk rá bann v ið hjónaböndum samkynja para og ættleiðingum, afneitað tilvist transfólks með því að banna breytingar á lagalegri kynskráningu, og úthýst kynja- fræði úr ungverskum háskólum. Nú á svo að útrýma sýnileikanum, sterkasta vopninu í baráttunni gegn fordómum, með fyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir hinsegin fólk í landinu. Þróunin í Ungverjalandi er hluti stærri bylgju. Mörg muna ef laust eftir því þegar pólsk sveitarfélög kepptust um að lýsa því yfir að þau væru hinseginlaus svæði. Stjórnar- f lokkur landsins rak á síðasta ári grófa kosningabaráttu sem snerist um að mála hinsegin fólk upp sem ógn. Í þeirri herferð var pólskt hinsegin fólk smættað niður í hug- myndafræði sem þyrfti að úthýsa, ekki ósvipað og ungversk stjórn- völd gera nú tilraun til. Væntanlega horfa andstæðingar hinsegin fólks í báðum þessum löndum til Rúss- lands sem fyrirmyndar, en þar voru sett lög um bann við hinum svo- kallaða hinsegin áróðri árið 2013. Utan Evrópusambandsins, í Bret- landi, hefur haturssamtökum tek- ist að grafa undan trans réttindum í landinu með heiftúðugri orðræðu og málflutningi sem einkennist af lygum. Þannig hafa þau náð að gera andstöðu við réttindi transfólks að viðtekinni skoðun meðal fjölda fólks, með tilheyrandi fjölgun hat- ursglæpa. Í nokkrum ríkja Banda- ríkjanna hefur þessi samhæfða árás á trans réttindi meðal annars skilað sér í lögum sem banna trans- stelpum að keppa í íþróttum með öðrum stelpum, en eini tilgangur slíkra laga virðist vera að valda hin- segin börnum skaða. Fólkið sem stendur að baki öllum þessum atlögum að tilverurétti hinsegin fólks, á það sammerkt að gera það í nafni barnaverndar og jafnvel kvenréttinda. Þau nýta sér í öllum tilvikum ótta fólks við það sem er öðruvísi til þess að troða eigin afturhaldssemi upp á sam- félögin sem þau stjórna, eða hafa vettvang til að hafa áhrif á. Breytingar í átt að afturhaldi gerast ekki af sjálfu sér, heldur er einbeittur ásetningur að baki. Mannfjandsamlegum skoðunum sem voru eitt sinn á jaðrinum er skapað rými og verða viðurkennd- ari í hvert sinn sem þær heyrast. Þorri almennings missir hægt en örugglega næmnina fyrir því hvers konar málf lutning er í lagi að viðhafa um fólk sem tilheyrir tilteknum hópum. Þannig virkar hatursáróður og þess vegna virkar hann. Hópar hinsegin fólks eru hægt og rólega afmennskaðir, fólk er smættað niður í einhverja óhlutstæða hugmyndafræði, ógn við samfélagið. Manneskjurnar sjálfar, samkenndin, frelsið og ástin gleymast. Til Íslands Það er óumflýjanlegt að hatursfull orðræða og hugmyndir f læði á milli landa í sítengdum heimi nútímans. Það er ekki síst í því samhengi sem hinsegin fólk og raunar allt frjáls- lynt fólk á Íslandi þarf að gæta þess að sofna ekki á verðinum í hinsegin málefnum. Í ljósi þróunarinnar í kringum okkur er mikilvægt að við séum meðvituð um að hinsegin réttindi eru brothætt og þurfa öfl- uga málsvara í öllum lögum sam- félagsins. Það er nefnilega bakslag í gangi, líka hér. Í hvert sinn sem hinsegin fólk, þá sérstaklega transfólk, er nefnt í opinberri umræðu hér á Íslandi, gleymir ákveðinn hópur sam- kenndinni og mennskunni og rís upp á afturfótunum. Hluti almenn- ings gerir þannig rætið grín á sam- félagsmiðlum og viðhefur jafn- vel það sem f lokkast getur undir hatursorðræðu, að því er virðist algjörlega óháð því hvert eigin- legt umræðuefni fréttanna er. Því miður einskorðast þetta samfélags- mein ekki við internetið, ákveðnar útvarpsstöðvar eða einstaka kaffi- stofur. Í fyrsta sinn í aldarfjórðung er sumt stjórnmálafólk á Íslandi farið að tala opinberlega gegn hin- segin réttindum. Ég ætla að vera algjörlega skýr: Þetta er ekki eðlilegt ástand. Þetta er ekki ásættanlegt ástand. Við þurfum öll að hafna þessum mál- flutningi af festu, spyrna við fótum og minna fólkið í kringum okkur á hvað er í lagi að segja um annað fólk og hvað ekki. Það er nefnilega alltaf einhver að hlusta og meðtaka, sama hversu heimskuleg rökin kunna að koma okkur fyrir sjónir. Við skulum ekki leyfa andstöðu við hinsegin réttindi að venjuvæðast á okkar vakt. Reynsla annarra þjóða sýnir okkur að það er ekki hægt að þegja svona málf lutning í hel. Jaðarskoðanir geta orðið að meiri- hlutaáliti á ógnarhraða. Hinsegin samstaða skiptir einnig gífurlegu máli í þessu samhengi, því ef við þegjum þegar einn hópur er tekinn sérstaklega fyrir, er stutt í að næsti hópur fái sömu meðferð. Bakslagið er nefnilega lúmskt. Við í Samtökunum ’78 munum halda áfram að tala fyrir ást, frelsi og opnu samfélagi. Við munum halda áfram að fræða fólk um fjöl- breytileika mannlífsins, svo óttinn verði ekki skynseminni yfirsterk- ari. Við munum halda áfram að hvetja fólk til þess að leggja okkur lið í baráttunni fyrir heimi þar sem öll fá að njóta sín á eigin forsend- um, hvort sem það er í Ungverja- landi eða á Íslandi. Látum hættu- merkin verða okkur hvatning til þess að gera enn betur. n Hættumerki Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna ’78. Albert Einstein, sennilega mesti hugsuður og snillingur seinni tíma, sagði eitt sinn þetta: „Insanity is doing the same thing over and over and expecting different results.“ Þetta má lauslega leggja út á þennan hátt: Sá, sem endurtekur eða gerir það sama aftur og aftur og reiknar með annarri eða breyti- legri niðurstöðu, er klikkaður eða brjálaður. Þetta dettur mér í hug nú, þegar ég heyri Katrínu Jakobsdóttur og aðra Vinstri græna tala fjálglega um það að fara aftur í sömu ríkis- stjórn, sama ríkisstjórnarsamstarf- ið, eftir kosningar, ef úrslit leyfa. Hefur Katrín blessuð og þetta, annars á ýmsan hátt ágæta fólk, virkilega ekkert skilið og ekkert lært síðustu 4 árin? Gerir það sér enga grein fyrir því, hvílík hörmungarganga þetta ríkis- stjórnarsamstarf hefur verið fyrir Vinstri græna og hvílík sneypuför þetta í raun er? Eða, heldur það kannske, að það geti bara klórað yfir stórfellt árang- Eru forustumenn Vinstri grænna klikkaðir eða brjálaðir? Ole Anton Bieltvedt formaður Jarðarvina. Betri svefn með Lín Design Betri svefn með Lín Design Betri svefn með Lín Design www.lindesign.is ursleysið, hvað varðar stefnu- og baráttumál Vinstri grænna, og látið eins og uppgjöf og ósigur, nánast yfir alla málefnalínuna, sé í raun sigurganga og f lottur árangur? Hvalveiðar „Landsfundur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október 2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur. Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiað- ferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni.“ Meðal annars út á þetta stefnu- og meint baráttumál Vinstr i grænna studdu náttúru- og dýra- verndunarsinnar f lokkinn í kosn- ingunum 2017. En, ef að líkum lætur, voru Vinstri grænir reknir öfugir til baka með þetta baráttumál sitt í samn- ingunum um stjórnarsamstarfið. Sjálfstæðismenn og Framsókn hafa verið heldur lítið fyrir dýra- og náttúruvernd; láta ekki einhverja sósíalista eða komma vaða uppi með slík mál, hvað sem stjórnar- sáttmálum viðvíkur. Vinstri græn létu væntanlega þessi svik við sjálf sig góð heita, gegn loforði D og B um framgang annarra mála, svo sem þjóðgarðs, aukinnar verndar villtra dýra og fugla, svo að ekki sé talað um nýju stjórnarskrána og loftslagsvernd. Við verðum að vera tilbúin í málamiðlun til að komast í stólana, hefur Katrín væntanlega hugsað og sagt. Aðrir kalla slíkt hrossakaup. Þjóðgarður Í stjórnarsáttmála stendur meðal annars: „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“. Þetta hefðu Vinstri grænir kannske átt að fá fyrir að gefa eftir hvalafriðun. En fengu þau það? NEI. Hér virðast D og B hafa hlaupist undan merkjum, beitt undanbrögð- um, þegar á reyndi. Annað mál er það, að í f lestum löndum – alla vega þar sem nokkur menning ríkir og menn eru með alvöru ráðstafanir – er þjóðgarður friðað svæði fyrir öll dýr sem þar búa, og allt lífríki svæðisins. En, hér átti bara að friða „urð og grjót“; öll dýrin voru ekki með. Dýravernd „Endurskoða þar f löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum,“ segir í stjórnarsáttmála. Kannske var þetta líka hluti af hrossakaupum. En stóðst þetta atriði þá? NEI, aldeilis ekki. Komst aldrei úr nefnd. Stjórnarskráin „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnar- skrárinnar...“ segir líka í stjórnar- sáttmála. Náðist þetta miklivæga atriði í stjórnarsáttmála þá fram? NEI. Sama saga. Hér fóru D og B undan í f læmingi, og sat formaður Vinstri grænna/ forsætisráðherra, uppi með frum- varp, sem „samherjar“ vildu ekki sjá eða heyra og varð að engu. Hví- lík sneypa. Loftslagsvernd Vinstri grænir hafa talað mikið um sinn frábæra árangur í þessari ríkisstjórn í loftslagsvernd. Í huga undirritaðs orkar það ekki tvímæl- is, að hér vildu Vinstri grænir gera vel, en því miður verður ekki undir það tekið, að svo hafi raunin orðið. 10. september 2018 boðaði ríkis- stjórnin til blaðamannafundar, þar sem ekki mættu færri en 7 ráð- herrar, og þóttust nú bæði D og B allt í einu vera orðnir grænir. Víst kunna þeir að hafa verið orðnir það, en í annarri merkingu orðsins. 6.8 milljarða skyldi setja í aðgerðir í loftslagsmálum, næstu fimm árin. 1,3 milljarða á ári. Auðvitað var þetta gott mál, allt er betra en ekkert, en það vildi svo til, að sömu daga og rík- isstjórnin blés í sína lúðra með þetta mál, voru fréttir í gangi með það, að setja ætti 120 milljarða í flugstöð í Keflavík á næstu árum. Auðvitað var það þetta fínt átak með f lugstöðina, gott innlegg í ferðaþjónustuna, en lítið varð úr „stórfelldu átaki“ ríkisstjórnar í loftslagsmálum, þegar þessi átök og fjárfestingar eru borin saman. 18-falt meira skyldi fara í f lug- stöð, en í að tryggja landsmönnum minni mengun, hreinna loft og betri lífsskilyrði. Í raun og veru var og er það með algjörum ólíkindum, að Katrín Jak- obsdóttir skyldi láta sér detta í hug að hún fengi einhverjum stefnu- málum Vinstri grænna framgengt í samstarfi við Bjarna Benedikts- son og Sigurð Inga, eins og ofan- nefnd dæmi sýna, og það, að hún sé nú tilbúin til að endurtaka þetta samstarf, með væntingar um betri árangur, er, samkvæmt Einstein, hrein klikkun eða brjálæði.n Við í Samtökunum ’78 munum halda áfram að tala fyrir ást, frelsi og opnu samfélagi. Við munum halda áfram að fræða fólk um fjölbreytileika mann- lífsins, svo óttinn verði ekki skynseminni yfir- sterkari. Hefur Katrín blessuð og þetta, annars á ýmsan hátt ágæta fólk, virkilega ekkert skilið og ekkert lært síðustu 4 árin? 18 Skoðun 24. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.