Fréttablaðið - 24.06.2021, Page 47

Fréttablaðið - 24.06.2021, Page 47
Kynslóðir, er yfirskrift Sumartónleika í Skálholti sem haldnir verða 1.–11. júlí. List- rænir stjórnendur hátíðar- innar eru Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal. kolbrunb@frettabladid.is Sumartónleikar í Skálholti eru nú haldnir í 46. sinn, en hátíðin er elsta tónlistarhátíð landsins og elsta bar- okkhátíð á Norðurlöndum. „Á þessari hátíð erum við að tefla saman tónskáldum af mismunandi kynslóðum og erum um leið að fagna öllum kynslóðunum sem hafa komið að sumartónleikum frá upp- hafi. Hátt í sjötíu f lytjendur koma nú fram á hátíðinni, þar á meðal hópar frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð,“ segir Ásbjörg. Staðartónskáld eru að þessu sinni Haukur Tómasson og Eygló Höskuldsdóttir Viborg. Þau semja verk fyrir hátíðina sem flutt verða á lokatónleikunum. Eldri verk eftir þau verða flutt á opnunartónleikum hátíðarinnar. Ný verk eftir Báru Grímsdóttur og Huga Guðmundsson verða frum- flutt á hátíðinni. Hljómeyki f lytur verk Báru en kórinn kemur fram með nýjum stjórnanda, Hreiðari Inga Þorsteinssyni. Sönghópurinn Cantoque og hin dansk/sænska Camerata Öresund og finnska bar- okksveitin Ensemble, f lytja meðal annars verk Huga. Dúó Freyja, mæðgurnar Svava Bernharðsdóttir og Rannveig Marta Sarc, flytja sex verk á hátíðinni, sem þær létu sérstaklega semja fyrir sig, öll verkin eru eftir konur. Þær koma einnig fram á lokatónleikunum. Barokk á harmóníku Meðal annarra viðburða má nefna að Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harm- óníkuleikari spilar barokktónlist á hátíðinni. „Það er nokkuð sérstakt að spila barokktónlist á harmóníku og verður spennandi að heyra í Skál- holtskirkju,“ segir Ásbjörg. „Það er mikið af íslenskum harmóníkuleik- urum að stíga fram. Harmóníkan er að ganga í endurnýjun lífdaga.“ Tónlistarhópurinn Gadus Mor- hua heldur tónleika, en þar má meðal annars heyra í langspili og barokksellói. Fjölskylduviðburðir verða á dag- skránni. Bergþór Pálsson og Guðný Einarsdóttir f lytja tónlistarævin- týri, en þar er orgelið kynnt. Guðný sér einnig um listgjörning, en þar fá börn að setja saman lítið orgel og geta síðan skemmt sér við að leika á það. Stækkar tengslanet Ásbjörg segir stemninguna á hátíð- inni vera dásamlega. „Það er alltaf sérstakur andi yfir Skálholti. Þarna koma listamenn saman og f lestir gista í nokkrar nætur. Þetta stækkar tengslanetið hjá mörgum.“ Ekki er selt inn á tónleikana. „Þannig hefur þetta verið frá upp- hafi. Það er litið svo á að allir eigi að geta sótt gæðatónleika í fallegu umhverfi,“ segir Ásbjörg. ■ Á þessari hátíð erum við að tefla saman tónskáldum af mis- munandi kynslóðum. Ásbjörg Jónsdóttir er annar tveggja listrænna stjórnenda Sumartónleika í Skálholti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sérstakur andi í Skálholti kolbrunb@frettabladid.is Þýska forlagið Kiepenheuer & Witsch hefur tryggt sér réttinn á verðlaunaglæpasögu Evu Bjargar Ægisdóttur, Marrið í stiganum. Mörg af helstu útgáfufélögum Þjóð- verja bitust um réttinn á bókinni á æsispennandi uppboði sem lauk með því að KiWi, eins og forlagið er gjarnan kallað, bauð best. Marrið í stiganum er tilnefnt til CWA Daggers-verðlaunanna í Bret- landi, en það eru hin virtu samtök breskra glæpasagnahöfunda sem standa að verðlaununum. Þau eru veitt í ýmsum flokkum, þar á meðal „nýtt blóð ársins“ eða frumraun árs- ins („New Blood“). ■ Barist um Evu Björgu Eva Björg Ægisdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kolbrunb@frettabladid.is Jón Gnarr verður í hlutverki Skugga- Sveins í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu. Marta Nordal, leikhússtjóri Leik- félags Akureyrar, mun leikstýra Skugga-Sveini. „Það er hreint út sagt stórkostlegt að fá náttúruaflið og listamanninn Jón Gnarr í hlut- verk Skugga-Sveins, einnar frægustu persónu íslenskra leikbókmennta,“ segir Marta. Leikritið Skugga-Sveinn eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson var fyrst sett á svið árið 1862. Áætl- uð frumsýning Leikfélags Akur- eyrar er um miðjan janúar 2022. ■ Jón Gnarr verður Skugga-Sveinn Jón Gnarr leikari. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MJÓLKURBIKAR KVENNA 8 LIÐA ÚRSLIT Tryggðu þér áskrift á stod2.is Í DAG 17:50 Menning 27FIMMTUDAGUR 24. júní 2021

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.