Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 10
Í þetta gat þarf að staga og það verður ekki gert að öllu leyti með lántökum þótt íslenska ríkið búi við tiltrú á fjármála- mörk- uðum heimsins. Leiki minnsti grunur á að bærist með einstakl- ingi hugs- anir sem ganga gegn ríkjandi málstað bíður hans opinber aftaka. Jón Þórisson jon@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Brátt verður sólin hæst á lofti og dagur lengstur. Þó að veðurfar hafi ekki verið með besta móti á landinu undanfarið er lands-mönnum fremur létt í sinni. Faraldurinn er að koðna niður samhliða fjölda bólusettra. Fagnað hefur verið af minna tilefni. Þá tekur við það risavaxna verkefni að hefja upp- byggingarstarfið á ný. Þótt ágætlega hafi miðað í að draga úr atvinnuleysi og umfram það sem búist var við, ganga samt þúsundir um án atvinnu og heimili hafa mörg orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum vegna minni tekna heimilishaldsins. Fjöldi fyrirtækja hefur verið lagður í dvala vegna tekjubrests og ekki víst að takist að vekja þau öll til lífsins á ný. Hvergi er samt dauflegra um að litast en í fjár- málum ríkisins. Mótvægisaðgerðirnar sem gripið var til hafa kostað ríkissjóð mikið og svo bætist við að tekjusamdráttur hins opinbera er umtalsverður. Samanlagður halli á ríkissjóði á síðasta og þessu ári verður nær 600 milljarðar króna. Í þetta gat þarf að staga og það verður ekki gert að öllu leyti með lántökum þótt íslenska ríkið búi við tiltrú á fjármálamörkuðum heimsins. Í vikunni urðu þau ánægjulegu atvik að hluti Íslandsbanka var seldur að hluta úr ríkiseigu. Um 24 þúsund hluthafar bættust við þetta í eig- endahóp bankans og þarf að leita langt aftur til að finna sambærilegan fjölda hluthafa í íslensku fyrir- tæki. Margt bendir til að uppistaðan í þessum fjölda sé almenningur. Að líkindum eru íslenskir lífeyrissjóðir meðal nýju hluthafanna, þar sem tugir þúsunda launþega eiga hagsmuni. Það verður því varla annað sagt en að salan hafi verið sigurför fjármálaráðherra og níföld umframeftirspurn glöggur vitnisburður um álit fjár- festa á rekstri bankans og framtíðarhorfum. Við söluna aflar ríkissjóður sér dýrmætra 55 milljarða sem eiga munu sinn þátt í að greiða fyrir vandræðin sem faraldurinn hefur valdið. Og þetta var aðeins 35 prósenta eignarhlutur. Strax eftir að niðurstaða sölunnar varð ljós og búið að tilkynna áskrifendum hvaða skerf þeir hefðu tryggt sér, hófust viðskipti með hlutina, þótt þeir verði ekki teknir til viðskipta á opinberum markaði fyrr en síðar í mánuðinum. Þessi fyrstu viðskipti benda eindregið til að heildarmarkaðsverð bankans verði talsvert umfram það sem lagt var til grundvallar við söluna nú. Íslenska ríkið mun því fá hærra verð fyrir hvert prósent þegar meira verður selt af bankanum. Þannig mun sala hans eiga sinn trausta þátt í að lækka skuldir ríkissjóðs og tryggja að við látum ekki komandi kyn- slóðum eftir að fást við þær. En salan er líka sterk vísbending um að áfram þarf að halda við sölu ríkiseigna. Fjármálaráðherra segir í viðtali hér í blaðinu í vikunni að halda verði augum opnum fyrir frekari tækifærum til að losa um eignar- hlut ríkisins að fullu. „Ef aðstæður á næsta ári leyfa er ekki eftir neinu að bíða.Til lengri tíma litið sé ég fyrir mér að ríkið skrái Landsbankann sömuleiðis á markað en verði áfram meirihlutaeigandi.“ Vonandi tekst að hrinda þessum áformum í fram- kvæmd. Því ráða kjósendur í haust.n Uppgjörið Bretaníu-bolurinn er tískuflík sumars-ins. Þverröndóttur bómullarbolurinn, eins konar óopinber þjóðbúningur Frakka, leit fyrst dagsins ljós sem einkennis- klæðnaður sjóhersins í Norður-Frakklandi árið 1858. Bolinn prýddu tuttugu og ein rönd, að sögn ein fyrir hvern sigur Napóle- ons Bónaparte gegn Bretum. En Bretaníu- bolurinn er ekki eina franska uppfinningin sem komin er aftur í tísku. Við upphaf mánaðarins rættist draumur krikketleikarans Ollie Robinson er hann lék fyrsta leik sinn á stórmóti fyrir enska landsliðið. Sama dag breyttist draumurinn í martröð. Meðan á leiknum stóð komu upp á yfirborðið áratuga gamlar færslur á sam- félagsmiðlinum Twitter eftir Robinson sem báru vott um rasisma og kvenfyrirlitningu. Robinson baðst afsökunar. En syndaaflausn átti ekki upp á pallborðið hjá enska krikket- sambandinu. Þótt Robinson hafi verið unglingur þegar hann lét ummælin falla var hann rekinn úr liðinu. Opinber aftaka Sagan segir að síðustu ár ævi sinnar hafi Maximilien Robespierre, einn þekktasti forgöngumaður frönsku byltingarinnar, hafst við í bergmálshelli eigin ágætis. Hann bjó í íbúð í París með fólki sem dáði hann, umkringdur speglum og málverkum af sjálfum sér. Robespierre hafði verið þekktur fyrir að vera réttlátur maður. Hann var lög- fræðingur og friðarsinni sem barðist gegn dauðarefsingum og þrælahaldi. Það var óbil- gjörn trú Robespierre á eigið siðgæði sem varð til þess að hann gerðist vægðarlausasti böðull byltingarinnar. Á tíma „ógnar- stjórnarinnar“ 1793 til 1794 voru sautján þúsund manns teknir af lífi. Ekki aðeins þeir sem unnu gegn byltingunni með beinum aðgerðum fengu að kynnast fallöxinni. Sam- kvæmt „lögum um grunaða“ töldust þeir einnig sekir sem „með framferði, tengslum, tungumáli – töluðu eða rituðu – afhjúpuðu sig sem ... óvini frelsisins“. Samfélagsmiðlar eru fallöxi samtímans. Leiki minnsti grunur á að bærist með ein- staklingi hugsanir sem ganga gegn ríkjandi málstað bíður hans opinber aftaka. Ollie Robinson er ekki eina íþróttastjarnan sem dæmd var úr leik í siðferðiskapphlaupi sam- tímans í mánuðinum. Nýverið fór mynd- band um samfélagsmiðla þar sem Eiður Smári Guðjohnsen sést pissa á almannafæri. Samstundis bárust af því fréttir að starf Eiðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands héngi á bláþræði. Eiður hefur nú verið sendur í tíma- bundið leyfi. Við fyrstu sýn kann að virðast sem enska krikketsambandið og KSÍ fari fram með góðu fordæmi; ljótir hlutir eru ekki liðnir. Sé betur að gáð sést að viðbrögðin eru jafnholl almennu velsæmi og siðferðisvitund Robe- spierre. Rannsókn sem gerð var við Stanford- háskóla sýnir að þeir sem flagga mest andstöðu sinni við rasisma eru líklegri til að sýna af sér rasíska hegðun. Í sálfræði kallast fyrirbærið „siðferðisleyfi“ (e. moral licensing). Fólk sem telur sig góðar mann- eskjur finnst það hafa meira svigrúm en aðrir til að sýna af sér slæma hegðun. Sama gildir um fyrirtæki. Ný rannsókn sýnir að hjá tæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum sem lýstu opinberlega yfir stuðningi við „Black Lives Matter“-hreyfinguna unnu tuttugu prósentum færri svartir starfsmenn en hjá fyrirtækjum sem gerðu það ekki. KSÍ tekur þátt í sýndarsiðferði samtímans. Það má ekki pissa úti á götu. En það er í lagi að spila fótbolta í Katar þar sem mannrétt- indi eru höfð að engu. Það er í lagi að flagga styrktaraðilanum Kók sem gengur gegn öllum hugmyndum um hollustu og hreysti. Engum var hótað atvinnumissi þegar kredit- kort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað í Sviss um árið. n Sýndarsiðferði samtímans 44% 18-80 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* *Samkvæmt prentmælingum Gallup 20ÁRA— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * — 68% 55-80 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* Sími: 550 5050 – soludeild@frettabladid.is NÁÐU TIL FJÖLDANS! SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 19. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.