Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 12
Sá sigur veitti okkur sjálfstraust og við höfum ekki litið til baka síðan þá og það var aldrei spurning í bikarúrslitaleiknum hvorum megin sigur- inn myndi enda. Bjarki Már Elísson. 12 Íþróttir 19. júní 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 19. júní 2021 LAUGARDAGUR Lemgo mun leika í Evrópu- keppni í handbolta karla á næstu leiktíð eftir um það bil áratuga fjarveru en Bjarki Már Elísson er einn af lykil- leikmönnum liðsins. Þegar þrjár umferðir eru eftir af þýsku efstu deildinni er Bjarki Már þriðji markahæsti leik- maður deildarinnar. hjorvaro@frettabladid.is HANDBOLTI Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, er sáttur við afraksturinn á keppnis- tímabilinu sem senn fer að ljúka. Lið hans, Lemgo, situr í sjöunda sæti þýsku efstu deildarinnar þegar þremur umferðum er ólokið en liðið hefur nú haft betur í sex síðustu leikjum sínum í deild og bikar. Lemgo varð bikarmeistari í upp- hafi júnímánaðar eftir sigur gegn Melsungen, sem leikur undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmunds- sonar landsliðsþjálfara og er með landsliðslínumanninn Arnar Frey Arnarsson innanborðs. Bjarki Már segir að það hafi verið ákveðinn vendipunktur í hálfleik í leik liðsins gegn Kiel í undanúrslitum bikar- keppninnar. „Við vorum sjö mörkum undir í hálf leik á móti Kiel í undanúrslita- leiknum. Þá tókum við þá ákvörð- un að njóta þess að spila í bikarúr- slitahelginni í Hamborg, sem er ávallt mikil upplifun að taka þátt í. Þar náðum við að fækka þeim mistökum sem við vorum að gera, slaka á og í kjölfarið gekk bara allt upp. Sá sigur veitti okkur mikið sjálfs- traust og við höfum ekki litið til baka síðan þá og það var aldrei spurning í bikarúrslitaleiknum hvorum megin sigurinn myndi enda. Svo höfum við unnið fjóra deildarleiki eftir bikarúrslitahelg- ina og erum í fínni stöðu í deildinni. Árangurinn í deild og bikar er í raun framar þeim væntingum sem við höfðum fyrir tímabilið,“ segir Bjarki Már um tímabilið, en hann skoraði níu mörk þegar Lemgo lagði Erlangen að velli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Vantar breidd til að ná lengra Bjarki Már er þriðji markahæsti leik- maður deildarinnar með 221 mark í 35 leikjum en Ómar Ingi Magnús- son, sem leikur með Magdeburg, er markahæstur með 247 mörk. „Við erum með sterkt byrjunarlið og höfum spilað hörkuleiki við topp- liðin í vetur. Leikmannahópurinn er hins vegar ekki nógu breiður til þess að gera sig meira gildandi í topp- baráttunni en við höfum gert á leik- tíðinni. Þar af leiðandi erum við sáttir við árangurinn og það er frábært að hafa tryggt sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lemgo er gamalt stór- veldi sem lenti í fjárhagsvandræðum um 2010 og hefur síðan þá verið að byggja upp sterkan grunn á nýjan leik,“ segir hornamaðurinn knái. Gamalt stórveldi að vakna Lemgo hefur tvisvar sinnum orðið þýskur meistari, 1997 og 2003, varð Tímabilið fór á flug í hálfleik í Hamborg Bjarki Már Elísson, lands- liðsmaður í handbolta, varð bikarmeistari með Lemgo í byrjun júní en hann segir árangur liðsins á leiktíðinni sem er að ljúka framar vonum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY bikarmeistari í fjórða skipti í júní- byrjun og unnið Evrópukeppni bik- arhafa einu sinni og EHF-keppnina tvisvar sinnum, 2006 og 2010. „Það verður gaman að fara í Evr- ópukeppni með liðinu en stuðn- ingsmenn liðsins muna vel eftir því þegar liðinu gekk vel á þeim vett- vangi frá um það bil 1990 til 2010. Það er geggjað að finna fyrir því að stuðningsmennirnir séu farnir að mæta aftur eftir fjarveru vegna kórónaveirufaraldursins og það var til að mynda frábær tilfinning að fagna bikarmeistaratitlinum með okkar hörðustu stuðnings- mönnum. Við leikmenn fundum það sterkt að stuðningsmenn voru búnir að bíða lengi eftir titli eftir þurrkatíð hvað bikarsöfnun varðar. Nú eru spennandi tímar fram undan hjá félaginu og ég er ánægður með að hafa framlengt samning minn við félagið fyrr á þessu ári. Ég verð hjá Lemgo allavega eitt tímabil í viðbót og er spenntur fyrir næsta vetri,“ segir hann. Mun deila viskunni í Árbænum Bjarki Már ætlar svo að gefa af sér til uppeldisfélagsins, Fylkis, í sumarfríi sínu en hann mun stýra handbolta- skóla hjá félaginu sem verður hald- inn 5.-9. júlí næstkomandi. „Góður vinur minn kom með þessa hugmynd og ég var bara meira en til í þetta. Ég er grjótharður Fylkismaður og þarna ólst ég upp. Það er mér því bæði ljúft og skylt að aðstoða við þjálfun þar. Skráning gengur vel en það eru enn nokkur pláss laus,“ segir Bjarki Már. Landsliðsfólkið Björgvin Páll Gústavsson og Thea Imani Sturlu- dóttir munu mæta í heimsókn í handboltaskólann. Heppnir ein- staklingar í handboltaskólanum geta einnig unnið treyju frá Aroni Pálm- arssyni og Janusi Daða Smárasyni. n Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 15. júní 2021 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2040. Aðalskipulagstillagan er uppfærð og endurbætt útgáfa þess aðalskipulags (AR2030) sem staðfest var fyrir rúmum sjö árum. Tillagan byggir á sýn og stefnumörkun AR2030, sem samþykkt var í febrúar árið 2014 að undangengnu löngu og ítarlegu samráðs- og kynningarferli. Breytingartillögur miða allar að því að tryggja betur framfylgd núgildandi meginmarkmiða aðalskipulags- ins um sjálfbæra borgarþróun. Breytingarnar snúa einkum að stefnu um íbúðarbyggð innan þéttbýlis borgarinnar. Auk þess eru boðaðar stöku breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040 og því eru sett fram ný meginmarkmið í völdum málaflokkum. Aðalskipulagstillagan, greinargerð ásamt skipu- lagsuppdráttum, er auglýst samkvæmt 1. mgr. 36. gr, sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla, sbr. lög nr. 105/2006 um Sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg. Aðalskipulagstillaga í auglýsingu. umhverfismat áætlana og önnur fylgiskjöl. Tillagan er einnig auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunar, dagsettar 20. maí 2021. Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8.30–16, frá 21. júní 2021 til og með 23. ágúst 2021. Tillagan er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b. Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athuga- semdum skal skila skriflega til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12–14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 23. ágúst 2021. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Nálgast má öll skipulagsgögn á adalskipulag.is og reykjavik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.